Innlent

„Þó að við séum úti á landi þá erum við samt til“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sara er íbúi á Eskifirði og finnst ríkisstjórnin gleyma landsbyggðinni.
Sara er íbúi á Eskifirði og finnst ríkisstjórnin gleyma landsbyggðinni.

Fólkið á Suðurlandi vill að framkvæmd brúar yfir Ölfusá verði flýtt, Austfirðingar vilja betri samgöngur og á Vestfjörðum minnir fólk á að heilbrigðismálin séu sett í forgang. Þetta kom fram í innslagi sem sýnt var í Kappræðuþætti Stöðvar 2 í kvöld.

Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hafa verið á flakki um landið og tekið púlsinn á fólkinu í landinu.

„Ég vil sjá fjórar stelpur ráða ríkisstjórninni. Kötu, Lilju Alfreðs og þessar tvær hjá Sjálfstæðisflokknum. Það kæmi langbest út fyrir okkur alla,“ segir Pálmi á Selfossi.

Freysteinn á Akureyri ætlar ekkert að gefa upp um hvað hann kýs. Hann einbeitir sér að sundinu.Vísir

„Fólkið í landinu á fiskinn, ekki einhverjir nokkrir einstaklingar,“ segir Kristján í Stykkishólmi.

„Ég myndi vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn út,“ segir Kolbrún á Akureyri.

Þau þrjú og margir fleiri höfðu heilmargt til málanna að leggja eins og sjá má í innslaginu að neðan sem Adelina Antal vann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×