Stöðugt loftslag, undirstaða alls Finnur Ricart Andrason skrifar 24. september 2021 07:30 Loftslagsmál eiga og þurfa að vera aðalkosningamálið. Stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður samfélagsins alls og þarf því að huga að loftslags- og umhverfismálum þegar horft er til allra annarra málaflokka sem kunna að vera ofarlega í huga í aðdraganda kosninga. Það að einblína á hvaða málaflokk sem er án þess að taka tillit til umhverfisins og loftslagsins gengur einfaldlega ekki upp. Það er líkt og að ætla sér að byggja blokk og byrja á annarri eða þriðju hæð í lausu lofti án þess að hafa lagt traustan grunn fyrst. Mjög skjótt mun öll blokkin hrynja og ekkert nema rústir standa eftir. Og nú eru grunnstoðirnar farnar að molna, því það ríkir neyðarástand í umhverfis- og loftslagsmálum. Það hefur því aldrei verið jafn mikilvægt að setja náttúruna og loftslagið í forgang. Sem dæmi um málefni sem hvíla á stöðugu loftslagi eru heilbrigðismáli, landbúnaður og fæðuöryggi, jafnréttismál, og efnahagsmál. Tíðari og skaðlegri hitabylgjur hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hafa yfirleitt líka með sér í för talsverð dauðsföll. Vatnsskortur getur valdið uppskerubresti hjá bændum og þannig raskað fæðuöryggi heilla þjóða. Einnig leggjast afleiðingar loftslagsbreytinga í meira mæli á þá hópa samfélagsins og hluta heimsins sem eru nú þegar í viðkvæmri stöðu þrátt fyrir að þau hafi oftast átt minnstan þátt í því að valda þeim. Og að lokum má nefna að það hreinlega borgar sig ekki að gera ekkert í loftslagsmálum, það er mun ódýrara að breyta kerfunum okkar núna til að draga úr losun skjótt heldur en þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að takast á við þær afleiðingar hamfarahlýnunar sem við sjáum fram á, ef ekki verður gripið til fullnægjandi aðgerða. Loftslagsmálin eru brýnasta málefnið sem mannkynið þarf að takast á við á þessari öld. Ef við höldum núverandi stefnu munu enn alvarlegri afleiðingar en við höfum nú séð láta á sér kræla á næstu árum. Afleiðingar hamfarahlýnunar munu koma í veg fyrir að hægt sé að byggja betra samfélag þegar kemur að heilbrigðismálum, jafnréttismálum, efnahagsmálum, o.sv.frv. Sem betur fer hafa loftslagsmálin fengið meira pláss í umræðunni að undanförnu og þarf sú þróun að halda áfram fram yfir kosningar til að tryggja að loftslagsmálin verði ekki aðeins í forgangi í kjörklefanum, heldur einnig í stjórnarmyndun, stjórnarsáttmála, og á því fjögurra ára kjörtímabili sem fylgir þar á eftir. Ég hvet ykkur öll til að kjósa flokka sem eru með metnaðarfullar loftslagsstefnur sem þið treystið að verði fylgt eftir, því það er enn smuga til að tryggja stöðugleika loftslagsins, en þar til við náum því er enginn grunnur til að byggja betra samfélag á til lengri tíma. Höfundur er loftslagsfullrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmál eiga og þurfa að vera aðalkosningamálið. Stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður samfélagsins alls og þarf því að huga að loftslags- og umhverfismálum þegar horft er til allra annarra málaflokka sem kunna að vera ofarlega í huga í aðdraganda kosninga. Það að einblína á hvaða málaflokk sem er án þess að taka tillit til umhverfisins og loftslagsins gengur einfaldlega ekki upp. Það er líkt og að ætla sér að byggja blokk og byrja á annarri eða þriðju hæð í lausu lofti án þess að hafa lagt traustan grunn fyrst. Mjög skjótt mun öll blokkin hrynja og ekkert nema rústir standa eftir. Og nú eru grunnstoðirnar farnar að molna, því það ríkir neyðarástand í umhverfis- og loftslagsmálum. Það hefur því aldrei verið jafn mikilvægt að setja náttúruna og loftslagið í forgang. Sem dæmi um málefni sem hvíla á stöðugu loftslagi eru heilbrigðismáli, landbúnaður og fæðuöryggi, jafnréttismál, og efnahagsmál. Tíðari og skaðlegri hitabylgjur hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hafa yfirleitt líka með sér í för talsverð dauðsföll. Vatnsskortur getur valdið uppskerubresti hjá bændum og þannig raskað fæðuöryggi heilla þjóða. Einnig leggjast afleiðingar loftslagsbreytinga í meira mæli á þá hópa samfélagsins og hluta heimsins sem eru nú þegar í viðkvæmri stöðu þrátt fyrir að þau hafi oftast átt minnstan þátt í því að valda þeim. Og að lokum má nefna að það hreinlega borgar sig ekki að gera ekkert í loftslagsmálum, það er mun ódýrara að breyta kerfunum okkar núna til að draga úr losun skjótt heldur en þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að takast á við þær afleiðingar hamfarahlýnunar sem við sjáum fram á, ef ekki verður gripið til fullnægjandi aðgerða. Loftslagsmálin eru brýnasta málefnið sem mannkynið þarf að takast á við á þessari öld. Ef við höldum núverandi stefnu munu enn alvarlegri afleiðingar en við höfum nú séð láta á sér kræla á næstu árum. Afleiðingar hamfarahlýnunar munu koma í veg fyrir að hægt sé að byggja betra samfélag þegar kemur að heilbrigðismálum, jafnréttismálum, efnahagsmálum, o.sv.frv. Sem betur fer hafa loftslagsmálin fengið meira pláss í umræðunni að undanförnu og þarf sú þróun að halda áfram fram yfir kosningar til að tryggja að loftslagsmálin verði ekki aðeins í forgangi í kjörklefanum, heldur einnig í stjórnarmyndun, stjórnarsáttmála, og á því fjögurra ára kjörtímabili sem fylgir þar á eftir. Ég hvet ykkur öll til að kjósa flokka sem eru með metnaðarfullar loftslagsstefnur sem þið treystið að verði fylgt eftir, því það er enn smuga til að tryggja stöðugleika loftslagsins, en þar til við náum því er enginn grunnur til að byggja betra samfélag á til lengri tíma. Höfundur er loftslagsfullrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar