Tvöfalt fleiri milljónir fyrir Ísland á EM Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2021 10:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir í leiknum við Holland í undankeppni HM á þriðjudagskvöld. Þær eru á leið á EM í Englandi næsta sumar. vísir/hulda margrét Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun njóta góðs af því að ákveðið hefur verið að tvöfalt hærra verðlaunafé verði í boði á EM í Englandi næsta sumar en á EM í Hollandi árið 2017. Ísland er eitt af sextán landsliðum sem leika á EM og verður þetta fjórða Evrópumót íslenska liðsins í röð. Á EM 2017 í Hollandi var samtals 8 milljónum evra útdeilt á milli þátttökuliðanna, eftir árangri. Lið eins og Ísland sem féllu úr leik í riðlakeppninni fengu 300.000 evrur í sinn hlut hvert. Sú upphæð jafngildir í dag rúmlega 45 milljónum króna sem var sjálfsagt í ljósi kostnaðar við þátttöku á EM engin sérstök búbót fyrir KSÍ. Til samanburðar fengu lið að lágmarki 1,4 milljarða króna fyrir að spila á EM karla í sumar. Liðin sem leika á EM kvenna næsta sumar deila með sér tvöfalt hærra verðlaunafé en 2017, eða 16 milljónum evra (2,4 milljörðum króna), samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar UEFA í gær. Á næstu dögum skýrist nákvæmlega hvernig verðlaunafénu verður skipt niður. Ljóst er þó að lágmarksupphæð verður hærri en 300.000 evrur og að hægt verður að fá bónusa fyrir að vinna leiki eða gera jafntefli í riðlakeppninni, þó að lið komist ekki áfram í 8-liða úrslit. Íslensk félög fá bætur vegna leikmanna sem spila á EM Þá munu knattspyrnufélög sem landsliðskonurnar á EM eru á mála hjá í fyrsta sinn fá bætur frá UEFA vegna þátttöku þeirra á mótinu. Heildarupphæðin sem greidd verður í slíkar bætur nemur 4,5 milljónum evra, jafnvirði 684 milljóna króna. Agla María Albertsdóttir er á mála hjá Breiðabliki og gæti tryggt félaginu tæpar 2 milljónir króna með því að fara á EM.vísir/hulda margrét Í ljósi þess að 23 leikmenn verða í hverjum landsliðshópi, eða samtals 368 leikmenn á mótinu, má ætla að þetta þýði bætur upp á hátt í 2 milljónir króna fyrir hvern leikmann. Ljóst er að Breiðablik, Valur og jafnvel fleiri íslensk félög koma til með að hagnast á þessu. EM 2021 í Englandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Ísland er eitt af sextán landsliðum sem leika á EM og verður þetta fjórða Evrópumót íslenska liðsins í röð. Á EM 2017 í Hollandi var samtals 8 milljónum evra útdeilt á milli þátttökuliðanna, eftir árangri. Lið eins og Ísland sem féllu úr leik í riðlakeppninni fengu 300.000 evrur í sinn hlut hvert. Sú upphæð jafngildir í dag rúmlega 45 milljónum króna sem var sjálfsagt í ljósi kostnaðar við þátttöku á EM engin sérstök búbót fyrir KSÍ. Til samanburðar fengu lið að lágmarki 1,4 milljarða króna fyrir að spila á EM karla í sumar. Liðin sem leika á EM kvenna næsta sumar deila með sér tvöfalt hærra verðlaunafé en 2017, eða 16 milljónum evra (2,4 milljörðum króna), samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar UEFA í gær. Á næstu dögum skýrist nákvæmlega hvernig verðlaunafénu verður skipt niður. Ljóst er þó að lágmarksupphæð verður hærri en 300.000 evrur og að hægt verður að fá bónusa fyrir að vinna leiki eða gera jafntefli í riðlakeppninni, þó að lið komist ekki áfram í 8-liða úrslit. Íslensk félög fá bætur vegna leikmanna sem spila á EM Þá munu knattspyrnufélög sem landsliðskonurnar á EM eru á mála hjá í fyrsta sinn fá bætur frá UEFA vegna þátttöku þeirra á mótinu. Heildarupphæðin sem greidd verður í slíkar bætur nemur 4,5 milljónum evra, jafnvirði 684 milljóna króna. Agla María Albertsdóttir er á mála hjá Breiðabliki og gæti tryggt félaginu tæpar 2 milljónir króna með því að fara á EM.vísir/hulda margrét Í ljósi þess að 23 leikmenn verða í hverjum landsliðshópi, eða samtals 368 leikmenn á mótinu, má ætla að þetta þýði bætur upp á hátt í 2 milljónir króna fyrir hvern leikmann. Ljóst er að Breiðablik, Valur og jafnvel fleiri íslensk félög koma til með að hagnast á þessu.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira