Fjölbreyttir skólar Reykjavíkur þurfa að bjóða fjölbreytta þjónustu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. september 2021 11:01 Nú er tilbúið nýtt úthlutunarlíkan grunnskóla Reykjavíkur, sem heitir Edda sem stýrir því hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla. Líkanið er stórt framfaraskref í menntamálum borgarinnar og mikið fagnaðarefni. Bakhópur skólastjóra fylgdist með þróun líkansins, frá því verkefnið hófst í mars 2019 og var það kynnt fyrir öllum skólastjórum grunnskóla Reykjavíkur í ágúst. Allt of lengi höfum við búið við plástrað líkan, sem mætir ekki þörfum skólanna. Þetta höfum við t.d. séð á rekstraruppgjörum skólanna. Innri endurskoðun benti á þetta sumarið 2019, eftir að vinna okkar við nýtt líkan hófst. Þetta höfum við líka heyrt frá skólastjórnendum og skólaumhverfinu. Á þetta hlustuðum við og fórum í stórt átak til að betrumbæta úthlutunarlíkanið, með aðkomu skólastjórnenda. Aukum faglegt frelsi skólastjórnenda Edda snýst um að auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og jafnræði á milli skóla og hverfa borgarinnar. Það eru mörg nýmælin í Eddu, sem munu fyrst og fremst efla faglegt frelsi og ábyrgð skólastjórnenda. En einnig taka tillit til mismunandi félagslegra og lýðfræðilegra þátta hvers skóla við úthlutun fjármagns. Með því drögum við úr aðstöðumun á milli skóla. Og börnin í skólunum munu græða. Fjölbreyttari hópur fagfólks í grunnskólana Börnin í skólunum munu líka græða á því að skólar fá aukið rými til að ráða fagfólk sem ekki eru kennarar til að styðja við starfið í skólunum. Það geta verið sálfræðingar, þroskaþjálfar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar eða aðrir sérfræðingar. Allt eftir áherslum og þörfum hvers skóla. Eftir því sem fleiri börn þurfa stuðning í skólanum, því fleiri fagaðila verður hægt að ráða. Þessari breytingu fagna ég mjög, enda er hún í samræmi við stefnu Viðreisnar í menntamálum um að leggja áherslu á þverfaglegt samstarf innan skóla. Við viljum mæta þörfum nemenda með teymisstarfi fagfólks á sviðum velferðar, heilbrigðis og skóla ef því sem þurfa þykir. Þó svo að kennarar séu frábært fagfólk, geta þeir ekki verið fagfólk á öllum sviðum og því telum við rétt að fjölga starfsstéttum innan skólanna. Skólarnir munu geta brugðist við sínu félagslega umhverfi og þannig þróast í mismunandi áttir, með mismunandi sérfræðinga sem hæfa þeirra umhverfi og óskum skólastjórnenda. Aukin rekstrarleg ábyrgð skólastjórnenda Úthlutunarlíkanið tekur mið menntastefnu Reykjavíkurborgar, lögum um grunnskóla og aðalnámskrá, þ.m.t. viðmiðunarstundarskrá og raunkostnaði við rekstur skólana á árunum 2017-2019. Niðurstaðan er líkan með vel skilgreindum og skýrum forsendum fyrir alla skóla, sem á að ná fram bæði rekstrarlegri og faglegri bestun. Líkaninu fylgir líka aukin ábyrgð skólastjórnenda um að starf skólans sé innan fjárheimilda hverju sinni. Til þess mun skólastjóri fá stuðning frá rekstrarstjóra og ef þörf krefur fjármálaráðgjöfum og fjármálastjóra skóla- og frístundasviðs. Krafa verður gerð um frávikaskýrslur og tímasettar úrbótaáætlanir, ef rekstur er umfram fjárheimildir. Ef um verulegan rekstrarvanda er að ræða verður um aukinn stuðning að ræða. Næsta skref verður svo síðar á árinu í borgarráði, þegar við ræðum fjármagnið sem fer í þetta líkan og hversu mikið við þurfum að bæta við í rekstur skóla. En líkanið sjálft, sem gæta þarf að verði ekki að sama flækjustigi og það úthlutunarlíkanið sem við erum að hverfa frá, eru mikilvæg tímamót í allri fjármálalegri umgjörð grunnskóla Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú er tilbúið nýtt úthlutunarlíkan grunnskóla Reykjavíkur, sem heitir Edda sem stýrir því hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla. Líkanið er stórt framfaraskref í menntamálum borgarinnar og mikið fagnaðarefni. Bakhópur skólastjóra fylgdist með þróun líkansins, frá því verkefnið hófst í mars 2019 og var það kynnt fyrir öllum skólastjórum grunnskóla Reykjavíkur í ágúst. Allt of lengi höfum við búið við plástrað líkan, sem mætir ekki þörfum skólanna. Þetta höfum við t.d. séð á rekstraruppgjörum skólanna. Innri endurskoðun benti á þetta sumarið 2019, eftir að vinna okkar við nýtt líkan hófst. Þetta höfum við líka heyrt frá skólastjórnendum og skólaumhverfinu. Á þetta hlustuðum við og fórum í stórt átak til að betrumbæta úthlutunarlíkanið, með aðkomu skólastjórnenda. Aukum faglegt frelsi skólastjórnenda Edda snýst um að auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og jafnræði á milli skóla og hverfa borgarinnar. Það eru mörg nýmælin í Eddu, sem munu fyrst og fremst efla faglegt frelsi og ábyrgð skólastjórnenda. En einnig taka tillit til mismunandi félagslegra og lýðfræðilegra þátta hvers skóla við úthlutun fjármagns. Með því drögum við úr aðstöðumun á milli skóla. Og börnin í skólunum munu græða. Fjölbreyttari hópur fagfólks í grunnskólana Börnin í skólunum munu líka græða á því að skólar fá aukið rými til að ráða fagfólk sem ekki eru kennarar til að styðja við starfið í skólunum. Það geta verið sálfræðingar, þroskaþjálfar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar eða aðrir sérfræðingar. Allt eftir áherslum og þörfum hvers skóla. Eftir því sem fleiri börn þurfa stuðning í skólanum, því fleiri fagaðila verður hægt að ráða. Þessari breytingu fagna ég mjög, enda er hún í samræmi við stefnu Viðreisnar í menntamálum um að leggja áherslu á þverfaglegt samstarf innan skóla. Við viljum mæta þörfum nemenda með teymisstarfi fagfólks á sviðum velferðar, heilbrigðis og skóla ef því sem þurfa þykir. Þó svo að kennarar séu frábært fagfólk, geta þeir ekki verið fagfólk á öllum sviðum og því telum við rétt að fjölga starfsstéttum innan skólanna. Skólarnir munu geta brugðist við sínu félagslega umhverfi og þannig þróast í mismunandi áttir, með mismunandi sérfræðinga sem hæfa þeirra umhverfi og óskum skólastjórnenda. Aukin rekstrarleg ábyrgð skólastjórnenda Úthlutunarlíkanið tekur mið menntastefnu Reykjavíkurborgar, lögum um grunnskóla og aðalnámskrá, þ.m.t. viðmiðunarstundarskrá og raunkostnaði við rekstur skólana á árunum 2017-2019. Niðurstaðan er líkan með vel skilgreindum og skýrum forsendum fyrir alla skóla, sem á að ná fram bæði rekstrarlegri og faglegri bestun. Líkaninu fylgir líka aukin ábyrgð skólastjórnenda um að starf skólans sé innan fjárheimilda hverju sinni. Til þess mun skólastjóri fá stuðning frá rekstrarstjóra og ef þörf krefur fjármálaráðgjöfum og fjármálastjóra skóla- og frístundasviðs. Krafa verður gerð um frávikaskýrslur og tímasettar úrbótaáætlanir, ef rekstur er umfram fjárheimildir. Ef um verulegan rekstrarvanda er að ræða verður um aukinn stuðning að ræða. Næsta skref verður svo síðar á árinu í borgarráði, þegar við ræðum fjármagnið sem fer í þetta líkan og hversu mikið við þurfum að bæta við í rekstur skóla. En líkanið sjálft, sem gæta þarf að verði ekki að sama flækjustigi og það úthlutunarlíkanið sem við erum að hverfa frá, eru mikilvæg tímamót í allri fjármálalegri umgjörð grunnskóla Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar