Fyrstu kynni mín af stjórnmálaflokkum Stefán Atli Rúnarsson skrifar 21. september 2021 17:00 Enginn hefur skoðun á öllu, en allir hafa skoðun á einhverju sagði einhver fróð manneskja örugglega einhvern tímann. Ég hef aldrei verið mikið að velta mér upp úr stjórnmálum, en með aldrinum hefur áhuginn stigmagnast. Fyrstu minningar mínar af stjórnmálaflokki eru af Framsóknarflokknum. Ég var 6 ára drengur sem bjó í Grafarvogi og Framsóknarflokkurinn var að halda viðburð til þess að kynna sig, ég sá börn hlaupandi um með frostpinna, pylsur, grænar blöðrur og gleði. Ég gekk upp að manni sem ég komst síðar að því að hefði verið Halldór heitinn Ásgrímsson og spurði hann með minni mjúku barnsrödd, hvar er ísinn? Eftir að hafa fengið grænan ís frá framsóknarflokknum hefur þessi minning alltaf verið mér ofarlega í huga. Önnur minning sem ég á af íslenskum stjórnmálaflokkum er að afi minn heitinn hafi flaggað samfylkingar fánanum í sínum húsum og ef ég man rétt var hann líka með veggspjald af Jóhönnu Sigurðardóttur með áletruninni, minn tími mun koma hangandi upp á vegg. Fyrsta minning mín af Sjálfstæðisflokknum er Örn Árnason með hárkollu í Spaugstofunni að leika Davíð Oddsson. Eftir því sem maður verður eldri, allavega í mínu tilfelli. Fer maður að átta sig á því hversu mikil áhrif stjórnmál hafa á mann, á næstum alla vegu. Stefnumótunarstarf fyrirtækisins Íslands er í okkar höndum, höndum okkar borgaranna. Að lifa í lýðræðislegu ríki og að fá tækifæri til þess að kjósa sér þjóðarleiðtoga á fjögurra ára fresti finnst mér vera mjög hátíðlegt og eitthvað sem við ættum ALDREI að taka sem sjálfsögðum hlut. Þess vegna finnst mér sorglegt þegar fólk á mínum aldri hugsar sér ekki þess kost að mæta á kjörstað og segir jafnvel “ég nenni ekki að pæla í þessu, þetta mun ekki breyta neinu”. Auðvitað er erfitt að sjá breytingar þegar maður horfir kannski á lífið dag frá degi, viku fyrir viku. En þegar maður þysjar upp og skoðar áratuga myndina er hægt að sjá að með hverjum mánuðinum er samfélag okkar alltaf breytast, þökk sé tækniframförum. Látum ekki lýðræðið leka úr höndum okkar. Nýtum kosningaréttinn og kjósum 25. september. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Enginn hefur skoðun á öllu, en allir hafa skoðun á einhverju sagði einhver fróð manneskja örugglega einhvern tímann. Ég hef aldrei verið mikið að velta mér upp úr stjórnmálum, en með aldrinum hefur áhuginn stigmagnast. Fyrstu minningar mínar af stjórnmálaflokki eru af Framsóknarflokknum. Ég var 6 ára drengur sem bjó í Grafarvogi og Framsóknarflokkurinn var að halda viðburð til þess að kynna sig, ég sá börn hlaupandi um með frostpinna, pylsur, grænar blöðrur og gleði. Ég gekk upp að manni sem ég komst síðar að því að hefði verið Halldór heitinn Ásgrímsson og spurði hann með minni mjúku barnsrödd, hvar er ísinn? Eftir að hafa fengið grænan ís frá framsóknarflokknum hefur þessi minning alltaf verið mér ofarlega í huga. Önnur minning sem ég á af íslenskum stjórnmálaflokkum er að afi minn heitinn hafi flaggað samfylkingar fánanum í sínum húsum og ef ég man rétt var hann líka með veggspjald af Jóhönnu Sigurðardóttur með áletruninni, minn tími mun koma hangandi upp á vegg. Fyrsta minning mín af Sjálfstæðisflokknum er Örn Árnason með hárkollu í Spaugstofunni að leika Davíð Oddsson. Eftir því sem maður verður eldri, allavega í mínu tilfelli. Fer maður að átta sig á því hversu mikil áhrif stjórnmál hafa á mann, á næstum alla vegu. Stefnumótunarstarf fyrirtækisins Íslands er í okkar höndum, höndum okkar borgaranna. Að lifa í lýðræðislegu ríki og að fá tækifæri til þess að kjósa sér þjóðarleiðtoga á fjögurra ára fresti finnst mér vera mjög hátíðlegt og eitthvað sem við ættum ALDREI að taka sem sjálfsögðum hlut. Þess vegna finnst mér sorglegt þegar fólk á mínum aldri hugsar sér ekki þess kost að mæta á kjörstað og segir jafnvel “ég nenni ekki að pæla í þessu, þetta mun ekki breyta neinu”. Auðvitað er erfitt að sjá breytingar þegar maður horfir kannski á lífið dag frá degi, viku fyrir viku. En þegar maður þysjar upp og skoðar áratuga myndina er hægt að sjá að með hverjum mánuðinum er samfélag okkar alltaf breytast, þökk sé tækniframförum. Látum ekki lýðræðið leka úr höndum okkar. Nýtum kosningaréttinn og kjósum 25. september. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun