Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2021 07:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á kjörstað í gær. Vísir/Magnús Hlynur Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. Lokatölur í Suðurkjördæmi skiluðu sér upp úr klukkan sjö í morgun. Framsóknarflokkurinn bætir við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Suðurkjördæmi og Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum þremur mönnum og er áfram stærsti flokkurinn. Litlu munaði á D og B Litlu munaði þó á flokkunum - Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 24,6 prósent atkvæða og Framsókn 23,9 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, verður því fyrsti þingmaður kjördæmisins. Sjálfstæðismennirnir Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson eru öll á leið á þing. Átta atkvæðum munaði að Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna, kæmist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður í stað Birgis Þórarinssonar, Miðflokki. Framsóknarmennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir munu öll eiga sæti á þingi. Flokkur fólksins þriðji stærsti Flokkur fólksins er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu, náði 12,9 prósent atkvæða og einn mann kjörinn, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, kennara og formann Hagsmunasamtaka heimilanna. Oddný Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nær inn sem kjördæmakjörinn þingmaður, en Oddný hefur setið á þingi frá 2009. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, nær sæti á þingi sem uppbótarþingmaður. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum, jöfnunarþingmaður kjördæmisins. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Guðbrandur Einarsson, Viðreisn, fengi jöfnunarþingsætið. Að neðan má sjá lokatölur úr kjördæminu. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Lokatölur í Suðurkjördæmi skiluðu sér upp úr klukkan sjö í morgun. Framsóknarflokkurinn bætir við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Suðurkjördæmi og Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum þremur mönnum og er áfram stærsti flokkurinn. Litlu munaði á D og B Litlu munaði þó á flokkunum - Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 24,6 prósent atkvæða og Framsókn 23,9 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, verður því fyrsti þingmaður kjördæmisins. Sjálfstæðismennirnir Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson eru öll á leið á þing. Átta atkvæðum munaði að Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna, kæmist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður í stað Birgis Þórarinssonar, Miðflokki. Framsóknarmennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir munu öll eiga sæti á þingi. Flokkur fólksins þriðji stærsti Flokkur fólksins er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu, náði 12,9 prósent atkvæða og einn mann kjörinn, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, kennara og formann Hagsmunasamtaka heimilanna. Oddný Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nær inn sem kjördæmakjörinn þingmaður, en Oddný hefur setið á þingi frá 2009. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, nær sæti á þingi sem uppbótarþingmaður. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum, jöfnunarþingmaður kjördæmisins. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Guðbrandur Einarsson, Viðreisn, fengi jöfnunarþingsætið. Að neðan má sjá lokatölur úr kjördæminu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum, jöfnunarþingmaður kjördæmisins. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Guðbrandur Einarsson, Viðreisn, fengi jöfnunarþingsætið.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55
Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59
Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02