Innlent

Her­mann Sæ­munds­son skipaður skrif­stofu­stjóri

Þorgils Jónsson skrifar
Hermann Sæmundsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu.
Hermann Sæmundsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu. visir/hanna

Hermann Sæmundsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu. Skipunin er til fimm ára.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að Hermann er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Árósaháskóla. 

Hermann hefur starfað í Stjórnarráðinu frá árinu 1996, m.a. sem sérfræðingur, skrifstofustjóri og settur ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu og sem skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Hann var valinn úr hópi nítján umsækjenda.

Skrifstofa stefnumála vinnur í umboði forsætisráðherra að stefnumótun og framgangi stefnumála ríkisstjórnarinnar með því að vinna að samhæfingu mála innan Stjórnarráðsins og utan, auka yfirsýn og forystu forsætisráðuneytisins og tryggja vandaðan undirbúning mála fyrir ráðherra og ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×