Ný stikla fyrir Spencer: Kristen Stewart orðuð við Óskarsverðlaun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2021 17:31 Kirsten Stewart í hlutverki Díönu prinsessu Skjáskot/Youtube Í dag frumsýndi Neon stikluna fyrir kvikmyndina Spencer sem væntanleg er í nóvember. Leikkonan Kristen Stewart fer þar með hlutverk lafði Díönnu Spencer og þykir hún einstaklega góð í túlkun sinni. Síðasta sumar var tilkynnt að leikkonan Kristen Stewart myndi fara með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmynd um skilnað hennar við Karl Bretaprins. Þessi ákvörðun vakti blendin viðbrögð. Twilight leikkonan sagði frá því síðar að hún hefði sagt já við verkefninu án þess að hafa lesið handritið. Stewart virðist þó hafa náð að þagga niður í gagnrýnisröddum og fær hún mikið lof fyrir það sem sést í sýnishorninu nýja. Gagnrýnendur sem hafa séð myndina gefa henni stórkostlega dóma. Ganga sumir svo langt að spá henni jafnvel Óskarsverðlaunum fyrir hlutverkið. Jack Farthing fer með hlutverk Karls Bretaprins í Spencer en það er Steven Knight, höfundur Peaky Blinders, skrifaði handrit myndarinnar. Myndin fjallar um jólaboð konungsfjölskyldunnar í Sandringham kastalanum í Norfolk í Englandi, boðið þar sem talið er að Díana hafi ákveðið að skilja við Karl. Myndin verður frumsýnd þann 5. nóvember næstkomandi í Bretlandi og verður líklega komin í kvikmyndahús hér á landi um miðjan nóvembermánuð. Bíó og sjónvarp Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Stikla úr mynd um Díönu lítur dagsins ljós Fyrsta stiklan fyrir bíómyndina Spencer, kvikmynd sem byggð er á lífi Díönu prinsessu, kom út í dag. Stiklan hefur vakið heilmikla athygli og hafa rúmlega þrjár milljónir manna horft á stikluna á YouTube rás NEON. 26. ágúst 2021 18:49 Kristen Stewart leikur Díönu prinsessu Leikkonan Kristen Stewart mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmynd um skilnað hennar við Karl Bretaprins. 17. júní 2020 19:41 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Síðasta sumar var tilkynnt að leikkonan Kristen Stewart myndi fara með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmynd um skilnað hennar við Karl Bretaprins. Þessi ákvörðun vakti blendin viðbrögð. Twilight leikkonan sagði frá því síðar að hún hefði sagt já við verkefninu án þess að hafa lesið handritið. Stewart virðist þó hafa náð að þagga niður í gagnrýnisröddum og fær hún mikið lof fyrir það sem sést í sýnishorninu nýja. Gagnrýnendur sem hafa séð myndina gefa henni stórkostlega dóma. Ganga sumir svo langt að spá henni jafnvel Óskarsverðlaunum fyrir hlutverkið. Jack Farthing fer með hlutverk Karls Bretaprins í Spencer en það er Steven Knight, höfundur Peaky Blinders, skrifaði handrit myndarinnar. Myndin fjallar um jólaboð konungsfjölskyldunnar í Sandringham kastalanum í Norfolk í Englandi, boðið þar sem talið er að Díana hafi ákveðið að skilja við Karl. Myndin verður frumsýnd þann 5. nóvember næstkomandi í Bretlandi og verður líklega komin í kvikmyndahús hér á landi um miðjan nóvembermánuð.
Bíó og sjónvarp Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Stikla úr mynd um Díönu lítur dagsins ljós Fyrsta stiklan fyrir bíómyndina Spencer, kvikmynd sem byggð er á lífi Díönu prinsessu, kom út í dag. Stiklan hefur vakið heilmikla athygli og hafa rúmlega þrjár milljónir manna horft á stikluna á YouTube rás NEON. 26. ágúst 2021 18:49 Kristen Stewart leikur Díönu prinsessu Leikkonan Kristen Stewart mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmynd um skilnað hennar við Karl Bretaprins. 17. júní 2020 19:41 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Stikla úr mynd um Díönu lítur dagsins ljós Fyrsta stiklan fyrir bíómyndina Spencer, kvikmynd sem byggð er á lífi Díönu prinsessu, kom út í dag. Stiklan hefur vakið heilmikla athygli og hafa rúmlega þrjár milljónir manna horft á stikluna á YouTube rás NEON. 26. ágúst 2021 18:49
Kristen Stewart leikur Díönu prinsessu Leikkonan Kristen Stewart mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmynd um skilnað hennar við Karl Bretaprins. 17. júní 2020 19:41
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein