Fyrir atvinnulífið, fyrir fólkið Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 22. september 2021 08:00 Framsókn vann þetta kjörtímabil í anda samvinnu og skynsamlegra lausna, og við þurfum að halda því áfram á næsta kjörtímabili. Við þurfum að halda áfram að fjárfesta í fólki og búa atvinnulífinu og fyrirtækjum slíkt umhverfi að þau geti tekist á við krefjandi verkefni. Það þarf að auka verðmætasköpun og fyrirtækin þurfa að geta fjárfest í tækjum og tólum til þess að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til vinnu. Saman mun þetta auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu, öllum til góðs. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar; góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnanna og blómlegs menningarlífs. Svona vinnum við Hér í Hafnarfirði sjáum við hversu mikilvægt öflugt og gott atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Í upphafi þessa kjörtímabils var álagningastuðull fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði lækkaður úr 1,57% í 1,40%, og var það liður í því að létta undir með atvinnulífinu hér í bæ og skapa því aðlaðandi starfsumhverfi, bæði fyrir rótgróin og traust fyrirtæki sem og nýja aðila sem hingað vilja koma. Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar byggjast hratt upp. Auk þess að styðja vel við atvinnulífið var systkinaafsláttur á leikskólagjöldum aukinn til muna og nýjum systkinaafslætti komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. Aukinn systkinaafsláttur og hærri frístundastyrkur dregur úr útgjöldum barnafjölskyldna í bæjarfélaginu og er kærkomin kjarabót fyrir barnmargar fjölskyldur. Allt er þetta í takt við fjölskylduvænar áherslur og að fjárfesta í fólki. Það er nefnilega skynsamlegt að búa fyrirtækjum traust umhverfi og um leið að létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera. Við í Framsókn vinnum í skynsömum lausnum sem þessum. Lausnir og framfarir sem fólk finnur fyrir. Við viljum halda áfram Við í Framsókn viljum halda áfram á þessari vegferð þar sem fjárfest er í fólki og atvinnulífinu. Þetta hefur flokkurinn gert í sveitarstjórnarmálum og á Alþingi í áratugi. Flokkurinn hefur boðað áherslur í þágu eldra fólks, lítilla- og meðalstórra fyrirtækja, barnafólks o.fl. Við náum ekki árangri með öfgafullum leiðum til vinstri eða hægri. Framsókn hefur náð árangri í fjölda ára með skynsömum lausnum á miðjunni. Framtíðin ræðst einmitt á miðjunni, og þar viljum við vera. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Hafnarfjörður Suðvesturkjördæmi Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Framsókn vann þetta kjörtímabil í anda samvinnu og skynsamlegra lausna, og við þurfum að halda því áfram á næsta kjörtímabili. Við þurfum að halda áfram að fjárfesta í fólki og búa atvinnulífinu og fyrirtækjum slíkt umhverfi að þau geti tekist á við krefjandi verkefni. Það þarf að auka verðmætasköpun og fyrirtækin þurfa að geta fjárfest í tækjum og tólum til þess að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til vinnu. Saman mun þetta auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu, öllum til góðs. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar; góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnanna og blómlegs menningarlífs. Svona vinnum við Hér í Hafnarfirði sjáum við hversu mikilvægt öflugt og gott atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Í upphafi þessa kjörtímabils var álagningastuðull fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði lækkaður úr 1,57% í 1,40%, og var það liður í því að létta undir með atvinnulífinu hér í bæ og skapa því aðlaðandi starfsumhverfi, bæði fyrir rótgróin og traust fyrirtæki sem og nýja aðila sem hingað vilja koma. Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar byggjast hratt upp. Auk þess að styðja vel við atvinnulífið var systkinaafsláttur á leikskólagjöldum aukinn til muna og nýjum systkinaafslætti komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. Aukinn systkinaafsláttur og hærri frístundastyrkur dregur úr útgjöldum barnafjölskyldna í bæjarfélaginu og er kærkomin kjarabót fyrir barnmargar fjölskyldur. Allt er þetta í takt við fjölskylduvænar áherslur og að fjárfesta í fólki. Það er nefnilega skynsamlegt að búa fyrirtækjum traust umhverfi og um leið að létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera. Við í Framsókn vinnum í skynsömum lausnum sem þessum. Lausnir og framfarir sem fólk finnur fyrir. Við viljum halda áfram Við í Framsókn viljum halda áfram á þessari vegferð þar sem fjárfest er í fólki og atvinnulífinu. Þetta hefur flokkurinn gert í sveitarstjórnarmálum og á Alþingi í áratugi. Flokkurinn hefur boðað áherslur í þágu eldra fólks, lítilla- og meðalstórra fyrirtækja, barnafólks o.fl. Við náum ekki árangri með öfgafullum leiðum til vinstri eða hægri. Framsókn hefur náð árangri í fjölda ára með skynsömum lausnum á miðjunni. Framtíðin ræðst einmitt á miðjunni, og þar viljum við vera. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar