Þjóðarhöllin rísi Ásmundur Einar Daðason, Lilja D. Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson skrifa 22. september 2021 11:31 Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. Þar er gólfflötur of lítill, rými fyrir áhorfendur og íþróttafólk of smátt og aukarými fyrir ýmsa þjónustu ekki til staðar. Uppbygging á bæði nýrri höll og velli hefur verið til umræðu í fjölda ára, en erfitt hefur reynst að koma málinu af umræðustigi milli ríkis og borgar. Nú horfir hins vegar til betri vegar, því loksins liggur fyrir tillaga með vandaðri þarfagreiningu og mati á bæði stofn- og rekstrarkostnaði vegna nýrrar þjóðarhallar fyrir inniíþróttir. Heiðurinn af þeirri tillögu á starfshópur sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði, með fulltrúm margra af helstu hagaðilum. Hús sem iðar af lífi Tæknilega er hægt að ráðast í breytingar á fyrirliggjandi húsnæði fyrir einstaka viðburði til að uppfylla kröfur, en slíkt er mjög kostnaðarsamt og getur ekki talist framtíðarlausn í neinu tilliti. Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur! Slík þjóðarhöll þarf að standa undir nafni og iða af lífi, frá morgni til kvölds. Við sjáum fyrir okkur fjölnotahús, sem gæti hýst stóra tónlistar- og menningarviðburði, rafíþróttamót, margvíslega æskulýðsstarfsemi og verið þungamiðjan í lýðheilsustarfi landans. Hún á að vera miðpunkturinn í íþróttastarfi þjóðarinnar, reglulegur áfangastaður fjölskyldna og íþróttafólks og laða til sín unga sem aldna. Hún ætti jafnframt að samnýtast með nýjum útileikvangi, en áætlanir um byggingu knattspyrnuleikvangs eru líka langt á veg komnar. Tíminn er núna Starfshópurinn leggur til tvo kosti; annars vegar hús fyrir 5000 áhorfendur og hins vegar hús fyrir 8600 áhorfendur. Grunnur að rekstraráætlun fyrir báða kostina liggur fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að taka stökkið, enda er tími innviðafjárfestinga runninn upp. Eftir mikla yfirlegu er lagt til að Þjóðarhöllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík þar sem fyrir er miðstöð íslensks íþróttalífs og samgöngur góðar. Framundan er að tryggja fjármögnun, ráðast í hönnun og grípa skófluna og byggja framtíðarleikvanga fyrir landslið Íslendinga. Ef við ætlum áfram að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsvísu verðum við að bæta úr aðstöðumálum, annars er raunveruleg hætta á að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum. Nú er komið að því að bretta upp ermarnar og klára þetta mál sem hefur allt of lengi fengið að mara í hálfu kafi. Við Íslendingar höfum átt okkur þann draum um áratugaskeið að byggja þjóðarleikvanga fyrir íþróttastarf í landinu. Nú er stór hluti undirbúningsvinnunnar kominn vel á veg og hægt er að taka næstu skref. Alþjóðasambönd hafa þegar gefið okkur gula spjaldið vegna aðstöðuleysis, og ef ekkert verður að gert gæti það rauða fylgt í kjölfarið. Tryggjum að svo verði ekki. Höfundar eru frambjóðendur Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Ásmundur Einar Daðason Lilja Alfreðsdóttir Willum Þór Þórsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. Þar er gólfflötur of lítill, rými fyrir áhorfendur og íþróttafólk of smátt og aukarými fyrir ýmsa þjónustu ekki til staðar. Uppbygging á bæði nýrri höll og velli hefur verið til umræðu í fjölda ára, en erfitt hefur reynst að koma málinu af umræðustigi milli ríkis og borgar. Nú horfir hins vegar til betri vegar, því loksins liggur fyrir tillaga með vandaðri þarfagreiningu og mati á bæði stofn- og rekstrarkostnaði vegna nýrrar þjóðarhallar fyrir inniíþróttir. Heiðurinn af þeirri tillögu á starfshópur sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði, með fulltrúm margra af helstu hagaðilum. Hús sem iðar af lífi Tæknilega er hægt að ráðast í breytingar á fyrirliggjandi húsnæði fyrir einstaka viðburði til að uppfylla kröfur, en slíkt er mjög kostnaðarsamt og getur ekki talist framtíðarlausn í neinu tilliti. Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur! Slík þjóðarhöll þarf að standa undir nafni og iða af lífi, frá morgni til kvölds. Við sjáum fyrir okkur fjölnotahús, sem gæti hýst stóra tónlistar- og menningarviðburði, rafíþróttamót, margvíslega æskulýðsstarfsemi og verið þungamiðjan í lýðheilsustarfi landans. Hún á að vera miðpunkturinn í íþróttastarfi þjóðarinnar, reglulegur áfangastaður fjölskyldna og íþróttafólks og laða til sín unga sem aldna. Hún ætti jafnframt að samnýtast með nýjum útileikvangi, en áætlanir um byggingu knattspyrnuleikvangs eru líka langt á veg komnar. Tíminn er núna Starfshópurinn leggur til tvo kosti; annars vegar hús fyrir 5000 áhorfendur og hins vegar hús fyrir 8600 áhorfendur. Grunnur að rekstraráætlun fyrir báða kostina liggur fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að taka stökkið, enda er tími innviðafjárfestinga runninn upp. Eftir mikla yfirlegu er lagt til að Þjóðarhöllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík þar sem fyrir er miðstöð íslensks íþróttalífs og samgöngur góðar. Framundan er að tryggja fjármögnun, ráðast í hönnun og grípa skófluna og byggja framtíðarleikvanga fyrir landslið Íslendinga. Ef við ætlum áfram að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsvísu verðum við að bæta úr aðstöðumálum, annars er raunveruleg hætta á að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum. Nú er komið að því að bretta upp ermarnar og klára þetta mál sem hefur allt of lengi fengið að mara í hálfu kafi. Við Íslendingar höfum átt okkur þann draum um áratugaskeið að byggja þjóðarleikvanga fyrir íþróttastarf í landinu. Nú er stór hluti undirbúningsvinnunnar kominn vel á veg og hægt er að taka næstu skref. Alþjóðasambönd hafa þegar gefið okkur gula spjaldið vegna aðstöðuleysis, og ef ekkert verður að gert gæti það rauða fylgt í kjölfarið. Tryggjum að svo verði ekki. Höfundar eru frambjóðendur Framsóknarflokksins.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar