Af hverju er ég í Sjálfstæðisflokknum? Elsa B. Valsdóttir skrifar 23. september 2021 08:45 Miðaldra kona í úthverfi sem hjólar í vinnuna, drekkur kombucha, reynir að halda kjötneyslu og plastnotkun í lágmarki, hefur efasemdir um laxeldi í sjó og telur sig vera feminista getur ekki átt neina samleið með Sjálfstæðisflokknum, er það? Ef við bætum við að hún sé læknir sem starfar í heilbrigðiskerfinu og þekkir því raunir þess frá fyrstu hendi þá hlýtur þetta að vera útrætt mál því í Sjálfstæðisflokknum er alltaf bara verið að tala um peninga en ekki fólk, ekki satt? Samt hefur þessi kona (ég semsagt) starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin 30 ár og unir sér bara vel. Af hverju er það? Peningar eru undirstaða velferðar Það er rosalega auðvelt að segjast vilja gera allt fyrir alla. Öll viljum við öflugt heilbrigðiskerfi, sterkt menntakerfi, trygga afkomu eldri borgara og lífsgæði fyrir öryrkja. Þetta kostar hins vegar allt peninga og meira að segja rosalega mikið af peningum. Það er því stærsta velferðarmál þjóðarinnar að ríkissjóður sé rekinn án halla, að lántökum og þar með vaxtagreiðslum af lánum ríkissjóðs sé haldið í lágmarki og að fyrirtækjunum í landinu sé skapað rekstarumhverfi sem er stöðugt og sanngjarnt. Hallarekstur ríkissjóðs þýðir ekkert annað en að kostnaðinum við velferð dagsins í dag er velt yfir á komandi kynslóðir. Hver króna sem fer í að borga niður lán er króna sem ekki fer í heilbrigðiskerfið eða önnur góð mál, þetta þekkja allir sem eru sjálfir að borga vexti af sínum eigin lánum. Fyrirtæki sem berst í bökkum er fyrirtæki sem ekki getur borgað skatta eða greitt starfsmönnum sínum mannsæmandi laun - án öflugra fyrirtækja verður engin verðmætasköpun eða atvinna, ríkið býr ekki til nein verðmæti, það gera fyrirtækin og fólkið í landinu. Að tala um peninga þarf nefninlega að koma á undan því að tala um fólk því án peninga gerir enginn neitt fyrir neinn. Skattheimta í hófi, lágir vextir og skynsamleg nýting skattfés eru umræðuefni sem fáir nenna að hlusta á og þykja jafnvel merki um kaldlyndi en eru engu að síður grunnurinn að því velferðarþjóðfélagi sem við viljum búa í. Höfundur er skurðlæknir og skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Miðaldra kona í úthverfi sem hjólar í vinnuna, drekkur kombucha, reynir að halda kjötneyslu og plastnotkun í lágmarki, hefur efasemdir um laxeldi í sjó og telur sig vera feminista getur ekki átt neina samleið með Sjálfstæðisflokknum, er það? Ef við bætum við að hún sé læknir sem starfar í heilbrigðiskerfinu og þekkir því raunir þess frá fyrstu hendi þá hlýtur þetta að vera útrætt mál því í Sjálfstæðisflokknum er alltaf bara verið að tala um peninga en ekki fólk, ekki satt? Samt hefur þessi kona (ég semsagt) starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin 30 ár og unir sér bara vel. Af hverju er það? Peningar eru undirstaða velferðar Það er rosalega auðvelt að segjast vilja gera allt fyrir alla. Öll viljum við öflugt heilbrigðiskerfi, sterkt menntakerfi, trygga afkomu eldri borgara og lífsgæði fyrir öryrkja. Þetta kostar hins vegar allt peninga og meira að segja rosalega mikið af peningum. Það er því stærsta velferðarmál þjóðarinnar að ríkissjóður sé rekinn án halla, að lántökum og þar með vaxtagreiðslum af lánum ríkissjóðs sé haldið í lágmarki og að fyrirtækjunum í landinu sé skapað rekstarumhverfi sem er stöðugt og sanngjarnt. Hallarekstur ríkissjóðs þýðir ekkert annað en að kostnaðinum við velferð dagsins í dag er velt yfir á komandi kynslóðir. Hver króna sem fer í að borga niður lán er króna sem ekki fer í heilbrigðiskerfið eða önnur góð mál, þetta þekkja allir sem eru sjálfir að borga vexti af sínum eigin lánum. Fyrirtæki sem berst í bökkum er fyrirtæki sem ekki getur borgað skatta eða greitt starfsmönnum sínum mannsæmandi laun - án öflugra fyrirtækja verður engin verðmætasköpun eða atvinna, ríkið býr ekki til nein verðmæti, það gera fyrirtækin og fólkið í landinu. Að tala um peninga þarf nefninlega að koma á undan því að tala um fólk því án peninga gerir enginn neitt fyrir neinn. Skattheimta í hófi, lágir vextir og skynsamleg nýting skattfés eru umræðuefni sem fáir nenna að hlusta á og þykja jafnvel merki um kaldlyndi en eru engu að síður grunnurinn að því velferðarþjóðfélagi sem við viljum búa í. Höfundur er skurðlæknir og skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun