Við eigum öll erindi á Alþingi Lenya Rún Taha Karim skrifar 24. september 2021 17:00 Í þessari kosningabaráttu hef ég þurft að svara einni spurningu oftar en nokkurri annarri: Af hverju ég en ekki einhver annar? Stærsta ástæðan er einfaldlega af lýðræðislegum toga. Ég tel mig vera góðan fulltrúa fjölbreyttra hópa sem fá sjaldan eða aldrei áheyrn í íslensku samfélagi: Ungt fólk og fólk með erlendan bakgrunn. Við gleymum því nefnilega allt of oft að rúmlega 15% af þjóðarinnar eru innflytjendur eða útlendingar og hlutfall ungs fólks er ennþá hærra. Þessir hópar hafa hins vegar engan málsvara á Alþingi eins og er. Rauði þráðurinn í starfi Pírata er lýðræði. Það er ekki hægt að tala um virkt og skilningsríkt lýðræði ef gríðarstór hluti þjóðarinnar á sér engan málsvara sem þekkir aðstæður þeirra af eigin raun. Hvernig á alþingismaður, sem hefur enga snertingu við þessa hópa, að geta sett sig í þeirra fótspor? Það er hreinlega óraunhæf krafa. Ég hef því góða innsýn inn í reynsluheim fjölda Íslendinga sem ratar sjaldan inn fyrir veggi Alþingis. Inn í íslenska samfélagið þar sem ég fæddist en einnig í erlenda samfélagið á Íslandi. Ég ólst upp við kúrdísk gildi heima hjá mér og íslensk gildi í menntakerfinu En það viðhorf virðist ríkjandi að við töpum á því að hjálpa þessum tveimur ólíku hópum að aðlagast hvor öðrum. Af hverju ætli það sé? Síðast en ekki síst er hreinlega kominn tími til að lofta út á Alþingi. Meðalaldurinn er að nálgast 50 ára þar og mín kynslóð á ekki eitt sæti við borðið. Ég er hluti af kynslóðinni sem fær að hafa áhrif eftir 10-15 ár, því þá þurfum við ekki að reyna að troða okkur inn á þing, heldur verður fyrst þá komið að okkur í aldursröðinni. Ég er einnig hluti af þeirri kynslóð sem neyðist til þess að moka upp skít eftir núverandi ráðamenn því þau neituðu að grípa til aðgerða í loftslags- og umhverfismálum, útlendingamálum og mannréttindamálum. Mín kynslóð krefst þess að þessi vinna hefjist núna strax.Ég er vissulega ung en ég er líka bjartsýn. Ég er bjartsýn á að það sé hægt að snúa blaðinu við og móta góða framtíð fyrir alla hópa samfélagsins á næstu 4 árum. Með lýðræðið að leiðarljósi og raunverulegri aðkomu allra í íslensku samfélagi, sérstaklega þeirra sem eiga sér enga rödd á Alþingi í dag. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í þessari kosningabaráttu hef ég þurft að svara einni spurningu oftar en nokkurri annarri: Af hverju ég en ekki einhver annar? Stærsta ástæðan er einfaldlega af lýðræðislegum toga. Ég tel mig vera góðan fulltrúa fjölbreyttra hópa sem fá sjaldan eða aldrei áheyrn í íslensku samfélagi: Ungt fólk og fólk með erlendan bakgrunn. Við gleymum því nefnilega allt of oft að rúmlega 15% af þjóðarinnar eru innflytjendur eða útlendingar og hlutfall ungs fólks er ennþá hærra. Þessir hópar hafa hins vegar engan málsvara á Alþingi eins og er. Rauði þráðurinn í starfi Pírata er lýðræði. Það er ekki hægt að tala um virkt og skilningsríkt lýðræði ef gríðarstór hluti þjóðarinnar á sér engan málsvara sem þekkir aðstæður þeirra af eigin raun. Hvernig á alþingismaður, sem hefur enga snertingu við þessa hópa, að geta sett sig í þeirra fótspor? Það er hreinlega óraunhæf krafa. Ég hef því góða innsýn inn í reynsluheim fjölda Íslendinga sem ratar sjaldan inn fyrir veggi Alþingis. Inn í íslenska samfélagið þar sem ég fæddist en einnig í erlenda samfélagið á Íslandi. Ég ólst upp við kúrdísk gildi heima hjá mér og íslensk gildi í menntakerfinu En það viðhorf virðist ríkjandi að við töpum á því að hjálpa þessum tveimur ólíku hópum að aðlagast hvor öðrum. Af hverju ætli það sé? Síðast en ekki síst er hreinlega kominn tími til að lofta út á Alþingi. Meðalaldurinn er að nálgast 50 ára þar og mín kynslóð á ekki eitt sæti við borðið. Ég er hluti af kynslóðinni sem fær að hafa áhrif eftir 10-15 ár, því þá þurfum við ekki að reyna að troða okkur inn á þing, heldur verður fyrst þá komið að okkur í aldursröðinni. Ég er einnig hluti af þeirri kynslóð sem neyðist til þess að moka upp skít eftir núverandi ráðamenn því þau neituðu að grípa til aðgerða í loftslags- og umhverfismálum, útlendingamálum og mannréttindamálum. Mín kynslóð krefst þess að þessi vinna hefjist núna strax.Ég er vissulega ung en ég er líka bjartsýn. Ég er bjartsýn á að það sé hægt að snúa blaðinu við og móta góða framtíð fyrir alla hópa samfélagsins á næstu 4 árum. Með lýðræðið að leiðarljósi og raunverulegri aðkomu allra í íslensku samfélagi, sérstaklega þeirra sem eiga sér enga rödd á Alþingi í dag. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun