Styrkur til Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um menntun afskiptra nemenda í Kenía Heimsljós 23. september 2021 12:53 Nemendur í Lolonywa. SÍK Bæta á aðstöðu til menntunar í tveimur grunnskólum og tveimur framhaldsskólum í sýslunni. Á dögunum hlaut Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) styrk frá utanríkisráðuneytinu til áframhaldandi eflingar afskiptra nemenda í Pókot-sýslu í Kenía. Verkefnið felur í sér að bæta aðstöðu til menntunar í tveimur grunnskólum og tveimur framhaldsskólum í sýslunni og styrkja þannig viðkomandi einstaklinga og samfélög til frambúðar. Að sögn Ragnars Gunnarssonar framkvæmdastjóra SÍK styrkir bætt aðstaða aukin gæði kennslu og virka þátttöku nemenda. „Orðstír skólanna í nærsamfélaginu eykst og þar með metnaður foreldra að senda börnin í skóla og að þau ljúki námi. Sá þáttur er sérstaklega mikilvægur fyrir stúlkur sem lenda annars auðveldlega í hefðbundnum heimilisstörfum, limlestingu á kynfærum og ótímabærri giftingu,“ segir hann og bætir við að almennt muni ólæsi minnka og verða hverfandi með tímanum. Stúlka í grunnskólanum í Miskwony þar sem ráðuneytið styrkti byggingu heimavistar fyrir stúlkur í framhaldsskóla fyrir tveimur árum.SÍK Verkefnið miðar að því að byggja tvær kennslustofur við hvorn grunnskólann og eina 140 manna heimavist við hvorn stúlknaframhaldsskólann. SÍK hefur starfað í Pókot um áraraðir og samtökin starfa með heimamönnum og með stuðningi yfirvalda í héraði og á landsvísu. Ragnar segir að markhópar verkefnisins séu annars vegar piltar og stúlkur á grunnskólaaldri sem fá bætt tækifæri til náms í skólunum og hins vegar stúlkur á framahaldsskólaaldri. Í síðarnefnda hópnum er sérstaklega hugað að öryggi stúlknanna og lögð áhersla á að koma þeim sem flestum áfram í nám á háskólastigi. „Áherslan á heimavistir stúlkna á sér rætur í biturri reynslu af öðru fyrirkomulagi þar sem stúlkur hafa verið áreittar og jafnvel beittar ofbeldi á leið í og úr dagskóla. Reynslan sýnir að heimavist tryggir betur öryggi þeirra og velferð. Auk þess hafa stúlkurnar yfirleitt betri aðstöðu til heimanáms á heimavist með aðgengi að upplýstum skólastofum heldur en í þröngum og illa upplýstum húsakosti heima við,“ segir hann. Í Lolonywa er hluti húsakosts skólans er bráðabirgðalausn: Trégrind með þunnu bárujárni, of kalt í rigningu, of heitt í sólinni.SÍK Að mati Ragnars ýtir verkefnið undir aukinn metnað kennara og nemenda, dregur úr brottfalli og eykur skilning samfélaganna á gildi menntunar. Verkefnið hefur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og þá helst markmið fjögur um menntun fyrir alla og fimmta markmiðið um jafnrétti kynjanna. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Kenía Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Á dögunum hlaut Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) styrk frá utanríkisráðuneytinu til áframhaldandi eflingar afskiptra nemenda í Pókot-sýslu í Kenía. Verkefnið felur í sér að bæta aðstöðu til menntunar í tveimur grunnskólum og tveimur framhaldsskólum í sýslunni og styrkja þannig viðkomandi einstaklinga og samfélög til frambúðar. Að sögn Ragnars Gunnarssonar framkvæmdastjóra SÍK styrkir bætt aðstaða aukin gæði kennslu og virka þátttöku nemenda. „Orðstír skólanna í nærsamfélaginu eykst og þar með metnaður foreldra að senda börnin í skóla og að þau ljúki námi. Sá þáttur er sérstaklega mikilvægur fyrir stúlkur sem lenda annars auðveldlega í hefðbundnum heimilisstörfum, limlestingu á kynfærum og ótímabærri giftingu,“ segir hann og bætir við að almennt muni ólæsi minnka og verða hverfandi með tímanum. Stúlka í grunnskólanum í Miskwony þar sem ráðuneytið styrkti byggingu heimavistar fyrir stúlkur í framhaldsskóla fyrir tveimur árum.SÍK Verkefnið miðar að því að byggja tvær kennslustofur við hvorn grunnskólann og eina 140 manna heimavist við hvorn stúlknaframhaldsskólann. SÍK hefur starfað í Pókot um áraraðir og samtökin starfa með heimamönnum og með stuðningi yfirvalda í héraði og á landsvísu. Ragnar segir að markhópar verkefnisins séu annars vegar piltar og stúlkur á grunnskólaaldri sem fá bætt tækifæri til náms í skólunum og hins vegar stúlkur á framahaldsskólaaldri. Í síðarnefnda hópnum er sérstaklega hugað að öryggi stúlknanna og lögð áhersla á að koma þeim sem flestum áfram í nám á háskólastigi. „Áherslan á heimavistir stúlkna á sér rætur í biturri reynslu af öðru fyrirkomulagi þar sem stúlkur hafa verið áreittar og jafnvel beittar ofbeldi á leið í og úr dagskóla. Reynslan sýnir að heimavist tryggir betur öryggi þeirra og velferð. Auk þess hafa stúlkurnar yfirleitt betri aðstöðu til heimanáms á heimavist með aðgengi að upplýstum skólastofum heldur en í þröngum og illa upplýstum húsakosti heima við,“ segir hann. Í Lolonywa er hluti húsakosts skólans er bráðabirgðalausn: Trégrind með þunnu bárujárni, of kalt í rigningu, of heitt í sólinni.SÍK Að mati Ragnars ýtir verkefnið undir aukinn metnað kennara og nemenda, dregur úr brottfalli og eykur skilning samfélaganna á gildi menntunar. Verkefnið hefur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og þá helst markmið fjögur um menntun fyrir alla og fimmta markmiðið um jafnrétti kynjanna. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Kenía Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent