Rak eiginmanninn út á gaddinn til að upplifa töfrabragð kjörstjóra Eiður Þór Árnason skrifar 25. september 2021 23:29 Veiran leiddi Dagný Guðjónsdóttur og Viðar Ævarsson í óvenjulegt ævintýri. Aðsend Dagný Guðjónsdóttir þurfti að hafa aðeins meira fyrir því að nýta kosningaréttinn í dag en flestir aðrir. Kjördagur lenti á sjöunda degi einangrunar og áður en hún vissi af var fresturinn til að sækja um heimakosningu runninn út. Eini kosturinn í stöðunni var þá að fara á bílnum niður á Skarfabakka þar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði útbúið sérstakan bílakjörstað. Við tók óvenju eftirminnilegur kjördagur en eiginmaður hennar Viðar Ævarsson glímir sömuleiðis við farsóttina. „Við vorum eitthvað að velta því fyrir okkur hvort við ættum að fara tvær ferðir þarna niður eftir því það má enginn vera með þér í bílnum þegar þú ert að kjósa. Við vorum eitthvað að leika okkur með að setja þetta upp og pæla hvort annað okkar ætti að vera í skottinu á meðan hinn kýs,“ segir Dagný í samtali við Vísi. Niðurstaðan varð þó sú að þau færu saman á bílnum en annað þeirra myndi bíða úti á meðan hinn helmingurinn greiddi atkvæði. Ekki var lagt af stað fyrr en búið var að útbúa miða til að upplýsa samborgara um að bílinn væri veirubæli ef þau þyrftu að eiga samskipti við laganna verði eða lentu í árekstri. Þá var lagt af stað. Tveir gátu kosið í einu á Skarfabakka. Dagný Guðjónsdóttir „Ég henti honum út á Skerjagarði og legg svo sjálf af stað í bílaröðina. Svo kem ég að gámi þar sem þú auðkennir þig. Þá rak ég pínulitla ökuskírteinið mitt út í glugga og þakka bara fyrir góða sjón mannsins í gámnum. Svo var þetta eitthvað hálfgert tákn með tali og hann réttir upp blað til að spyrja mig hvort ég væri ein í bílnum.“ Næst var keyrt inn í eitthvað sem Dagný getur best lýst sem „stoðum með segli“ þar sem unglingar sáu um að loka tjaldinu á eftir bílnum. Þar stóð fulltrúi sýslumanns með kjörseðil og hófust látbrögðin á ný. Dagný var sagt að skrifa niður hvaða flokk hún ætlaði að kjósa og hún rak blaðið í rúðuna. Næst vildi kjörstjórinn fullvissa hana um að ekkert væri í umslaginu og að framkvæmdin væri með öllu í samræmi við lög og reglur. „Þetta voru allt ægilegar serimóníur. Þetta var eins og hálfgert töfrabragð þar sem hún sagði: „Sjáðu hér er ekkert og nú er kominn miði!" Mig langaði svo að vera með GoPro myndavél á hausnum í þessum aðstæðum,“ segir Dagný létt í bragði. Reynt var að viðhalda leynd kosninganna. Dagný Guðjónsdóttir Þurfti að bakka út Eftir að kjörstjórinn innsiglaði umslagið var komið að því að bakka út úr tjaldinu en svo óheppilega vildi til að það var einungis opið í annan endann. „Þá er komin bílaröð fyrir aftan þig og einhver gámur þarna. Ég hugsaði bara með mér að það væri pottþétt einhver að fara að keyra á stoðirnar eða á gáminn þar sem fólk er nú misgott að bakka.“ Dagný og bílinn komust þó heil frá því verkefni og þá var komið að því að sækja eiginmanninn sem var að krókna úr kulda standandi á höfninni. „Þá hoppaði ég út úr bílnum og þurfti að bíða þarna á labbinu. Þá komu einhverjir ferðamenn með myndavél gangandi á móti mér og ég tek einhverja stóra sveiga þarna. Svo kláraði hann auðvitað sitt og við fórum heim og hlógum mikið.“ Hjónin vildu gera öllum ljóst að það væri í raun annar farþegi í bílnum. Dagný Guðjónsdóttir Leggur til úrbætur Dagný segir að hún geti ekki neitað því að þessi reynsla hafi verið eftirminnileg og býður sýslumanni nokkrar tillögur að úrbótum. „Ég botna ekki alveg af hverju það var bara opið í annan endann. Auðvitað áttir þú að keyra þarna inn, ganga frá þínu og fara út hinum megin en ekki bakka þarna aftur út þegar það er röð fyrir aftan þig.“ Þá sé undarlegt að ekki hafi verið hægt að leysa bílakosninguna af hólmi árið 2021 með einhverjum rafrænum kosningalausnum á sama tíma og hver einasti maður er kominn með rafræn skilríki. Stórmerkilegur fjandi Dagný er nú á sjöunda degi einangrunar og segir að heilsan hafi verið frekar dapurleg síðustu daga. Það séu vissulega vonbrigði að veiran hafi lagst svo hart á hana þrátt fyrir að vera bólusett. „Þetta er stórmerkilegur fjandi, það er ekki hægt að segja annað.“ Á tímum sem þessum sé þó gott að geta séð húmorinn í óvenjulegum aðstæðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Eini kosturinn í stöðunni var þá að fara á bílnum niður á Skarfabakka þar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði útbúið sérstakan bílakjörstað. Við tók óvenju eftirminnilegur kjördagur en eiginmaður hennar Viðar Ævarsson glímir sömuleiðis við farsóttina. „Við vorum eitthvað að velta því fyrir okkur hvort við ættum að fara tvær ferðir þarna niður eftir því það má enginn vera með þér í bílnum þegar þú ert að kjósa. Við vorum eitthvað að leika okkur með að setja þetta upp og pæla hvort annað okkar ætti að vera í skottinu á meðan hinn kýs,“ segir Dagný í samtali við Vísi. Niðurstaðan varð þó sú að þau færu saman á bílnum en annað þeirra myndi bíða úti á meðan hinn helmingurinn greiddi atkvæði. Ekki var lagt af stað fyrr en búið var að útbúa miða til að upplýsa samborgara um að bílinn væri veirubæli ef þau þyrftu að eiga samskipti við laganna verði eða lentu í árekstri. Þá var lagt af stað. Tveir gátu kosið í einu á Skarfabakka. Dagný Guðjónsdóttir „Ég henti honum út á Skerjagarði og legg svo sjálf af stað í bílaröðina. Svo kem ég að gámi þar sem þú auðkennir þig. Þá rak ég pínulitla ökuskírteinið mitt út í glugga og þakka bara fyrir góða sjón mannsins í gámnum. Svo var þetta eitthvað hálfgert tákn með tali og hann réttir upp blað til að spyrja mig hvort ég væri ein í bílnum.“ Næst var keyrt inn í eitthvað sem Dagný getur best lýst sem „stoðum með segli“ þar sem unglingar sáu um að loka tjaldinu á eftir bílnum. Þar stóð fulltrúi sýslumanns með kjörseðil og hófust látbrögðin á ný. Dagný var sagt að skrifa niður hvaða flokk hún ætlaði að kjósa og hún rak blaðið í rúðuna. Næst vildi kjörstjórinn fullvissa hana um að ekkert væri í umslaginu og að framkvæmdin væri með öllu í samræmi við lög og reglur. „Þetta voru allt ægilegar serimóníur. Þetta var eins og hálfgert töfrabragð þar sem hún sagði: „Sjáðu hér er ekkert og nú er kominn miði!" Mig langaði svo að vera með GoPro myndavél á hausnum í þessum aðstæðum,“ segir Dagný létt í bragði. Reynt var að viðhalda leynd kosninganna. Dagný Guðjónsdóttir Þurfti að bakka út Eftir að kjörstjórinn innsiglaði umslagið var komið að því að bakka út úr tjaldinu en svo óheppilega vildi til að það var einungis opið í annan endann. „Þá er komin bílaröð fyrir aftan þig og einhver gámur þarna. Ég hugsaði bara með mér að það væri pottþétt einhver að fara að keyra á stoðirnar eða á gáminn þar sem fólk er nú misgott að bakka.“ Dagný og bílinn komust þó heil frá því verkefni og þá var komið að því að sækja eiginmanninn sem var að krókna úr kulda standandi á höfninni. „Þá hoppaði ég út úr bílnum og þurfti að bíða þarna á labbinu. Þá komu einhverjir ferðamenn með myndavél gangandi á móti mér og ég tek einhverja stóra sveiga þarna. Svo kláraði hann auðvitað sitt og við fórum heim og hlógum mikið.“ Hjónin vildu gera öllum ljóst að það væri í raun annar farþegi í bílnum. Dagný Guðjónsdóttir Leggur til úrbætur Dagný segir að hún geti ekki neitað því að þessi reynsla hafi verið eftirminnileg og býður sýslumanni nokkrar tillögur að úrbótum. „Ég botna ekki alveg af hverju það var bara opið í annan endann. Auðvitað áttir þú að keyra þarna inn, ganga frá þínu og fara út hinum megin en ekki bakka þarna aftur út þegar það er röð fyrir aftan þig.“ Þá sé undarlegt að ekki hafi verið hægt að leysa bílakosninguna af hólmi árið 2021 með einhverjum rafrænum kosningalausnum á sama tíma og hver einasti maður er kominn með rafræn skilríki. Stórmerkilegur fjandi Dagný er nú á sjöunda degi einangrunar og segir að heilsan hafi verið frekar dapurleg síðustu daga. Það séu vissulega vonbrigði að veiran hafi lagst svo hart á hana þrátt fyrir að vera bólusett. „Þetta er stórmerkilegur fjandi, það er ekki hægt að segja annað.“ Á tímum sem þessum sé þó gott að geta séð húmorinn í óvenjulegum aðstæðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira