Sigur í sjónmáli Elín Íris Fanndal skrifar 22. september 2021 14:15 Ágæti kjósandi! Nú er örstutt í kosningar. Ég finn að það er eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir þau sem hafa beðið alltof lengi eftir bættum hag. Sanngirnis- og réttlætisskúta Flokks fólksins siglir seglum þöndum í blússandi meðbyr öfugt við það sem skoðanakannanir bentu til í upphafi. Það bætist hratt við áhöfn hennar sem er frábært því plássið er ótakmarkað. Við gætum verið á lokametrunum í átt að betra og sanngjarnara samfélagi. Ef Flokkur fólksins fær traust umboð kjósenda þá munu efnaminni, öryrkjar, fatlaðir og eldri borgarar finna á borði, ekki einungis í orði, umtalsverðar umbætur á lífskjörum sínum. Réttlætið getur sigrað! Við viljum kveðja samfélag sem mismunar þjóðfélagsþegnum sínum eftir efnahag og sýnir þeim forkastanlega lítilsvirðingu með hunsun og tómlæti. Samfélag þar sem stjórnmálamenn missa skyndilega minnið um leið og kosningum lýkur og gleyma öllum sínum fögru loforðum. Við í Flokki fólksins skilgreinum okkur hvorki til vinstri né hægri heldur einbeitum okkur að ört stækkandi hópi þeirra sem líða skort á einn eða annan hátt í okkar forríka samfélagi. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna! Af hverju er þessi meðbyr nú með Flokki fólksins? Við Íslendingar erum að mínu mati að hrökkva upp með andfælum af martröð sem hefur til þessa, gert spilltu ríkisvaldi auðveldara að breikka markvisst bilið á milli ómældrar fátæktar og óhóflegs ríkidæmis. Við höfum fengið nóg og við vitum að við eigum betra skilið, þessi litla en harðduglega þjóð. Það er nóg til handa öllum og okkur ber siðferðisleg skylda til að sjá til þess að allir þegnar óháð efnahag fái sanngjarna sneið af auðlindakökunni. Ekki bara fáir útvaldir! Okkur sem erum komin yfir miðjan aldur er orðið ljóst að margra okkar mun ekki bíða áhyggjulaust ævikvöld eftir langa starfsævi – nema gripið sé í taumana. Þau okkar sem fóru illa út úr efnahagshruninu munu enn skulda verðtryggð lán þegar við komumst á eftirlaunaaldur, missum heilsuna eða þurfum að hætta að vinna af öðrum ástæðum. Við kvíðum framtíð okkar, það er óásættanlegt að þurfa að kvíða framtíð sinni komin yfir miðjan aldur þegar möguleikar til þess að geta unnið fyrir sér minnka með hverju árinu sem líður og hækkandi skuldir vofa yfir okkur sem mara. Þessu vill Flokkur fólksins breyta, við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi! Eldri borgarar þessa lands líða margir hverjir skort vegna langvarandi áhugaleysis og vanvirðingar stjórnvalda í þeirra garð. Þeir eru nú taldir “vandamál” og áhugi verið afar takmarkaður til að leysa þann vanda, enda skilar það auðvaldinu ekki veraldlegum arði, að ekki sé minnst á marglofaðan stöðugleikann sem gæti raskast. Þess vegna nýtur Flokkur fólksins meðbyrs. Við stöndum saman og erum að brjóta niður múra óréttlætis sem hingað til hafa talist óbrjótanlegir. Með þínum stuðningi halda okkur engin bönd, við þorum, getum og viljum fyrir þig! Með kærri kveðju og þökk. Höfundur skipar þriðja sæti Flokks fólksins á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ágæti kjósandi! Nú er örstutt í kosningar. Ég finn að það er eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir þau sem hafa beðið alltof lengi eftir bættum hag. Sanngirnis- og réttlætisskúta Flokks fólksins siglir seglum þöndum í blússandi meðbyr öfugt við það sem skoðanakannanir bentu til í upphafi. Það bætist hratt við áhöfn hennar sem er frábært því plássið er ótakmarkað. Við gætum verið á lokametrunum í átt að betra og sanngjarnara samfélagi. Ef Flokkur fólksins fær traust umboð kjósenda þá munu efnaminni, öryrkjar, fatlaðir og eldri borgarar finna á borði, ekki einungis í orði, umtalsverðar umbætur á lífskjörum sínum. Réttlætið getur sigrað! Við viljum kveðja samfélag sem mismunar þjóðfélagsþegnum sínum eftir efnahag og sýnir þeim forkastanlega lítilsvirðingu með hunsun og tómlæti. Samfélag þar sem stjórnmálamenn missa skyndilega minnið um leið og kosningum lýkur og gleyma öllum sínum fögru loforðum. Við í Flokki fólksins skilgreinum okkur hvorki til vinstri né hægri heldur einbeitum okkur að ört stækkandi hópi þeirra sem líða skort á einn eða annan hátt í okkar forríka samfélagi. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna! Af hverju er þessi meðbyr nú með Flokki fólksins? Við Íslendingar erum að mínu mati að hrökkva upp með andfælum af martröð sem hefur til þessa, gert spilltu ríkisvaldi auðveldara að breikka markvisst bilið á milli ómældrar fátæktar og óhóflegs ríkidæmis. Við höfum fengið nóg og við vitum að við eigum betra skilið, þessi litla en harðduglega þjóð. Það er nóg til handa öllum og okkur ber siðferðisleg skylda til að sjá til þess að allir þegnar óháð efnahag fái sanngjarna sneið af auðlindakökunni. Ekki bara fáir útvaldir! Okkur sem erum komin yfir miðjan aldur er orðið ljóst að margra okkar mun ekki bíða áhyggjulaust ævikvöld eftir langa starfsævi – nema gripið sé í taumana. Þau okkar sem fóru illa út úr efnahagshruninu munu enn skulda verðtryggð lán þegar við komumst á eftirlaunaaldur, missum heilsuna eða þurfum að hætta að vinna af öðrum ástæðum. Við kvíðum framtíð okkar, það er óásættanlegt að þurfa að kvíða framtíð sinni komin yfir miðjan aldur þegar möguleikar til þess að geta unnið fyrir sér minnka með hverju árinu sem líður og hækkandi skuldir vofa yfir okkur sem mara. Þessu vill Flokkur fólksins breyta, við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi! Eldri borgarar þessa lands líða margir hverjir skort vegna langvarandi áhugaleysis og vanvirðingar stjórnvalda í þeirra garð. Þeir eru nú taldir “vandamál” og áhugi verið afar takmarkaður til að leysa þann vanda, enda skilar það auðvaldinu ekki veraldlegum arði, að ekki sé minnst á marglofaðan stöðugleikann sem gæti raskast. Þess vegna nýtur Flokkur fólksins meðbyrs. Við stöndum saman og erum að brjóta niður múra óréttlætis sem hingað til hafa talist óbrjótanlegir. Með þínum stuðningi halda okkur engin bönd, við þorum, getum og viljum fyrir þig! Með kærri kveðju og þökk. Höfundur skipar þriðja sæti Flokks fólksins á Suðurlandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun