1000 milljarðarnir sem Bjarni fattar ekki Gunnar Smári Egilsson skrifar 24. september 2021 07:16 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra jedúdímíaði sig í umræðuþættinum á Stöð 2 í gærkvöldi yfir einföldu reikningsdæmi sem ég lagði fram. Hrópaði að við Sósíalistar vildum láta almenning bera 1000 milljarða skuldir. Dæmið er svona: Þegar flokkurinn hans Bjarna setti þær reglur um opinber fjármál að ríkissjóður mætti ekki skulda nema 30% af landsframleiðslu voru vextir um 6%. Vextir eru nú 2%. Byrði almennings af skuldum upp á 30% af landsframleiðslu þegar vextir eru 6% er jafn mikil og byrði almennings af skuldum upp á 90% þegar vextirnir eru 2%. Eftir kórónafaraldurinn hafa skuldir ríkisins vaxið, eru farnar að nálgast 50% af landsframleiðslu. Munurinn á 50% og 90% af landsframleiðslu eru um 1200 milljarðar króna. Það er um það bil upphæðin sem Bjarni jedúdímíaði sig yfir í gærkvöldi. Miðað við sömu skuldabyrði og var fyrir kórónafaraldur gætum við því fjárfest í orkuskiptum og uppbyggingu matvælaframleiðslu, skógrækt og tilheyrandi atvinnurekstri, rannsóknum og þróun í háskólasamfélaginu, uppbyggingu starfræns Íslands og stuðningi við nýsköpun á sama tíma og við myndum styrkja heilbrigðis- og menntakerfin, lyfta lágtekjufólki upp úr fátækt og innleiða hér jöfnuð, réttlæti og samkennd sem fólk kallar eftir. Þjóðir heims eru að vakna Þetta eru þjóðir heimsins að átta sig á. Við lifum tímamót, vatnaskil í hugmyndum keimlík því þegar nýfrjálshyggjan drapst síðast, fyrir um níutíu árum. Þá tók við tímabil stórkostlegrar samfélagsuppbyggingar í okkar heimshluta. Samfélagið eins og við þekkjum var byggt upp með skýrri stefnu almannavaldsins, innviðir lagðir og grunnkerfi samfélagsins færð upp á nýtt stig, gerð að almannakerfum öllum aðgengileg. Þetta voru stórkostlegir tímar, allt aðrir en við síðustu vatnaskil þegar nýfrjálshyggjan tók við af jafnaðarkerfi eftirstríðsáranna. Á eftir þeim komu ár niðurbrots opinberrar þjónustu, gjaldtöku fyrir innviði, hækkunar á sköttum á lágtekjuhópanna, eyðileggingar félagslega húsnæðiskerfisins, minnkandi félagslegs hreyfanleika, aukins vantraust á stjórnvöldum og stjórnlausrar siðspilling auð- og valdastéttanna. Nú er grýla hins vegar dauð og því eigum við að fagna. Það er almennt viðurkennt, þótt Bjarni fatti það ekki, að nú hefur almannavaldið fundið afl sitt. Það er ekki lengur tjóðrað innan heimskulegra reglna nýfrjálshyggju-peningamálastefnunnar og hárra vaxta sem ætlað var að kveða niður verðbólgu, sem enginn óttast lengur. Og fólk veit að hækkun vaxta mun ekki lækka verðbólgu. Það hefur orðið valdatilflutningur við heimsfaraldurinn; frá auðvaldinu, sem dró til sín völd, fé og auðlindir almennings með því að veikja og múlbinda almannavaldið, yfir til almannavaldsins, sem nú stendur frammi fyrir því gleðilega verkefni að byggja upp samfélag framtíðarinnar. Auðvaldið mun ekki færa okkur neina framtíð, það eina sem það kann er að flytja linnulaust fé frá fjöldanum til hinna fáu. Aðeins almannavaldið, sameign okkar allra, hefur máttinn og innrætið til að byggja upp hið stórkostlega samfélag sem við eigum skilið. Bjarni baular á efnahagsstefna Biden Ríkisstjórn Biden er byrjuð á sínu starfi, kallar það að byggja aftur upp betra samfélag. Segja má að Biden hafi tekið að miklu leyti upp efnahagsstefnu sósíalistans Bernie Sanders. Markmiðið er endurreisn með þeim hætti að úr verði jafnara og réttláta samfélag, grænna og ekki eins grimmt. Það á að hækka skatta á hin ríku og stórefla grunnkerfin, byggja félagslegt húsnæði, leikskóla og flýta orkuskiptum. En við hér heima? Því miður er það svo að aðeins Sósíalistar virðast hafa áttað sig á þessum vatnaskilum. Flestir hinna flokkanna eru enn bundnir á klafa úreltu nýfrjálshyggjunnar, keppast við að banka niður kröfur almennings og sætta sig jafnvel við Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu, mann sem telur það hlutverk sitt í samtímanum að neita fólki um jöfnuð og samkennd. Reyndar grunar mig að Bjarni sé búinn að fatta þetta. Þess vegna leggur hann ekki fram önnur loforð en um halda óbreyttri stefnu. Óbreytt stefna merkir að svigrúmið sem er í ríkissjóði vegna lækkunar vaxta verður notað til að lækka enn frekar skatta á fjármagns- og fyrirtækjaeigendur, styrkja þá til allskonar hluta, veikja skatteftirlit með hinum auðugu og færa sem mest fé, völd og auðlindir til hinna fáu ríku. Þess vegna reynir Bjarni að jedúdímía hugmyndir Sósíalista burt. Bjarni vill hræða almenning svo hann fari ekki að velta fyrir sér hvernig samfélag hann vilji byggja upp. Þess vegna ruglar Bjarni saman stöðustærð, sem er heildarskuldir ríkissjóðs, og flæðistærð, sem er vaxtagreiðslur af skuldunum. Hann vill ekki að fólk fatti að það getur raunverulega byggt upp miklu betra samfélag. Eftirmáli um sköpun auðs Lærdómur eftirstríðsáranna var að innviðauppbygging samfélagsins, velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfin auk harðra innviða á borð við húsnæði, samgöngur, orku, fjarskipti o.s.frv. var grunnur að öflugra atvinnulífi og skapaði því auð. Í nýfrjálshyggjunni, sem keyrð var yfir okkur frá um 1980-2008, var þessu snúið á haus; sagt var að auðurinn yrði til hjá þeim sem komust yfir hann og að þau sköpuðu störf sem síðan sköpuðu skatttekjur fyrir ríkissjóð, sem síðan stæðu undir opinberri þjónustu. Á fyrra tímabilinu óx landsframleiðsla á mann hins vegar tvöfalt meira en á því síðara. Það sýnir mikilvægi virkrar beitingar afls almannavaldsins. Í þessu fellst ekki að við eigum ekki að gæta að gjaldeyrisöflun. Þess vegna leggja Sósíalistar til að stjórn verði komið á spillingu sjávarútvegs og fiskeldis þannig að allur arður af þessum greinum renni inn í íslenskt samfélag. Þess vegna leggja Sósíalistar til eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og orkuskipta. Þetta eru aðgerðir til að spara gjaldeyri á sama tíma og þær eru aðgerðir í loftslagsmálum. Orkan og náttúran skapar okkur líka gjaldeyristekjur, eins og tæknigreinar og hugbúnaðargerð. Það gerist innan hins stórkostlega samfélags miklu fremur en innan nýfrjálshyggjunnar. Það er fráleitt að halda því fram að veiking almannavaldsins styrki samfélagið. Það er einmitt í afli þess sem tækifæri næstu ára og áratuga liggja. Með styrkingu almannavaldsins og virkari þátttöku þess við uppbyggingu samfélagsins munum við ekki aðeins fá betri grunnkerfi og meiri jöfnuð heldur öflugra atvinnulíf og aukin gjaldeyrisskapandi tækifæri. Ekki hlusta á Bjarna Það er mikilvægt að fólk átti sig á þessum vatnaskilum. Ekki láta hræða ykkur frá því að byggja upp stórkostlegt samfélag. Ekki missa aflið í hendurnar á fólki sem vill aðeins nota það til að auðgast enn meira persónulega. Notum þetta afl til að skapa stórkostlegt samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir hann í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra jedúdímíaði sig í umræðuþættinum á Stöð 2 í gærkvöldi yfir einföldu reikningsdæmi sem ég lagði fram. Hrópaði að við Sósíalistar vildum láta almenning bera 1000 milljarða skuldir. Dæmið er svona: Þegar flokkurinn hans Bjarna setti þær reglur um opinber fjármál að ríkissjóður mætti ekki skulda nema 30% af landsframleiðslu voru vextir um 6%. Vextir eru nú 2%. Byrði almennings af skuldum upp á 30% af landsframleiðslu þegar vextir eru 6% er jafn mikil og byrði almennings af skuldum upp á 90% þegar vextirnir eru 2%. Eftir kórónafaraldurinn hafa skuldir ríkisins vaxið, eru farnar að nálgast 50% af landsframleiðslu. Munurinn á 50% og 90% af landsframleiðslu eru um 1200 milljarðar króna. Það er um það bil upphæðin sem Bjarni jedúdímíaði sig yfir í gærkvöldi. Miðað við sömu skuldabyrði og var fyrir kórónafaraldur gætum við því fjárfest í orkuskiptum og uppbyggingu matvælaframleiðslu, skógrækt og tilheyrandi atvinnurekstri, rannsóknum og þróun í háskólasamfélaginu, uppbyggingu starfræns Íslands og stuðningi við nýsköpun á sama tíma og við myndum styrkja heilbrigðis- og menntakerfin, lyfta lágtekjufólki upp úr fátækt og innleiða hér jöfnuð, réttlæti og samkennd sem fólk kallar eftir. Þjóðir heims eru að vakna Þetta eru þjóðir heimsins að átta sig á. Við lifum tímamót, vatnaskil í hugmyndum keimlík því þegar nýfrjálshyggjan drapst síðast, fyrir um níutíu árum. Þá tók við tímabil stórkostlegrar samfélagsuppbyggingar í okkar heimshluta. Samfélagið eins og við þekkjum var byggt upp með skýrri stefnu almannavaldsins, innviðir lagðir og grunnkerfi samfélagsins færð upp á nýtt stig, gerð að almannakerfum öllum aðgengileg. Þetta voru stórkostlegir tímar, allt aðrir en við síðustu vatnaskil þegar nýfrjálshyggjan tók við af jafnaðarkerfi eftirstríðsáranna. Á eftir þeim komu ár niðurbrots opinberrar þjónustu, gjaldtöku fyrir innviði, hækkunar á sköttum á lágtekjuhópanna, eyðileggingar félagslega húsnæðiskerfisins, minnkandi félagslegs hreyfanleika, aukins vantraust á stjórnvöldum og stjórnlausrar siðspilling auð- og valdastéttanna. Nú er grýla hins vegar dauð og því eigum við að fagna. Það er almennt viðurkennt, þótt Bjarni fatti það ekki, að nú hefur almannavaldið fundið afl sitt. Það er ekki lengur tjóðrað innan heimskulegra reglna nýfrjálshyggju-peningamálastefnunnar og hárra vaxta sem ætlað var að kveða niður verðbólgu, sem enginn óttast lengur. Og fólk veit að hækkun vaxta mun ekki lækka verðbólgu. Það hefur orðið valdatilflutningur við heimsfaraldurinn; frá auðvaldinu, sem dró til sín völd, fé og auðlindir almennings með því að veikja og múlbinda almannavaldið, yfir til almannavaldsins, sem nú stendur frammi fyrir því gleðilega verkefni að byggja upp samfélag framtíðarinnar. Auðvaldið mun ekki færa okkur neina framtíð, það eina sem það kann er að flytja linnulaust fé frá fjöldanum til hinna fáu. Aðeins almannavaldið, sameign okkar allra, hefur máttinn og innrætið til að byggja upp hið stórkostlega samfélag sem við eigum skilið. Bjarni baular á efnahagsstefna Biden Ríkisstjórn Biden er byrjuð á sínu starfi, kallar það að byggja aftur upp betra samfélag. Segja má að Biden hafi tekið að miklu leyti upp efnahagsstefnu sósíalistans Bernie Sanders. Markmiðið er endurreisn með þeim hætti að úr verði jafnara og réttláta samfélag, grænna og ekki eins grimmt. Það á að hækka skatta á hin ríku og stórefla grunnkerfin, byggja félagslegt húsnæði, leikskóla og flýta orkuskiptum. En við hér heima? Því miður er það svo að aðeins Sósíalistar virðast hafa áttað sig á þessum vatnaskilum. Flestir hinna flokkanna eru enn bundnir á klafa úreltu nýfrjálshyggjunnar, keppast við að banka niður kröfur almennings og sætta sig jafnvel við Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu, mann sem telur það hlutverk sitt í samtímanum að neita fólki um jöfnuð og samkennd. Reyndar grunar mig að Bjarni sé búinn að fatta þetta. Þess vegna leggur hann ekki fram önnur loforð en um halda óbreyttri stefnu. Óbreytt stefna merkir að svigrúmið sem er í ríkissjóði vegna lækkunar vaxta verður notað til að lækka enn frekar skatta á fjármagns- og fyrirtækjaeigendur, styrkja þá til allskonar hluta, veikja skatteftirlit með hinum auðugu og færa sem mest fé, völd og auðlindir til hinna fáu ríku. Þess vegna reynir Bjarni að jedúdímía hugmyndir Sósíalista burt. Bjarni vill hræða almenning svo hann fari ekki að velta fyrir sér hvernig samfélag hann vilji byggja upp. Þess vegna ruglar Bjarni saman stöðustærð, sem er heildarskuldir ríkissjóðs, og flæðistærð, sem er vaxtagreiðslur af skuldunum. Hann vill ekki að fólk fatti að það getur raunverulega byggt upp miklu betra samfélag. Eftirmáli um sköpun auðs Lærdómur eftirstríðsáranna var að innviðauppbygging samfélagsins, velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfin auk harðra innviða á borð við húsnæði, samgöngur, orku, fjarskipti o.s.frv. var grunnur að öflugra atvinnulífi og skapaði því auð. Í nýfrjálshyggjunni, sem keyrð var yfir okkur frá um 1980-2008, var þessu snúið á haus; sagt var að auðurinn yrði til hjá þeim sem komust yfir hann og að þau sköpuðu störf sem síðan sköpuðu skatttekjur fyrir ríkissjóð, sem síðan stæðu undir opinberri þjónustu. Á fyrra tímabilinu óx landsframleiðsla á mann hins vegar tvöfalt meira en á því síðara. Það sýnir mikilvægi virkrar beitingar afls almannavaldsins. Í þessu fellst ekki að við eigum ekki að gæta að gjaldeyrisöflun. Þess vegna leggja Sósíalistar til að stjórn verði komið á spillingu sjávarútvegs og fiskeldis þannig að allur arður af þessum greinum renni inn í íslenskt samfélag. Þess vegna leggja Sósíalistar til eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og orkuskipta. Þetta eru aðgerðir til að spara gjaldeyri á sama tíma og þær eru aðgerðir í loftslagsmálum. Orkan og náttúran skapar okkur líka gjaldeyristekjur, eins og tæknigreinar og hugbúnaðargerð. Það gerist innan hins stórkostlega samfélags miklu fremur en innan nýfrjálshyggjunnar. Það er fráleitt að halda því fram að veiking almannavaldsins styrki samfélagið. Það er einmitt í afli þess sem tækifæri næstu ára og áratuga liggja. Með styrkingu almannavaldsins og virkari þátttöku þess við uppbyggingu samfélagsins munum við ekki aðeins fá betri grunnkerfi og meiri jöfnuð heldur öflugra atvinnulíf og aukin gjaldeyrisskapandi tækifæri. Ekki hlusta á Bjarna Það er mikilvægt að fólk átti sig á þessum vatnaskilum. Ekki láta hræða ykkur frá því að byggja upp stórkostlegt samfélag. Ekki missa aflið í hendurnar á fólki sem vill aðeins nota það til að auðgast enn meira persónulega. Notum þetta afl til að skapa stórkostlegt samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir hann í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun