Leiðtogar rifust um jöfnuð Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2021 23:32 Gunnar Smári Egilsson og Logi Einarsson voru meðal þeirra sem gagnrýndu ríkisstjórnina vegna skorts á aðgerum til að auka jöfnuð. Vísir/Vilhelm Leiðtogum stjórnmálaflokkanna varð mörgum heitt í hamsi þegar jöfnuður var til umræðu á Kappræðum fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í kvöld. Umræðan byrjaði á því að Heimir Már spurði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, hvar ríkisstjórnin hefði ekki staðið sig nægilega vel. Logi sagði ríkisstjórnina hafa klúðrað því að ná jöfnuði í landinu og sýnt metnaðarleysi á mörgum sviðum eins og loftslagsmálum. Fyrst og fremst hefði hún ekki sýnt þeim sem standa höllum fæti nægan áhuga. Brýnt að fá nýja ríkisstjórn „Þess vegna er mjög brýnt að það taki við ný ríkisstjórn sem að jafnar kjörin í landinu. Sem að færir fé frá þeim allra ríkustu, eitt prósent þjóðarinnar, og yfir á stærsta hluta hennar. Það verður hreinlega að mynda þannig ríkisstjórn,“ sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði nauðsynlegt að hafa staðreyndir á hreinu. Hún sagði lífskjarasamninga hafa verið gerða á kjörtímabilinu og að verkalýðshreyfingin hefði lagt áherslu á hækkun lægstu launa, sem væri jákvætt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sögðu jöfnuð hafa aukist og skattbyrði þeirra tekjulægstu hafa minnkað síðustu ár.Vísir/Vilhelm „Sú áhersla skilar sér inn í það að það er tiltölulega mikill tekjujöfnuður á Íslandi. En hvað gerði ríkisstjórnin, jú, hún hækkaði barnabætur. Hún lækkaði skatta á tekju lægsta fólkið,“ sagði Katrín. Hún sagði skattbyrði á þessa hópa vera að lækka. Einnig hefði verið gripið til aðgerða í húsnæðismálum. Kerfið borið uppi af þeim tekjuhæstu Í kjölfar þess vildi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræða skattkerfið og það að það hefði ekki verið notað til að jafna kjör á Íslandi. Meðal annars sagði Bjarni að skattar hefðu verið mest lækkaðir á þá sem væru með um 350 þúsund krónur í laun á mánuði. „Við skulum aðeins hafa eina staðreynd á hreinu hérna, því hér er talað um að þeir sem eru tekjuhæstir komist langbest frá þessu,“ sagði Bjarni. „Tuttugu prósent tekjuhæsta fólksins, skilar til ríkisins 75 prósentum af tekjunum þegar tekið er tillit til bótakerfanna. 75 prósent af tekjunum koma frá tuttugu prósent tekjuhæsta fólkinu,“ sagði Bjarni. „Kerfið er borið uppi af þeim sem eru með hæstu tekjurnar.“ Skortur á réttlæti Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjornar Sósíalistaflokksins, sagði ríkisstjórnina ekki hafa stýrt samfélaginu út frá því að leita að jöfnuði og auknu réttlæti í Samfélaginu. Vísaði hann til ummæla fólks í innslagi sem hafði verið sýnt skömmu áður þar sem kjósendur töluðu um aukið réttlæti. Gunnar Smári sagði ríkisstjórnina skilja eftir grunnstoðir samfélagsins eins og heilbrigðiskerfið veikar. „Bjarni segir að það muni ekkert um skattlagningu á hina ríku. Til hvers var Sjálfstæðisflokkurinn þá að létta skattbyrðina af þeim. Fyrir þrjátíu árum, þá bar fólkið með lægstu tekjurnar, öryrkjarnir, engan skatt. Borgaði engan skatt.“ Gunnar sagði það hafa breyst á undanförnum þrjátíu árum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið lengi við völd. Bjarni greip þá inn í og sagði það ranga spurningu. Ekki væri rétt að spyrja um skattprósentu heldur hvað fólk hefði milli handanna miðað við það sem áður var. Hverjar ráðstöfunartekjur þeirra væru. „Þú ert bara með ranga nálgun, að vera að velta fyrir þér skattprósentunni. Það hjálpar fólki ekki að ná endum saman í lok mánaðar,“ sagði Bjarni. Hann sagði kaupmátt bóta aldrei hafa verið hærri. „Má ég tala hérna?“ sagði Gunnar Smári þá og bætti við: „Þið fluttuð skattbyrðina af þeim sem hafa það betur, til þeirra sem hafa það verr. Það er siðlaus aðgerð af fjármálaráðherra að taka fjörutíu eða fimmtíu þúsund krónur af þeim sem ekki eiga fyrir mat út mánuðinn. Það er siðlaus aðgerð.“ Bjarni sagði aftur að kaupmátt ellilífeyris aldrei hafa verið hærri en í dag og það væri það sem skipti máli. „Þetta er ykkar pólitík,“ Sagði Bjarni. „Þið hafnið staðreyndum.“ Hægt er að horfa á kappræðurnar í heild sinni hér. Alþingiskosningar 2021 Kjaramál Tengdar fréttir Engar skýrar línur frá leiðtogunum um stjórnarmyndun Engar skýrar línur komu fram varðandi ríkisstjórnarmyndun eftir kosningar í leiðtogakappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 23. september 2021 22:58 Sérstaklega löng kosninganótt fram undan Landsmenn þurfa líklega að bíða langt fram á morgun eftir endanlegum niðurstöðum kosninganna um helgina. Slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða setja strik í reikninginn. Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu. 23. september 2021 22:31 „Þó að við séum úti á landi þá erum við samt til“ Fólkið á Suðurlandi vill að framkvæmd brúar yfir Ölfusá verði flýtt, Austfirðingar vilja betri samgöngur og á Vestfjörðum minnir fólk á að heilbrigðismálin séu sett í forgang. Þetta kom fram í innslagi sem sýnt var í Pallborðsþætti Stöðvar 2 í kvöld. 23. september 2021 21:02 Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14 Heilmikil dramatík í aðdraganda síðustu kosninga Gengið verður til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Í framhaldinu munu flokkarnir þreifa hver á öðrum varðandi myndun ríkisstjórnar. Það er sannarlega ekki alltaf auðvelt og var það sannarlega ekki fyrir fjórum árum. 23. september 2021 20:05 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Umræðan byrjaði á því að Heimir Már spurði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, hvar ríkisstjórnin hefði ekki staðið sig nægilega vel. Logi sagði ríkisstjórnina hafa klúðrað því að ná jöfnuði í landinu og sýnt metnaðarleysi á mörgum sviðum eins og loftslagsmálum. Fyrst og fremst hefði hún ekki sýnt þeim sem standa höllum fæti nægan áhuga. Brýnt að fá nýja ríkisstjórn „Þess vegna er mjög brýnt að það taki við ný ríkisstjórn sem að jafnar kjörin í landinu. Sem að færir fé frá þeim allra ríkustu, eitt prósent þjóðarinnar, og yfir á stærsta hluta hennar. Það verður hreinlega að mynda þannig ríkisstjórn,“ sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði nauðsynlegt að hafa staðreyndir á hreinu. Hún sagði lífskjarasamninga hafa verið gerða á kjörtímabilinu og að verkalýðshreyfingin hefði lagt áherslu á hækkun lægstu launa, sem væri jákvætt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sögðu jöfnuð hafa aukist og skattbyrði þeirra tekjulægstu hafa minnkað síðustu ár.Vísir/Vilhelm „Sú áhersla skilar sér inn í það að það er tiltölulega mikill tekjujöfnuður á Íslandi. En hvað gerði ríkisstjórnin, jú, hún hækkaði barnabætur. Hún lækkaði skatta á tekju lægsta fólkið,“ sagði Katrín. Hún sagði skattbyrði á þessa hópa vera að lækka. Einnig hefði verið gripið til aðgerða í húsnæðismálum. Kerfið borið uppi af þeim tekjuhæstu Í kjölfar þess vildi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræða skattkerfið og það að það hefði ekki verið notað til að jafna kjör á Íslandi. Meðal annars sagði Bjarni að skattar hefðu verið mest lækkaðir á þá sem væru með um 350 þúsund krónur í laun á mánuði. „Við skulum aðeins hafa eina staðreynd á hreinu hérna, því hér er talað um að þeir sem eru tekjuhæstir komist langbest frá þessu,“ sagði Bjarni. „Tuttugu prósent tekjuhæsta fólksins, skilar til ríkisins 75 prósentum af tekjunum þegar tekið er tillit til bótakerfanna. 75 prósent af tekjunum koma frá tuttugu prósent tekjuhæsta fólkinu,“ sagði Bjarni. „Kerfið er borið uppi af þeim sem eru með hæstu tekjurnar.“ Skortur á réttlæti Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjornar Sósíalistaflokksins, sagði ríkisstjórnina ekki hafa stýrt samfélaginu út frá því að leita að jöfnuði og auknu réttlæti í Samfélaginu. Vísaði hann til ummæla fólks í innslagi sem hafði verið sýnt skömmu áður þar sem kjósendur töluðu um aukið réttlæti. Gunnar Smári sagði ríkisstjórnina skilja eftir grunnstoðir samfélagsins eins og heilbrigðiskerfið veikar. „Bjarni segir að það muni ekkert um skattlagningu á hina ríku. Til hvers var Sjálfstæðisflokkurinn þá að létta skattbyrðina af þeim. Fyrir þrjátíu árum, þá bar fólkið með lægstu tekjurnar, öryrkjarnir, engan skatt. Borgaði engan skatt.“ Gunnar sagði það hafa breyst á undanförnum þrjátíu árum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið lengi við völd. Bjarni greip þá inn í og sagði það ranga spurningu. Ekki væri rétt að spyrja um skattprósentu heldur hvað fólk hefði milli handanna miðað við það sem áður var. Hverjar ráðstöfunartekjur þeirra væru. „Þú ert bara með ranga nálgun, að vera að velta fyrir þér skattprósentunni. Það hjálpar fólki ekki að ná endum saman í lok mánaðar,“ sagði Bjarni. Hann sagði kaupmátt bóta aldrei hafa verið hærri. „Má ég tala hérna?“ sagði Gunnar Smári þá og bætti við: „Þið fluttuð skattbyrðina af þeim sem hafa það betur, til þeirra sem hafa það verr. Það er siðlaus aðgerð af fjármálaráðherra að taka fjörutíu eða fimmtíu þúsund krónur af þeim sem ekki eiga fyrir mat út mánuðinn. Það er siðlaus aðgerð.“ Bjarni sagði aftur að kaupmátt ellilífeyris aldrei hafa verið hærri en í dag og það væri það sem skipti máli. „Þetta er ykkar pólitík,“ Sagði Bjarni. „Þið hafnið staðreyndum.“ Hægt er að horfa á kappræðurnar í heild sinni hér.
Alþingiskosningar 2021 Kjaramál Tengdar fréttir Engar skýrar línur frá leiðtogunum um stjórnarmyndun Engar skýrar línur komu fram varðandi ríkisstjórnarmyndun eftir kosningar í leiðtogakappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 23. september 2021 22:58 Sérstaklega löng kosninganótt fram undan Landsmenn þurfa líklega að bíða langt fram á morgun eftir endanlegum niðurstöðum kosninganna um helgina. Slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða setja strik í reikninginn. Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu. 23. september 2021 22:31 „Þó að við séum úti á landi þá erum við samt til“ Fólkið á Suðurlandi vill að framkvæmd brúar yfir Ölfusá verði flýtt, Austfirðingar vilja betri samgöngur og á Vestfjörðum minnir fólk á að heilbrigðismálin séu sett í forgang. Þetta kom fram í innslagi sem sýnt var í Pallborðsþætti Stöðvar 2 í kvöld. 23. september 2021 21:02 Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14 Heilmikil dramatík í aðdraganda síðustu kosninga Gengið verður til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Í framhaldinu munu flokkarnir þreifa hver á öðrum varðandi myndun ríkisstjórnar. Það er sannarlega ekki alltaf auðvelt og var það sannarlega ekki fyrir fjórum árum. 23. september 2021 20:05 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Engar skýrar línur frá leiðtogunum um stjórnarmyndun Engar skýrar línur komu fram varðandi ríkisstjórnarmyndun eftir kosningar í leiðtogakappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 23. september 2021 22:58
Sérstaklega löng kosninganótt fram undan Landsmenn þurfa líklega að bíða langt fram á morgun eftir endanlegum niðurstöðum kosninganna um helgina. Slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða setja strik í reikninginn. Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu. 23. september 2021 22:31
„Þó að við séum úti á landi þá erum við samt til“ Fólkið á Suðurlandi vill að framkvæmd brúar yfir Ölfusá verði flýtt, Austfirðingar vilja betri samgöngur og á Vestfjörðum minnir fólk á að heilbrigðismálin séu sett í forgang. Þetta kom fram í innslagi sem sýnt var í Pallborðsþætti Stöðvar 2 í kvöld. 23. september 2021 21:02
Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14
Heilmikil dramatík í aðdraganda síðustu kosninga Gengið verður til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Í framhaldinu munu flokkarnir þreifa hver á öðrum varðandi myndun ríkisstjórnar. Það er sannarlega ekki alltaf auðvelt og var það sannarlega ekki fyrir fjórum árum. 23. september 2021 20:05