Samkvæmt heimildum RÚV er um að ræða skipherrann á varðskipinu Tý.
Í umfjölluninni er vitnað í skriflegt svar Landhelgisgæslunnar til RÚV segir að rannsókn standi yfir á samskiptum um borð í einu skipi gæslunnar. Rannsóknin sé til komin vegna ábendinga sem stjórnendum Landhelgisgæslunnar bárust nýlega, vegna gruns um kynferðislega áreitni. Málið sé litið alvarlegum augum.
Mannlíf fjallaði einnig um mál af þessum toga fyrir skemmstu.
Þolendurnir í málinu sem er til rannsóknar eru samkvæmt heimildum RÚV tvær ungar konur í áhöfn varðskipsins, en Landhelgisgæslan vildi ekki gefa neitt frekar út um málavexti, meðal annars af tillitssemi við þolendur.