Styrkari heilbrigðisþjónusta á Vesturlandi Svandís Svavarsdóttir skrifar 21. september 2021 15:15 Í heilbrigðisumdæmi Vesturlands bjuggu árið 2020 18.750 manns og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sinnir almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Fjármagn til HVE hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 12,5% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Með auknu fjármagni er mögulegt að veita enn betri þjónustu til handa íbúum umdæmisins. Einnig er unnið að stofnun liðskiptaseturs við HVE á Akranesi, sem verður bylting í þjónustu við fólk sem þarf á slíkum aðgerðum að halda. Heilbrigðisstofnunin HVE hefur lagt áherslu á mönnun þjónustunnar og nýliðun starfsfólks, en mönnun er stöðug áskorun á landsbyggðinni. Þá hefur mikilvægi þess að bæta tækjabúnað, vinnuaðstæður og aðbúnað starfsmanna og sjúklinga verið í forgangi. Kjarnastarfsemi HVE skiptist í þrjá flokka eftir meginviðfangsefnum; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Sjúkradeildir eru á sjúkrahúsum HVE á Akranesi og í Stykkishólmi og hjúkrunardeildir á Hólmavík og Hvammstanga. Á sjúkrahúsinu á Akranesi, sem er umdæmissjúkrahús Vesturlands, eruþrjár legudeildir, þ.e. lyflækningadeild, handlækningadeild og kvennadeild. Þar er rekin öflug skurð- og svæfingadeild auk slysa- og bráðamóttöku. Á Akranesi starfa ásamt öðru starfsfólki 16 sérfræðilæknar sem flestir sinna jafnframt göngudeildarþjónustu, en sú sérfræðiþjónusta styrkir þjónustu við íbúana verulega. Heilsugæslustöðvar sem HVE rekur eru á Akranesi, Borgarnesi, Búðardal, Grundarfirði, Hólmavík, Hvammstanga, Ólafsvík og Stykkishólmi, og heilsugæslusel er á Reykhólum. Framkvæmdir og liðskiptasetur Unnið hefur verið að heildarendurbótum á handlækninga- og lyflækningadeild á HVE á Akranesi, en þær framkvæmdir hófust í júní á þessu ári, og endurbætur á húsnæði HVE í Stykkishólmi eru í gangi. Bygging sjúkrabílamóttöku við HVE á Akranesi er einnig í gangi. Þá standa framkvæmdir vegna opnunar liðskiptaseturs við HVE á Akranesi yfir, en þar verður skurðstofa þar sem eingöngu verða gerðar liðskiptaaðgerðir. Gert er ráð fyrir að liðskiptasetrið taki að fullu til starfa í mars á næsta ári. Með tilkomu liðskiptasetursins er stefnt að varanlegri árlegri fjölgun liðskiptaaðgerða sem nemur um 260 aðgerðum á ári. Vegna Covid-19 hafa aðgerðir síðustu misseri verið nokkru færri en að jafnaði. Því hefur einnig verið ákveðið að ráðast í sérstakt átak til 12 mánaða til að fjölga aðgerðum enn frekar tímabundið og stytta biðlista. Í því átaki er gert ráð fyrir að gerðar verði um 300 liðskiptaaðgerðir sem koma til viðbótar þeirri fjölgun sem leiðir af opnun liðskiptasetursins á Akranesi. Gert er ráð fyrir því að ný skurðstofa verði tilbúin í upphafi árs 2022. Geðheilbrigðisþjónusta Árið 2017 var stöðugildi sálfræðings í heilsugæslunni 1,25, en með stofnun geðheilsuteymis fjölgaði stöðugildunum í 4. Í geðheilsuteyminu er einnig starfandi geðlæknir og tveir geðhjúkrunarfræðingar í hlutastarfi. Það skiptir miklu máli að geðheilbrigðisþjónusta á svæðinu hafi verið styrkt. Endurnýjun tækja Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. Þessi aukning á fjármagni hefur gert það að verkum að stór áfangi hefur náðst í kaupum á nýjum tækjabúnaði hjá HVE, sérsérstaklega á sjúkrasviði þar sem uppsöfnuð þörf fyrir endurnýjun var orðin mikil og sum tæki orðin meira en 20 ára. Röntgentæki voru til dæmis keypt á myndgreiningardeild HVE á Akranesi og á heilsugæslustöð HVE í Stykkishólm. Þessi kaup minnka einnig þörf fyrir viðgerðir gamalla tækja, sem skiptir miklu fyrir rekstur HVE. Sjúkraflutningar Á síðasta ári fékk stofnunin fjóra nýja sjúkrabíla til umráða en þeir eru staðsettir á Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík og í Stykkishólmi. Von er á þremur nýjum bílum á næstunni en samtals eru 16 sjúkrabílar í rekstri innan starfssvæðisins. Aldraðir og endurhæfing Nú eru í gangi framkvæmdir vegna 18 rýma hjúkrunarheimilis á 2. og 3. hæð á HVE á Stykkishólmi, og endurbætur á neðri hæðum hússins. Rýmum í heilbrigðisumdæminu mun ekki fjölga vegna þeirrar framkvæmdar, en aðbúnaður batna mjög. Verklok vegna þessa eru áætluð í apríl 2022. Í Stykkishólmi er nú rekin 5 daga sérhæfð endurhæfingardeild sem sinnir meðferð við háls- og bakverkjum en sú meðferð stendur öllum landsmönnum til boða. Fagteymi deildarinnar á gott samstarf við sérfræðilækna í Reykjavík um fjarlæknisþjónustu, sprautumeðferðir og fræðslu við skjólstæðinga deildarinnar. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Vesturlandi verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem HVE gegnir mikilvægu hlutverki varðandi framkvæmd liðskiptaaðgerða á landsvísu. Samvinna stofnana skilar sér þannig í enn betri heilbrigðisþjónustu fyrir öll. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðisstofnun Vesturlands Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í heilbrigðisumdæmi Vesturlands bjuggu árið 2020 18.750 manns og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sinnir almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Fjármagn til HVE hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 12,5% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Með auknu fjármagni er mögulegt að veita enn betri þjónustu til handa íbúum umdæmisins. Einnig er unnið að stofnun liðskiptaseturs við HVE á Akranesi, sem verður bylting í þjónustu við fólk sem þarf á slíkum aðgerðum að halda. Heilbrigðisstofnunin HVE hefur lagt áherslu á mönnun þjónustunnar og nýliðun starfsfólks, en mönnun er stöðug áskorun á landsbyggðinni. Þá hefur mikilvægi þess að bæta tækjabúnað, vinnuaðstæður og aðbúnað starfsmanna og sjúklinga verið í forgangi. Kjarnastarfsemi HVE skiptist í þrjá flokka eftir meginviðfangsefnum; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Sjúkradeildir eru á sjúkrahúsum HVE á Akranesi og í Stykkishólmi og hjúkrunardeildir á Hólmavík og Hvammstanga. Á sjúkrahúsinu á Akranesi, sem er umdæmissjúkrahús Vesturlands, eruþrjár legudeildir, þ.e. lyflækningadeild, handlækningadeild og kvennadeild. Þar er rekin öflug skurð- og svæfingadeild auk slysa- og bráðamóttöku. Á Akranesi starfa ásamt öðru starfsfólki 16 sérfræðilæknar sem flestir sinna jafnframt göngudeildarþjónustu, en sú sérfræðiþjónusta styrkir þjónustu við íbúana verulega. Heilsugæslustöðvar sem HVE rekur eru á Akranesi, Borgarnesi, Búðardal, Grundarfirði, Hólmavík, Hvammstanga, Ólafsvík og Stykkishólmi, og heilsugæslusel er á Reykhólum. Framkvæmdir og liðskiptasetur Unnið hefur verið að heildarendurbótum á handlækninga- og lyflækningadeild á HVE á Akranesi, en þær framkvæmdir hófust í júní á þessu ári, og endurbætur á húsnæði HVE í Stykkishólmi eru í gangi. Bygging sjúkrabílamóttöku við HVE á Akranesi er einnig í gangi. Þá standa framkvæmdir vegna opnunar liðskiptaseturs við HVE á Akranesi yfir, en þar verður skurðstofa þar sem eingöngu verða gerðar liðskiptaaðgerðir. Gert er ráð fyrir að liðskiptasetrið taki að fullu til starfa í mars á næsta ári. Með tilkomu liðskiptasetursins er stefnt að varanlegri árlegri fjölgun liðskiptaaðgerða sem nemur um 260 aðgerðum á ári. Vegna Covid-19 hafa aðgerðir síðustu misseri verið nokkru færri en að jafnaði. Því hefur einnig verið ákveðið að ráðast í sérstakt átak til 12 mánaða til að fjölga aðgerðum enn frekar tímabundið og stytta biðlista. Í því átaki er gert ráð fyrir að gerðar verði um 300 liðskiptaaðgerðir sem koma til viðbótar þeirri fjölgun sem leiðir af opnun liðskiptasetursins á Akranesi. Gert er ráð fyrir því að ný skurðstofa verði tilbúin í upphafi árs 2022. Geðheilbrigðisþjónusta Árið 2017 var stöðugildi sálfræðings í heilsugæslunni 1,25, en með stofnun geðheilsuteymis fjölgaði stöðugildunum í 4. Í geðheilsuteyminu er einnig starfandi geðlæknir og tveir geðhjúkrunarfræðingar í hlutastarfi. Það skiptir miklu máli að geðheilbrigðisþjónusta á svæðinu hafi verið styrkt. Endurnýjun tækja Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. Þessi aukning á fjármagni hefur gert það að verkum að stór áfangi hefur náðst í kaupum á nýjum tækjabúnaði hjá HVE, sérsérstaklega á sjúkrasviði þar sem uppsöfnuð þörf fyrir endurnýjun var orðin mikil og sum tæki orðin meira en 20 ára. Röntgentæki voru til dæmis keypt á myndgreiningardeild HVE á Akranesi og á heilsugæslustöð HVE í Stykkishólm. Þessi kaup minnka einnig þörf fyrir viðgerðir gamalla tækja, sem skiptir miklu fyrir rekstur HVE. Sjúkraflutningar Á síðasta ári fékk stofnunin fjóra nýja sjúkrabíla til umráða en þeir eru staðsettir á Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík og í Stykkishólmi. Von er á þremur nýjum bílum á næstunni en samtals eru 16 sjúkrabílar í rekstri innan starfssvæðisins. Aldraðir og endurhæfing Nú eru í gangi framkvæmdir vegna 18 rýma hjúkrunarheimilis á 2. og 3. hæð á HVE á Stykkishólmi, og endurbætur á neðri hæðum hússins. Rýmum í heilbrigðisumdæminu mun ekki fjölga vegna þeirrar framkvæmdar, en aðbúnaður batna mjög. Verklok vegna þessa eru áætluð í apríl 2022. Í Stykkishólmi er nú rekin 5 daga sérhæfð endurhæfingardeild sem sinnir meðferð við háls- og bakverkjum en sú meðferð stendur öllum landsmönnum til boða. Fagteymi deildarinnar á gott samstarf við sérfræðilækna í Reykjavík um fjarlæknisþjónustu, sprautumeðferðir og fræðslu við skjólstæðinga deildarinnar. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Vesturlandi verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem HVE gegnir mikilvægu hlutverki varðandi framkvæmd liðskiptaaðgerða á landsvísu. Samvinna stofnana skilar sér þannig í enn betri heilbrigðisþjónustu fyrir öll. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar