Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Þorgils Jónsson skrifar 23. september 2021 20:14 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson í leiðtogakappræðunum í kvöld. Leiðtogar flokkanna voru misánægðir með fylgið, en bjartsýn fyrir framhaldið fram að kjördag. Vísir/Vilhelm Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé að tapa fylgi frá síðustu kosningum ef niðurstaðan verður í takt við skoðanakönnun Maskínu fyrir Stöð 2. Þar eru Vinstri Græn að tapa finn og hálfu prósentustigi og fjórum af 11 þingmönnum. Staðan komi þó ekki á óvart að sögn Katrínar. „Við höfum legið á þessu bili 10-12% misserum eða árum saman. Það kom strax fram í skoðanakönnunum snemma eftir að þessi ríkisstjórn var mynduð að við vorum að missa töluvert fylgi. Þó að margt hafi gengið vel og mörg af okkar málum hafi fengið fram að ganga þá erum við ekki að uppskera það sama og síðast.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem fær einungis 20,6% fylgi í þessari könnun, segist viss um að niðurstaðan verði önnur. „Ég er viss um að þetta endar á betri stað og raunar ótrúlega lítið sem vantar upp á til að ríkisstjórnin haldi velli.“ Hann hafi ekki áhyggjur af þessari könnun og sé viss um að niðurstaðan verði betri. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem fer úr 10,7% upp í 13,4% samkvæmt könnuninni, sagði að könnunin liti vel út, en bestu fréttirnar væru að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra héldist inni, en hans sæti hefur staðið tæpt í könnunum. Klippa: Formennirnir um nýjustu skoðanakönnunina Viðreisn fer úr 6,7% upp í 11,4% og fagnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, því. Þetta væri í takt við það sem frambjóðendur heyrðu frá fólki á ferðum sínum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sem stendur hérumbil í stað frá niðurstöðu síðustu kosninga, sagðist bjartsýnn um að kjósendur myndu taka við sér. Sósíalistaflokkurinn kemur sterkur inn í sínum fyrstu alþingiskosningum og mælist nú með 6,6% fylgi og fjóra þingmenn. Hann gagnrýndi hina flokkana fyrir að leggja steina í götu nýrra framboða, en fagnaði þessum góða árangri. Flokkur fólksins mælist rétt undir kjörfylgi, með 5,6% og 3 þingmenn, en Inga Sæland, formaður flokksins, sagðist hafa áhyggjur af því ef Guðmundur Ingi Kristinsson myndi falla út í Suðvesturkjördæmi. Hún væri þó vongóð og klykkti út með „Bjartsýni og bros bjarga deginum.“ Miðflokkurinn hefur ekki verið að koma vel út úr könnunum síðustu mánuði en mælist að þessu sinni með 7,1% fylgi, miðað við 10,9% sem þau fengu í kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður fagnaði því, og sagði að flokkurinn hafi ekki komið jafnvel út úr könnunum Maskínu um langa hríð. Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, sem fara úr 9,2% í kosningum upp í 11,3% í könnuninni, sagði að staða þeirra væri fín og stæði víða tæpt með þingmenn. Hann taldi víst að þau myndu ná inn þingmanni í Suðurkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé að tapa fylgi frá síðustu kosningum ef niðurstaðan verður í takt við skoðanakönnun Maskínu fyrir Stöð 2. Þar eru Vinstri Græn að tapa finn og hálfu prósentustigi og fjórum af 11 þingmönnum. Staðan komi þó ekki á óvart að sögn Katrínar. „Við höfum legið á þessu bili 10-12% misserum eða árum saman. Það kom strax fram í skoðanakönnunum snemma eftir að þessi ríkisstjórn var mynduð að við vorum að missa töluvert fylgi. Þó að margt hafi gengið vel og mörg af okkar málum hafi fengið fram að ganga þá erum við ekki að uppskera það sama og síðast.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem fær einungis 20,6% fylgi í þessari könnun, segist viss um að niðurstaðan verði önnur. „Ég er viss um að þetta endar á betri stað og raunar ótrúlega lítið sem vantar upp á til að ríkisstjórnin haldi velli.“ Hann hafi ekki áhyggjur af þessari könnun og sé viss um að niðurstaðan verði betri. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem fer úr 10,7% upp í 13,4% samkvæmt könnuninni, sagði að könnunin liti vel út, en bestu fréttirnar væru að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra héldist inni, en hans sæti hefur staðið tæpt í könnunum. Klippa: Formennirnir um nýjustu skoðanakönnunina Viðreisn fer úr 6,7% upp í 11,4% og fagnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, því. Þetta væri í takt við það sem frambjóðendur heyrðu frá fólki á ferðum sínum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sem stendur hérumbil í stað frá niðurstöðu síðustu kosninga, sagðist bjartsýnn um að kjósendur myndu taka við sér. Sósíalistaflokkurinn kemur sterkur inn í sínum fyrstu alþingiskosningum og mælist nú með 6,6% fylgi og fjóra þingmenn. Hann gagnrýndi hina flokkana fyrir að leggja steina í götu nýrra framboða, en fagnaði þessum góða árangri. Flokkur fólksins mælist rétt undir kjörfylgi, með 5,6% og 3 þingmenn, en Inga Sæland, formaður flokksins, sagðist hafa áhyggjur af því ef Guðmundur Ingi Kristinsson myndi falla út í Suðvesturkjördæmi. Hún væri þó vongóð og klykkti út með „Bjartsýni og bros bjarga deginum.“ Miðflokkurinn hefur ekki verið að koma vel út úr könnunum síðustu mánuði en mælist að þessu sinni með 7,1% fylgi, miðað við 10,9% sem þau fengu í kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður fagnaði því, og sagði að flokkurinn hafi ekki komið jafnvel út úr könnunum Maskínu um langa hríð. Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, sem fara úr 9,2% í kosningum upp í 11,3% í könnuninni, sagði að staða þeirra væri fín og stæði víða tæpt með þingmenn. Hann taldi víst að þau myndu ná inn þingmanni í Suðurkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira