Sjómenn – hvernig breytum við þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 23. september 2021 09:45 Að undanförnu höfum við formenn þriggja stéttarfélaga sjómanna spurt ýmissa spurninga. Það er starf okkar sem kjörnir fulltrúar sjómanna að sinna þessari vinnu. Við höfum reynt að vekja athygli á að uppi er grunur um að ekki sé rétt gert upp við sjómenn, hvort það sé eðlilegt að virðiskeðjan sé öll á einni hendi eins og okkur grunar og það sé hægt að stjórna hvar hagnaðurinn er tekinn út. Það hlýtur að vera réttlátt krafa að rétt verð fyrir fiskinn í sjónum skili sér alla leið til Íslands. Við höfum einnig spurt þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að sjómenn hafi lakari lífeyrisréttindi en annað launafólk í landinu. Útgerðin skilar að meðaltali 20 milljarða króna hagnaði á ári, en er samt ekki tilbúin að láta sjómenn njóta sömu lífeyrisréttinda og annað launafólk. Við höfum spurt af þessu á fundum með þingflokkum, í blaðagreinum, auglýsingum og við samningaborðið. Það er ljóst að útgerðin ætlar ekki að svara þessum spurningum, þau ætla að þæfa málið, hafa sjómenn samningslausa og stjórna sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fyrir lítið endurgjald í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Engin áhugi á málefnum sjómanna Þegar við hófum þessa vegferð þá vissum við að það var við ramman reip að draga. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði ekki áhuga málefnum sjómanna, hann hafði áhuga á einhverju allt öðru í sínu starfi. Flestir þingflokkar tóku vel á móti okkur, sögðu að þau gerðu sér grein fyrir svindlinu og svínaríinu en höfðu mismiklar hugmyndir um hvernig megi breyta þessu. VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa þrjú meginmarkmið við samningaborðið. Að sama hlutfall sé greitt fyrir sjómenn og annað launafólk í lífeyrissjóð, að kauptrygging sjómanna hækki eins og laun í landi hafa hækkað, en í dag er það þannig að þegar illa fiskast þá eru laun sjómanna lægri en lægstu taxtar á almennum vinnumarkaði eru. Síðast en ekki síst, og raunar það allra mikilvægasta, að útgerðin greiði sjómönnum rétt verð fyrir fiskinn. Ekkert traust Ljóst er að auka þarf eftirlit og gagnsæi með útgerðarmönnum, á meðan það er ekki gert skapast ekki traust á milli þjóðarinnar, sjómanna og útgerðarmanna. Leyfa þarf stéttarfélögum sjómanna að koma að borðinu við það eftirlit. Okkar vinna felst í því að gæta hagsmuna sjómanna og því mikilvægt að við séum við borðið. Stéttarfélög sjómanna hafa í mörg ár bent á ógagnsæi í verðlagningu á sjávarafurðum. Á það hefur útgerðin ekki viljað hlusta og hefur vilji til að að breyta þessu verið við frostmark. Þess vegna erum við á þeim stað sem við erum á í dag. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa haft langan tíma til þess að breyta þessu, ákveðnir flokkar hafa setið á skýrslum þar sem kemur fram að grunur sé um milliverðlagningu á fiskafurðum frá landinu, ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa gefið útgerðinni afslátt af tryggingagjaldi án þess að setja það skilyrði á móti að hækka mótframlag í lífeyrissjóð fyrir sjómenn, skilyrði sem öll önnur fyrirtæki á landinu þurftu að gangast undir. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á breytingum! Því spyrjum við kæru sjómenn – er þetta eðlilegt og hvernig getum við breytt þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna Bergur Þorkelsson, formaður SÍ Einar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu höfum við formenn þriggja stéttarfélaga sjómanna spurt ýmissa spurninga. Það er starf okkar sem kjörnir fulltrúar sjómanna að sinna þessari vinnu. Við höfum reynt að vekja athygli á að uppi er grunur um að ekki sé rétt gert upp við sjómenn, hvort það sé eðlilegt að virðiskeðjan sé öll á einni hendi eins og okkur grunar og það sé hægt að stjórna hvar hagnaðurinn er tekinn út. Það hlýtur að vera réttlátt krafa að rétt verð fyrir fiskinn í sjónum skili sér alla leið til Íslands. Við höfum einnig spurt þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að sjómenn hafi lakari lífeyrisréttindi en annað launafólk í landinu. Útgerðin skilar að meðaltali 20 milljarða króna hagnaði á ári, en er samt ekki tilbúin að láta sjómenn njóta sömu lífeyrisréttinda og annað launafólk. Við höfum spurt af þessu á fundum með þingflokkum, í blaðagreinum, auglýsingum og við samningaborðið. Það er ljóst að útgerðin ætlar ekki að svara þessum spurningum, þau ætla að þæfa málið, hafa sjómenn samningslausa og stjórna sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fyrir lítið endurgjald í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Engin áhugi á málefnum sjómanna Þegar við hófum þessa vegferð þá vissum við að það var við ramman reip að draga. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði ekki áhuga málefnum sjómanna, hann hafði áhuga á einhverju allt öðru í sínu starfi. Flestir þingflokkar tóku vel á móti okkur, sögðu að þau gerðu sér grein fyrir svindlinu og svínaríinu en höfðu mismiklar hugmyndir um hvernig megi breyta þessu. VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa þrjú meginmarkmið við samningaborðið. Að sama hlutfall sé greitt fyrir sjómenn og annað launafólk í lífeyrissjóð, að kauptrygging sjómanna hækki eins og laun í landi hafa hækkað, en í dag er það þannig að þegar illa fiskast þá eru laun sjómanna lægri en lægstu taxtar á almennum vinnumarkaði eru. Síðast en ekki síst, og raunar það allra mikilvægasta, að útgerðin greiði sjómönnum rétt verð fyrir fiskinn. Ekkert traust Ljóst er að auka þarf eftirlit og gagnsæi með útgerðarmönnum, á meðan það er ekki gert skapast ekki traust á milli þjóðarinnar, sjómanna og útgerðarmanna. Leyfa þarf stéttarfélögum sjómanna að koma að borðinu við það eftirlit. Okkar vinna felst í því að gæta hagsmuna sjómanna og því mikilvægt að við séum við borðið. Stéttarfélög sjómanna hafa í mörg ár bent á ógagnsæi í verðlagningu á sjávarafurðum. Á það hefur útgerðin ekki viljað hlusta og hefur vilji til að að breyta þessu verið við frostmark. Þess vegna erum við á þeim stað sem við erum á í dag. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa haft langan tíma til þess að breyta þessu, ákveðnir flokkar hafa setið á skýrslum þar sem kemur fram að grunur sé um milliverðlagningu á fiskafurðum frá landinu, ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa gefið útgerðinni afslátt af tryggingagjaldi án þess að setja það skilyrði á móti að hækka mótframlag í lífeyrissjóð fyrir sjómenn, skilyrði sem öll önnur fyrirtæki á landinu þurftu að gangast undir. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á breytingum! Því spyrjum við kæru sjómenn – er þetta eðlilegt og hvernig getum við breytt þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna Bergur Þorkelsson, formaður SÍ Einar Hannes Harðarson, formaður SVG
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun