Höfum VG í forystu Jódís Skúladóttir skrifar 25. september 2021 07:01 Óvenjulegu kjörtímabili í skugga heimsfaraldurs og náttúruhamfara er lokið. Með Vinstri græn í forystu hefur tekist að stjórna Íslandi farsællega í átt að jafnara og sterkara samfélagi. Það gerist ekki af sjálfu sér en VG með Katrínu Jakobsdóttur í forsæti hefur tekist það. Við höfum unnið markvisst að þeim málum sem kjósendur hafa kallað hvað hæst eftir. Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, þrepaskipt skattkerfi í þágu þeirra tekjulægstu, verndun íslenskrar náttúru og takmörk á eignasöfnun einstaklinga á íslensku landi. Það eru ótal mál á réttri leið en til þess að við getum haldið áfram að standa vörð um atvinnulífið og fjölskyldur í okkar fjölbreytta litrófi samfélagsins þurfum við að halda áfram á sömu braut. Ábyrg og traust stefna í rétta átt. Allt tal um að bylta innviðum samfélagsins til þess að ná fram meira réttlæti hljómar ótrúlega vel í orði en erfiðara er að sjá árangur á borði. Ef við byltum þeim stoðum sem við höfum byggt upp, og litið er til sem fyrirmyndar frá öðrum þjóðum, þarf að fylgja rétt reiknuð, fjármögnuð og útfærð áætlun til þess að dæmið gangi upp. Minna hefur farið fyrir slíkum áætlunum í kosningabaráttunni þar sem upphrópanir og loforð um betri heim hljóma í holum trumbuslætti framboðanna. Í fjölflokka lýðræðissamfélagi er deginum ljósara að ein rödd getur aldrei fengið að tóna yfir allar hinar. Að binda sig föst í einstrengingsleg loforð og hafna öðrum sjónarmiðum er ekki gott veganesti í stjórnarmyndunarviðræður. Hvort ætla slíkir flokkar að svíkja kjósendur sína og gefa eftir það sem búið var að lofa eða standa utan samtalsins og koma engu af sínum málum á framfæri? Vinstrihreyfingin – grænt framboð er róttækur vinstriflokkur sem leggur höfuðáherslu á jöfnuð og sjálfbærni. Stefna Vinstri grænna byggist á fjórum grunnstoðum: umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu réttlæti. Þessar mikilvægu stoðir eru hafðar að leiðarljósi í öllum okkar stefnumálum. Oft er spurt, hvað er þetta “eitthvað annað” sem VG er að tala um í atvinnumálum. Svarið er einfalt, við viljum efla nýsköpun, virkja hugvitið og stefna að grænum lausnum á öllum sviðum atvinnulífs hvort heldur er til sjávar eða sveita. 1/6 af útflutningstekjum þjóðarinnar fellur nú þegar undir þetta “eitthvað annað”. Við viljum byggja upp, skapa fjölbreytt atvinnulíf, þannig að við stöndum keik líka næst þegar ófyrirsjánlegir atburðir gerast og hriktir í stoðum samfélagsins. Til þess þarf að setja X við V í dag. Höfundur er lögfræðingur, sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í öðru sæti á framboðslista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Jódís Skúladóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Óvenjulegu kjörtímabili í skugga heimsfaraldurs og náttúruhamfara er lokið. Með Vinstri græn í forystu hefur tekist að stjórna Íslandi farsællega í átt að jafnara og sterkara samfélagi. Það gerist ekki af sjálfu sér en VG með Katrínu Jakobsdóttur í forsæti hefur tekist það. Við höfum unnið markvisst að þeim málum sem kjósendur hafa kallað hvað hæst eftir. Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, þrepaskipt skattkerfi í þágu þeirra tekjulægstu, verndun íslenskrar náttúru og takmörk á eignasöfnun einstaklinga á íslensku landi. Það eru ótal mál á réttri leið en til þess að við getum haldið áfram að standa vörð um atvinnulífið og fjölskyldur í okkar fjölbreytta litrófi samfélagsins þurfum við að halda áfram á sömu braut. Ábyrg og traust stefna í rétta átt. Allt tal um að bylta innviðum samfélagsins til þess að ná fram meira réttlæti hljómar ótrúlega vel í orði en erfiðara er að sjá árangur á borði. Ef við byltum þeim stoðum sem við höfum byggt upp, og litið er til sem fyrirmyndar frá öðrum þjóðum, þarf að fylgja rétt reiknuð, fjármögnuð og útfærð áætlun til þess að dæmið gangi upp. Minna hefur farið fyrir slíkum áætlunum í kosningabaráttunni þar sem upphrópanir og loforð um betri heim hljóma í holum trumbuslætti framboðanna. Í fjölflokka lýðræðissamfélagi er deginum ljósara að ein rödd getur aldrei fengið að tóna yfir allar hinar. Að binda sig föst í einstrengingsleg loforð og hafna öðrum sjónarmiðum er ekki gott veganesti í stjórnarmyndunarviðræður. Hvort ætla slíkir flokkar að svíkja kjósendur sína og gefa eftir það sem búið var að lofa eða standa utan samtalsins og koma engu af sínum málum á framfæri? Vinstrihreyfingin – grænt framboð er róttækur vinstriflokkur sem leggur höfuðáherslu á jöfnuð og sjálfbærni. Stefna Vinstri grænna byggist á fjórum grunnstoðum: umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu réttlæti. Þessar mikilvægu stoðir eru hafðar að leiðarljósi í öllum okkar stefnumálum. Oft er spurt, hvað er þetta “eitthvað annað” sem VG er að tala um í atvinnumálum. Svarið er einfalt, við viljum efla nýsköpun, virkja hugvitið og stefna að grænum lausnum á öllum sviðum atvinnulífs hvort heldur er til sjávar eða sveita. 1/6 af útflutningstekjum þjóðarinnar fellur nú þegar undir þetta “eitthvað annað”. Við viljum byggja upp, skapa fjölbreytt atvinnulíf, þannig að við stöndum keik líka næst þegar ófyrirsjánlegir atburðir gerast og hriktir í stoðum samfélagsins. Til þess þarf að setja X við V í dag. Höfundur er lögfræðingur, sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í öðru sæti á framboðslista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar