Verndum störf í sjávarútvegi Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 21. september 2021 13:45 Í umræðum um sjávarútveg nú fyrir Alþingiskosningarnar virðist gleymast sú staðreynt að u.þ.b. 80% starfa í sjávarútvegi er á landsbyggðinni. Er þá einungis verið að miða við fjölda starfandi í atvinnugreininni í hefðbundnum skilningi, þ.e. veiðum og vinnslu, en ekki eru taldar með aðrar greinar sem tengjast beint eða óbeint starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Vægi þeirra starfa, sem flest tengjast þjónustu og þekkingu, hefur aukist mikið á undanförum árum og eru þau ekki síður mikilvæg en störf sjómanna og fiskvinnslufólks um land allt. Þau störf eru einnig í miklum meirihluta á landsbyggðinni. Þessa þróun má rekja til bættu umhverfi fyrir stórauknar tækniframfarir og nýsköpunar þar sem sjávarútvegur er helsti drifkrafturinn í íslensku hagkerfi. Þessi þróun hefur gert það að verkum að þrátt fyrir að hefðbundnum störfum í veiðum og vinnslu hefur fækkað hafa mörg vel launuð hliðarstörf orðið til í staðinn. Vægi sjávarútvegsins er mest á Austurlandi Í Norðausturkjördæmi er vægi sjávarútvegsins hvað mest á landinu, en vægi greinarinnar er mjög mismundandi eftir landshlutum. Víðast hvar, ef tekið er mið af framleiðslu, er sjávarútvegur u.þ.b.10-20% af framleiðslu en á Austurlandi hefur hlutfallið verið á bilinu 21-24% af framleiðslu, sem er mest á landinu ásamt Vestfjörðum. Jafnvel þótt, umsvif annarra atvinnugreina hefur aukist, góðu heilli, til að mynda með stórauknum umsvifum í ferðaþjónustunni, en störfin eru til staðar og þau þarf að vernda. Nú þegar styttist í Alþingiskosningar verður fyrirferðarmikil sú umræða að hægt sé að ganga á atvinnugreinina og margir frambjóðendur hafa haldið því fram að sjávarútvegur sé óþrjótandi uppspretta fjármuna sem hægt er að nýta í alls kyns ný útgjöld ríkisins. Jafnvel beinar peningagjafir til fólks. Hafa jafnvel heyrst þær hugmyndir að vænlegt sé að skipta upp öflugum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Við í Framsókn höfnum slíkum hugmyndum. Auðlindaákvæði í stjórnarskrá Það sem gleymist hjá þeim sem halda slíku fram er að fiskveiðiauðlindin þarf að vera sjálfbær sem gerir það að verkum að vaxtarmöguleiki fyrirtækja í sjávarútvegi er takmaður. Einnig er ekki nefnt í þessari umræðu hvað verður um störfin sem sjávarútvegurinn skapar og eru langflest á landsbyggðinni. Það er nefnilega staðreynd að sé starfsem sjávarútvegsfyrirtækja skert, bitnar það einfaldlega á fólki sem valdi sér menntun og búsetu til þess að byggja upp starfsframa í sjávarútvegi. Störfum mun fækka í greininni og það getum við Framsóknarfólk ekki samþykkt. Markmið okkar Íslendinga í sjávarútvegi er að ganga vel um og bæta umgengni um nytjastofna sjávar. Við höfum líka það markmið að stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti sem á að tryggja til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðin. Við viljum að nýting fiskistofna sé með sjálfbærum hætti og hlutverk ríkisins er að tryggja gott starfsumhverfi í sjávarútvegi um leið og við viljum fá sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlindinni. Til að tryggja þessi markmið enn betur og gera þau skýrari er ég eindreginn stuðningsmaður þess að setja auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Stærstur hluti framleiðslunnar í Eyjafirði Sjávarútvegurinn er nefnilega sannkölluð „landsbyggðargrein“ og einungis landbúnaður stendur þar framar. Sjávarútvegurinn er dreifður um landið, og hefur stærsti hluti framleiðslunnar farið fram á Norðurlandi eystra, einkum í Eyjafirði. Það hefur að jafnaði mátt rekja lang stærstan hluta atvinnutekna í sjávarútvegi til tekna á landsbyggðinni. Við í Framsóknarflokknum gerum okkur grein fyrir því að öflug sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki aðeins skapað mikilvæg störf í sjávarútvegi heldur hafa líka þau skilað gríðarlegum hagnaði inn í hagkerfið sem nýtist í heilbrigðis-, velferða- og menntamál. Skiptir þá engu hvort um er að ræða störf sem eru hluti af hinni hefbundnu atvinnugrein, eins störf sjómanna og fiskvinnslufólks, eða hvort störfin tengjast með öðrum hætti greininni, eins og með nýsköpun eða þjónustu. Við munum því alltaf styðja fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðlar ekki aðeins að sjálfbærri þróun fiskistofna heldur skapar einnig mikilvæg störf hringinn í kringum landið og gerir fyrirtækjum kleift að vaxa og dafna á alþjóðavísu. Um leið höfnum við öllum hugmyndum sem eiga að kollvarpa kerfi sem stuðlar að sjálfbærni nýtingu fiskistofna, brjóta niður mikilvæg sjávarútvegsfyrirtæki og fækka störfum í sjávarútvegi. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um sjávarútveg nú fyrir Alþingiskosningarnar virðist gleymast sú staðreynt að u.þ.b. 80% starfa í sjávarútvegi er á landsbyggðinni. Er þá einungis verið að miða við fjölda starfandi í atvinnugreininni í hefðbundnum skilningi, þ.e. veiðum og vinnslu, en ekki eru taldar með aðrar greinar sem tengjast beint eða óbeint starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Vægi þeirra starfa, sem flest tengjast þjónustu og þekkingu, hefur aukist mikið á undanförum árum og eru þau ekki síður mikilvæg en störf sjómanna og fiskvinnslufólks um land allt. Þau störf eru einnig í miklum meirihluta á landsbyggðinni. Þessa þróun má rekja til bættu umhverfi fyrir stórauknar tækniframfarir og nýsköpunar þar sem sjávarútvegur er helsti drifkrafturinn í íslensku hagkerfi. Þessi þróun hefur gert það að verkum að þrátt fyrir að hefðbundnum störfum í veiðum og vinnslu hefur fækkað hafa mörg vel launuð hliðarstörf orðið til í staðinn. Vægi sjávarútvegsins er mest á Austurlandi Í Norðausturkjördæmi er vægi sjávarútvegsins hvað mest á landinu, en vægi greinarinnar er mjög mismundandi eftir landshlutum. Víðast hvar, ef tekið er mið af framleiðslu, er sjávarútvegur u.þ.b.10-20% af framleiðslu en á Austurlandi hefur hlutfallið verið á bilinu 21-24% af framleiðslu, sem er mest á landinu ásamt Vestfjörðum. Jafnvel þótt, umsvif annarra atvinnugreina hefur aukist, góðu heilli, til að mynda með stórauknum umsvifum í ferðaþjónustunni, en störfin eru til staðar og þau þarf að vernda. Nú þegar styttist í Alþingiskosningar verður fyrirferðarmikil sú umræða að hægt sé að ganga á atvinnugreinina og margir frambjóðendur hafa haldið því fram að sjávarútvegur sé óþrjótandi uppspretta fjármuna sem hægt er að nýta í alls kyns ný útgjöld ríkisins. Jafnvel beinar peningagjafir til fólks. Hafa jafnvel heyrst þær hugmyndir að vænlegt sé að skipta upp öflugum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Við í Framsókn höfnum slíkum hugmyndum. Auðlindaákvæði í stjórnarskrá Það sem gleymist hjá þeim sem halda slíku fram er að fiskveiðiauðlindin þarf að vera sjálfbær sem gerir það að verkum að vaxtarmöguleiki fyrirtækja í sjávarútvegi er takmaður. Einnig er ekki nefnt í þessari umræðu hvað verður um störfin sem sjávarútvegurinn skapar og eru langflest á landsbyggðinni. Það er nefnilega staðreynd að sé starfsem sjávarútvegsfyrirtækja skert, bitnar það einfaldlega á fólki sem valdi sér menntun og búsetu til þess að byggja upp starfsframa í sjávarútvegi. Störfum mun fækka í greininni og það getum við Framsóknarfólk ekki samþykkt. Markmið okkar Íslendinga í sjávarútvegi er að ganga vel um og bæta umgengni um nytjastofna sjávar. Við höfum líka það markmið að stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti sem á að tryggja til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðin. Við viljum að nýting fiskistofna sé með sjálfbærum hætti og hlutverk ríkisins er að tryggja gott starfsumhverfi í sjávarútvegi um leið og við viljum fá sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlindinni. Til að tryggja þessi markmið enn betur og gera þau skýrari er ég eindreginn stuðningsmaður þess að setja auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Stærstur hluti framleiðslunnar í Eyjafirði Sjávarútvegurinn er nefnilega sannkölluð „landsbyggðargrein“ og einungis landbúnaður stendur þar framar. Sjávarútvegurinn er dreifður um landið, og hefur stærsti hluti framleiðslunnar farið fram á Norðurlandi eystra, einkum í Eyjafirði. Það hefur að jafnaði mátt rekja lang stærstan hluta atvinnutekna í sjávarútvegi til tekna á landsbyggðinni. Við í Framsóknarflokknum gerum okkur grein fyrir því að öflug sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki aðeins skapað mikilvæg störf í sjávarútvegi heldur hafa líka þau skilað gríðarlegum hagnaði inn í hagkerfið sem nýtist í heilbrigðis-, velferða- og menntamál. Skiptir þá engu hvort um er að ræða störf sem eru hluti af hinni hefbundnu atvinnugrein, eins störf sjómanna og fiskvinnslufólks, eða hvort störfin tengjast með öðrum hætti greininni, eins og með nýsköpun eða þjónustu. Við munum því alltaf styðja fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðlar ekki aðeins að sjálfbærri þróun fiskistofna heldur skapar einnig mikilvæg störf hringinn í kringum landið og gerir fyrirtækjum kleift að vaxa og dafna á alþjóðavísu. Um leið höfnum við öllum hugmyndum sem eiga að kollvarpa kerfi sem stuðlar að sjálfbærni nýtingu fiskistofna, brjóta niður mikilvæg sjávarútvegsfyrirtæki og fækka störfum í sjávarútvegi. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar