Innlent

Kristján Ara glaður að vera laus við nafn­lausu rógs­mynd­böndin

Þorgils Jónsson skrifar
Sunna Birna Helgadóttir og Kristján Arason eru makar frambjóðenda. Þau segja að baráttan að þessu sinni hafi verið jákvæðari en oft áður.
Sunna Birna Helgadóttir og Kristján Arason eru makar frambjóðenda. Þau segja að baráttan að þessu sinni hafi verið jákvæðari en oft áður.

Kristján Arason og Sunna Birna Helgadóttir, makar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ásmundar Einars Daðasonar, mættu í spjall við Þórdísi Valsdóttur í kosningavöku Stöðvar 2. Þar sögðust þau bæði hafa upplifað jákvæða og skemmtilega kosningabaráttu.

„Já, mér finnst þetta hafa verið frekar bleik kosningabarátta. Allt svona frekar jákvætt og skemmtilegt.“

Kristján tók undir það, alla vega hvað varðar stjórnmálamennina sjálfa.

„Það eru kannski einhverir úti í bæ við tölvu að skjóta, en það er miklu minna núna en síðast. Flokkarnir tóku sig, held ég, saman um að vera ekki með þessi myndbönd til að rægja fólk, nafnlaust. Sem betur fer erum við laus við það núna.“

Klippa: Makar Þorgerðar Katrínar og Ásmundar Einars í spjalli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×