„Píratar………………….tómt kjaftæði“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 22. september 2021 08:16 Í umræðu um fjármálaáætlun flutti fulltrúi Pírata langa og stirðlega ræðu sem var að meirihluta til um form en ekki efni. Að vanda hafði Píratinn uppi miklar athugasemdir um vinnubrögð þingsins en engar leiðir til úrbóta. Í umræðunn var þingmaðurinn þráspurður um hvers vegna fólk ætti yfirhöfuð að kjósa Pírata. Eftir japl og jaml stundi þingmaðurinn upp að: ,, Kjósendur Pírata kjósa þá til að gera hlutina rétt, númer eitt, tvö og þrjú, að gera hlutina rétt.“ Í ljós hefur komið margoft að Píratar standa ekki undir þessari meintu kröfu kjósenda sinna. Ríkisendurskoðandi gerði t.a.m. verulegar athugasemdir við bókhald Pírataflokksins fyrir árið 2019 eins og hér segir: ,,Í áritun skoðunarmanna ársreiknings Pírata segir að án þess að gera fyrirvara við reikninginn vilji þeir vekja athygli á að það vanti „reikninga samtals að fjárhæð 1.300.000 að baki bókfærðum útgjöldum.“ Þó flestar fjárhæðirnar séu mjög lágar og ljóst sé af öðrum gögnum hvað stendur að baki, þá viljum vil láta í ljós álit okkar að leggja þurfi á herslu á að tryggja það, að reikningar séu að baki öllum bókfærðum útgjöldum.“ Að auki var áhyggjum lýst vegna þess hve hátt hlutfall ríkisstyrkja fór til rekstrar en ekki uppbyggingar. Minna má á að Reykjavíkurborg hvar Píratar koma að stjórn hefur ítrekað verið gerð afturreka vegna brota á útboðsreglum auk þess að lög voru brotin í braggamálinu svokallaða án þess að kjörnir fulltrúar virðist hafa dregið nokkurn lærdóm þar af. Þar eru Píratar sannanlega ekki að gera ,,hlutina rétt númer eitt tvö og þrjú.“ Í aðdraganda kosninga nú birti flokkurinn síðan tillögur að breyttri skattheimtu. Þar kom í ljós að skekkja var í útreikningum Pírata svo nam tugum milljarða. Var þetta hið vandræðalegasta fyrir Pírata sem að venju skelltu skuldina á aðra. Einn þingmaður þeirra fjarlægði færslur þessu tengdar eftir að bent var á mistökin. En hafandi í huga að ,,Píratar gera allt rétt“ var skekkjan leiðrétt um hæl……með boðun hærri skattheimtu. Það er auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé. Það sem ætti að setja hroll að fólki er að einn þingmaður Pírata hefur augastað á sæti fjármálaráðherra að loknum kosningum. Svo vitnað sé í orð Séra Sigvalda í leikritinu Manni og konu: „Ætli það sé ekki mál til komið að fara að biðja guð að hjálpa sér.“ Eitt atriði verður að nefna í viðbót. Píratar gegna forystu í einni þingefnd stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Forysta þeirra gekk framan af út á að auglýsa þáverandi forystu nefndarinnar með ýmsum upphlaupum. Seinni hluti forystunnar hefur hins vegar einkennst af óttablandinni virðingu fyrir valdi. Forysta Pírata í nefndinni hefur sofið á spillingarverðinum. Þannig hefur forystan ekki stigið nein skref til þess að aflétta leyndarhjúp um málefni Lindarhvols svo dæmi sé nefnt. Það fyrirtæki var sett á fót til að koma eignum sem féllu til við stöðugleikasamkomulag við slitabú föllnu bankanna í verð. Allur sá ferill er í besta falli tortryggilegur og reynt hefur verið að slá leyndarhjúp um málið af hálfu meirihluta forsætisnefndar Alþingis undir stjórn forseta þingsins. Um það efni verður fjallað sérstaklega í annarri grein. Kosningabarátta Pírata gengur út á að þeir líði ,,ekkert kjaftæði.“ Sú staðhæfing stenst ekki heldur. Kjósandi góður! Ef þú vilt að atkvæði þitt gangi til flokks sem gerir hlutina rétt eru Píratar ekki valkostur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað er friður? Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er friður? skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um fjármálaáætlun flutti fulltrúi Pírata langa og stirðlega ræðu sem var að meirihluta til um form en ekki efni. Að vanda hafði Píratinn uppi miklar athugasemdir um vinnubrögð þingsins en engar leiðir til úrbóta. Í umræðunn var þingmaðurinn þráspurður um hvers vegna fólk ætti yfirhöfuð að kjósa Pírata. Eftir japl og jaml stundi þingmaðurinn upp að: ,, Kjósendur Pírata kjósa þá til að gera hlutina rétt, númer eitt, tvö og þrjú, að gera hlutina rétt.“ Í ljós hefur komið margoft að Píratar standa ekki undir þessari meintu kröfu kjósenda sinna. Ríkisendurskoðandi gerði t.a.m. verulegar athugasemdir við bókhald Pírataflokksins fyrir árið 2019 eins og hér segir: ,,Í áritun skoðunarmanna ársreiknings Pírata segir að án þess að gera fyrirvara við reikninginn vilji þeir vekja athygli á að það vanti „reikninga samtals að fjárhæð 1.300.000 að baki bókfærðum útgjöldum.“ Þó flestar fjárhæðirnar séu mjög lágar og ljóst sé af öðrum gögnum hvað stendur að baki, þá viljum vil láta í ljós álit okkar að leggja þurfi á herslu á að tryggja það, að reikningar séu að baki öllum bókfærðum útgjöldum.“ Að auki var áhyggjum lýst vegna þess hve hátt hlutfall ríkisstyrkja fór til rekstrar en ekki uppbyggingar. Minna má á að Reykjavíkurborg hvar Píratar koma að stjórn hefur ítrekað verið gerð afturreka vegna brota á útboðsreglum auk þess að lög voru brotin í braggamálinu svokallaða án þess að kjörnir fulltrúar virðist hafa dregið nokkurn lærdóm þar af. Þar eru Píratar sannanlega ekki að gera ,,hlutina rétt númer eitt tvö og þrjú.“ Í aðdraganda kosninga nú birti flokkurinn síðan tillögur að breyttri skattheimtu. Þar kom í ljós að skekkja var í útreikningum Pírata svo nam tugum milljarða. Var þetta hið vandræðalegasta fyrir Pírata sem að venju skelltu skuldina á aðra. Einn þingmaður þeirra fjarlægði færslur þessu tengdar eftir að bent var á mistökin. En hafandi í huga að ,,Píratar gera allt rétt“ var skekkjan leiðrétt um hæl……með boðun hærri skattheimtu. Það er auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé. Það sem ætti að setja hroll að fólki er að einn þingmaður Pírata hefur augastað á sæti fjármálaráðherra að loknum kosningum. Svo vitnað sé í orð Séra Sigvalda í leikritinu Manni og konu: „Ætli það sé ekki mál til komið að fara að biðja guð að hjálpa sér.“ Eitt atriði verður að nefna í viðbót. Píratar gegna forystu í einni þingefnd stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Forysta þeirra gekk framan af út á að auglýsa þáverandi forystu nefndarinnar með ýmsum upphlaupum. Seinni hluti forystunnar hefur hins vegar einkennst af óttablandinni virðingu fyrir valdi. Forysta Pírata í nefndinni hefur sofið á spillingarverðinum. Þannig hefur forystan ekki stigið nein skref til þess að aflétta leyndarhjúp um málefni Lindarhvols svo dæmi sé nefnt. Það fyrirtæki var sett á fót til að koma eignum sem féllu til við stöðugleikasamkomulag við slitabú föllnu bankanna í verð. Allur sá ferill er í besta falli tortryggilegur og reynt hefur verið að slá leyndarhjúp um málið af hálfu meirihluta forsætisnefndar Alþingis undir stjórn forseta þingsins. Um það efni verður fjallað sérstaklega í annarri grein. Kosningabarátta Pírata gengur út á að þeir líði ,,ekkert kjaftæði.“ Sú staðhæfing stenst ekki heldur. Kjósandi góður! Ef þú vilt að atkvæði þitt gangi til flokks sem gerir hlutina rétt eru Píratar ekki valkostur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun