Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson skrifar 24. september 2021 09:01 Ótrúverðugasta slagorð kosningabaráttunnar er „útrýmum biðlistum.” Slagorðið er aðlaðandi en líkt og mörg önnur á það sér enga stoð í raunveruleikanum. Margir flokkar hafa slegið þessu fram en Viðreisn hefur verið mest áberandi. Sjálfstæðisflokkurinn, sem stærir sig af því að vera flokkur rökfestu, hefur jafnvel slegið þessu fram. Undirritaður skrifaði grein fyrir skömmu og sagði fyrirheit sumra stjórnarandstöðuflokka um að niðugreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum væri fásinna. Þessi tvö loforð eru í andstöðu hvort við annað. Stjórnmálamenn gera sér grein fyrir þessu en freistingin að nýta sér vanlíðan ungs fólks virðist vera sterkari en skyldan til að horfast í augu við raunveruleikann. Geðheilsa margra ungmenna er bágstödd. Enginn geðlæknir hefur útskrifast hér á landi síðan 2018, sjálfvígstíðni ungra kvenna hefur aukist og andleg vanlíðan í þeirra hópi vaxið með aukinni notkun samfélagsmiðla. Vandinn, hins vegar, snýr að framboði og eftirspurn. Ef sálfræðiþjónusta yrði niðurgreidd myndi eftirspurnin aukast svo um munar. Fólk sem gæti beðið myndi lengja bið fólks sem væri í brýnni þörf fyrir þjónustuna. Og biðlistar eftir sálfræðiþjónustu eru nú þegar langir. Ef gripið væri til ráða sumra stjórnmálaflokkanna í þessum málum myndu biðlistar margfaldast. Til að koma til móts við efnalítið fólk væri hægt að miða niðurgreiðslu sjálfræðiþjónustu við tekjur. Slagorð þess efnis yrði þó óþjált og myndi ekki hljóma eins vel. Það er því einfaldara að slá fram tálsýn sem betur hljómar. Það er gömul saga og ný að á fjögurra ára fresti lofa stjórnmálamenn breytingum sem þeir standa ekki við. En það er eitthvað sérstaklega ógeðfellt við það þegar reynt er að smala atkvæðum með fölskum loforðum um að bæta geðheilsu ungs fólks. Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Skoðun: Kosningar 2021 Geðheilbrigði Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Ótrúverðugasta slagorð kosningabaráttunnar er „útrýmum biðlistum.” Slagorðið er aðlaðandi en líkt og mörg önnur á það sér enga stoð í raunveruleikanum. Margir flokkar hafa slegið þessu fram en Viðreisn hefur verið mest áberandi. Sjálfstæðisflokkurinn, sem stærir sig af því að vera flokkur rökfestu, hefur jafnvel slegið þessu fram. Undirritaður skrifaði grein fyrir skömmu og sagði fyrirheit sumra stjórnarandstöðuflokka um að niðugreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum væri fásinna. Þessi tvö loforð eru í andstöðu hvort við annað. Stjórnmálamenn gera sér grein fyrir þessu en freistingin að nýta sér vanlíðan ungs fólks virðist vera sterkari en skyldan til að horfast í augu við raunveruleikann. Geðheilsa margra ungmenna er bágstödd. Enginn geðlæknir hefur útskrifast hér á landi síðan 2018, sjálfvígstíðni ungra kvenna hefur aukist og andleg vanlíðan í þeirra hópi vaxið með aukinni notkun samfélagsmiðla. Vandinn, hins vegar, snýr að framboði og eftirspurn. Ef sálfræðiþjónusta yrði niðurgreidd myndi eftirspurnin aukast svo um munar. Fólk sem gæti beðið myndi lengja bið fólks sem væri í brýnni þörf fyrir þjónustuna. Og biðlistar eftir sálfræðiþjónustu eru nú þegar langir. Ef gripið væri til ráða sumra stjórnmálaflokkanna í þessum málum myndu biðlistar margfaldast. Til að koma til móts við efnalítið fólk væri hægt að miða niðurgreiðslu sjálfræðiþjónustu við tekjur. Slagorð þess efnis yrði þó óþjált og myndi ekki hljóma eins vel. Það er því einfaldara að slá fram tálsýn sem betur hljómar. Það er gömul saga og ný að á fjögurra ára fresti lofa stjórnmálamenn breytingum sem þeir standa ekki við. En það er eitthvað sérstaklega ógeðfellt við það þegar reynt er að smala atkvæðum með fölskum loforðum um að bæta geðheilsu ungs fólks. Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun