Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að bíllinn hafi verið í nokkurn tíma á svæðinu. Því hafi verið óskað eftir aðstoð björgunarsveita til að grennslast fyrir um mannaferðir í Landmannalaugum.
Leitarhópar voru kallaðir út skömmu fyrir hádegi. Eins og áður segir fara um þrjátíu manns til leitarinnar en Davíð segir að fjölgað gæti í hópnum þegar líður á daginn.