Hann segist vera snortinn yfir þessu:
„Það er frábært að hafa fundið þessa jákvæðni,“ segir hann í samtali við fréttamann.
Ásmundur tók áhættu með að færa sig um kjördæmi og fara yfir í Reykjavíkurkjördæmi norður en Framsókn hefur ekki náð manni inn á þing í því kjördæmi síðan árið 2013.
„Ég segi bara takk Reykjavík. Við munum gera allt sem við getum til að standa undir þessu trausti.“
Framsókn er með 12,7 prósent talinna atkvæða í kjördæminu en talinn atkvæði eru 19.473. Í kjördæminu eru 45.368 á kjörskrá.