Iðn- og tækninám verður að efla Bergþór Ólason skrifar 23. september 2021 13:30 Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. Horfum heildstætt á málið. Miðflokkurinn leggur áherslu á að menntakerfið endurspegla þörf þjóðarinnar fyrir aukna verðmætasköpun og framþróun á næstu árum og áratugum. Því er það tillaga flokksins að fjármagni verði sérstaklega beint í nám í tækni- og iðngreinum og stutt við þá sem vilja stunda slíkt nám. Um leið þarf að tryggja jafna stöðu allra nemenda, hvar sem er á landinu. Atvinnulífið þarf á því að halda að menntakerfið útskrifi fólk með þekkingu á þeim sviðum sem skipta mestu máli við efnahagslega uppbyggingu landsins. Það hefur lengi verið rætt um mikilvægi þess að efla iðn- og tækninám. Í mörgum tilvikum er slíkt nám dýrara en annað nám. Fjárveitingarnar þurfa að taka mið af því og stjórnvöld ófeimin við að eyrnamerkja fjárveitingar ákveðnu námi. Skattgreiðendur, einstaklingar og fyrirtæki borga reikninginn. Þeir eiga að geta haft áhrif á hvernig fjármagnið er nýtt. Slík nálgun auðveldar líka ríkisvaldinu að liðka fyrir samstarfi skóla og fyrirtækja og auka ásókn í námið. Undanfarið höfum við séð aukna aðsókn í iðnmenntiun sem er vel. En þá bregður svo við að skólakerfið er ekki tilbúið. Það er augljóst að ófremdarástand hefur skapast síðustu ár og ber menntamálaráðherra fulla ábyrgð á því að hafa ekki brugðist við í tíma við því eins og birtist í því að Tækniskólinn synjaði 700 nemendum um skólavist í haust. Það er sorgleg niðurstaða. Skólameistari Tækniskólans hefur kallað eftir skýrri stefnu stjórnvalda. Fjármagn dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn. Við þessu þarf að bregðast sem fyrst því það er augljóslega óásættanleg staða að hafa áhugasama nemendur en engan skóla. Viðtækar aðgerðir til styrktar iðnmenntun Miðflokkurinn hefur heildstæða stefnu þegar kemur að iðnmenntun og má minna á afstöðu flokksins til löggildinga iðngreina sem er mikið framfaramál. Miðflokkurinn hefur stutt þá vinnu sem hefur verið í gangi um þetta og leggur áherslu á að málið sé skoðað með heildstæðum hætti og samtali við fulltrúa þeirra greina sem hlotið hafa löggildingu. Það er mikilvægt að fulltrúar iðngreinanna og neytenda taki þátt í þessari vinnu. Við teljum mjög mikilvægt að vinna að því að bæta starfsumhverfi þeirra aðila sem vinna í þessum iðngreinum á sama tíma og við treystum stoðir iðnmenntunar og aukum skilvirkni í eftirlitskerfinu. Að lokum má minna á að það var að frumkvæði ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem komið var á fyrirkomulagi um inngreiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Miðflokkurinn styður áframhaldandi nýtingu þess þó þannig að það sé ávallt hluti af heildstæðum aðgerðum en þessar aðgerðir nýtast vel til lausnar á vandamálum íbúðamarkaðarins. Nú fyrir kosningar hefur Miðflokkurinn lagt til að almenningur fái heimild til að setja 3,5 prósentustig af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi og skipar þar fyrsta sæti á lista flokksins í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Skóla - og menntamál Bergþór Ólason Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. Horfum heildstætt á málið. Miðflokkurinn leggur áherslu á að menntakerfið endurspegla þörf þjóðarinnar fyrir aukna verðmætasköpun og framþróun á næstu árum og áratugum. Því er það tillaga flokksins að fjármagni verði sérstaklega beint í nám í tækni- og iðngreinum og stutt við þá sem vilja stunda slíkt nám. Um leið þarf að tryggja jafna stöðu allra nemenda, hvar sem er á landinu. Atvinnulífið þarf á því að halda að menntakerfið útskrifi fólk með þekkingu á þeim sviðum sem skipta mestu máli við efnahagslega uppbyggingu landsins. Það hefur lengi verið rætt um mikilvægi þess að efla iðn- og tækninám. Í mörgum tilvikum er slíkt nám dýrara en annað nám. Fjárveitingarnar þurfa að taka mið af því og stjórnvöld ófeimin við að eyrnamerkja fjárveitingar ákveðnu námi. Skattgreiðendur, einstaklingar og fyrirtæki borga reikninginn. Þeir eiga að geta haft áhrif á hvernig fjármagnið er nýtt. Slík nálgun auðveldar líka ríkisvaldinu að liðka fyrir samstarfi skóla og fyrirtækja og auka ásókn í námið. Undanfarið höfum við séð aukna aðsókn í iðnmenntiun sem er vel. En þá bregður svo við að skólakerfið er ekki tilbúið. Það er augljóst að ófremdarástand hefur skapast síðustu ár og ber menntamálaráðherra fulla ábyrgð á því að hafa ekki brugðist við í tíma við því eins og birtist í því að Tækniskólinn synjaði 700 nemendum um skólavist í haust. Það er sorgleg niðurstaða. Skólameistari Tækniskólans hefur kallað eftir skýrri stefnu stjórnvalda. Fjármagn dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn. Við þessu þarf að bregðast sem fyrst því það er augljóslega óásættanleg staða að hafa áhugasama nemendur en engan skóla. Viðtækar aðgerðir til styrktar iðnmenntun Miðflokkurinn hefur heildstæða stefnu þegar kemur að iðnmenntun og má minna á afstöðu flokksins til löggildinga iðngreina sem er mikið framfaramál. Miðflokkurinn hefur stutt þá vinnu sem hefur verið í gangi um þetta og leggur áherslu á að málið sé skoðað með heildstæðum hætti og samtali við fulltrúa þeirra greina sem hlotið hafa löggildingu. Það er mikilvægt að fulltrúar iðngreinanna og neytenda taki þátt í þessari vinnu. Við teljum mjög mikilvægt að vinna að því að bæta starfsumhverfi þeirra aðila sem vinna í þessum iðngreinum á sama tíma og við treystum stoðir iðnmenntunar og aukum skilvirkni í eftirlitskerfinu. Að lokum má minna á að það var að frumkvæði ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem komið var á fyrirkomulagi um inngreiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Miðflokkurinn styður áframhaldandi nýtingu þess þó þannig að það sé ávallt hluti af heildstæðum aðgerðum en þessar aðgerðir nýtast vel til lausnar á vandamálum íbúðamarkaðarins. Nú fyrir kosningar hefur Miðflokkurinn lagt til að almenningur fái heimild til að setja 3,5 prósentustig af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi og skipar þar fyrsta sæti á lista flokksins í komandi kosningum.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun