Innlent

Loka­­­tölur úr Norð­vestur­­­kjör­­­dæmi: Fram­­sókn bætir við sig manni en Mið­­flokkur og Sam­­fylking missa menn

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Gleði og glaumur var á kosningavökum Framsóknarflokksins víða í nótt enda fékk flokkurinn víða glimrandi kosningu.
Gleði og glaumur var á kosningavökum Framsóknarflokksins víða í nótt enda fékk flokkurinn víða glimrandi kosningu. Vísir/Vilhelm

Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 

Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins, verður fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis. Félagar hans, þær Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir, fylgja honum inn á þing.

Vinstri græn ná inn

Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum tveimur mönnum: Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Haraldi Benediktssyni.

Vinstri græn ná inn manni í kjördæminu sem flokkurinn hafði ekki á síðasta þingi. Bjarni Jónsson úr VG verður fjórði þingmaður kjördæmisins.

Flokkur fólksins nær inn þingmanni í Norðvesturkjördæmi í fyrsta skipti, Eyjólfur Ármannsson verður þingmaður flokksins þar.

Bergþór hélt þingsætinu

Miðflokkurinn missir annan þingmanninn, en Bergþór Ólason náði að tryggja sér jöfnunarþingsætið eftir endurtalninguna í kjördæminu. Bergþór og Sigurður Páll Jónsson voru þingmenn flokksins í kjördæminu.

Samfylkingin missir sinn þingmann í kjördæminu, en þar var Valgarður Lyngdal Jónsson efstur á lista. Guðjón Brjánsson leiddi listann í kosningunum 2017, náði kjöri en sóttist ekki eftir endurkjöri nú.

Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Guðmundur Gunnarsson, Viðreisn, jöfnunarþingmaður kjördæmisins. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Bergþór Ólason, Miðflokki, fengi jöfnunarþingsætið.

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík

Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×