Skoðun

Er ekki bara best að kjósa Fram­sókn?

Guðni Ágústsson skrifar

Einhver besti „hittarinn“ í þessari kosningabaráttu er slagorð Framsóknar. Hvar sem ég fer kann fólk það og fer með það við næsta mann. Mér finnst eins og ég heyri rödd Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherrans ástsæla, segja „er ekki bara best að kjósa Framsókn?”. Og slagorðið hittir beint í hjartað.

En þessu hógværa slagorði fylgir miklu meiri alvara því ráðherrar flokksins, Sigurður Ingi formaður og þau Lilja Dögg, mennta- og menningarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, eru öll vinsæl og afkastamikil hvert á sínu sviði í ríkisstjórninni. Samgöngurnar eru á flugi og ferð og landsmenn hafa aldrei séð jafn mörg brýn verkefni komin í framkvæmd. Sigurður Ingi er maður sátta og sagður límið í ríkisstjórninni. Lilja Dögg hefur bylt mörgu í menntakerfinu sem snýr að unga fólkinu okkar, menntun og menningu. Ásmundur Einar Daðason hefur með hugsjónaeldi gengið til móts við börnin sem hafa átt erfiða æsku. Hann fer í fyrirbyggjandi starf með ráðuneytið sitt og samstarf við þúsund aðila mannslífum til bjargar.

Nú fylgir Framsókn mikilvægasta orðið og fallegasta: Traust. Rödd skynseminnar kallar nú til þín kjósandi góður. Við skulum ekki vakna upp á sunnudagsnótt við það að Ásmundur Einar eða Lilja Dögg hafi ekki náð kjöri, hér í Reykjavík. Kjósum Ásmund Einar og Lilju Dögg. Kjósum traust fólk. XB.

Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknar og ráðherra.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×