Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Lokatölur voru birtar klukkan rétt rúmlega níu í morgun, en miklar breytingar urðu á jöfnunarþingmönnum í flestum kjördæmum eftir að ákvörðun var tekin um að ráðast var í endurtalningu í Norðvesturkjördæmi og uppfærðar niðurstöður talningar kynntar síðdegis í dag. Meirihluti stjórnarflokkanna þriggja stækkar úr 33 þingmönnum í 37. Þegar sitjandi ríkisstjórn var stofnuð hafði hún 35 sæti á þingi en tveir þingmenn Vinstri grænna yfirgáfu þingflokkinn á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn eftir kosningarnar með sextán þingmenn, jafnmarga og hann hafði á síðasta kjörtímabili. Vinstri græn tapa þremur frá kosningunum 2017 en einum ef miðað er við þingflokkinn eins og hann var við lok kjörtímabilsins. Flokkurinn verður með átta menn á nýju þingi. Stóri sigurvegari kosninganna er Framsóknarflokkurinn sem bætir við sig fimm þingmönnum, fer úr átta þingmönnum í þrettán. Í Norðausturkjördæmi bætti flokkurinn við sig einum þingmanni en um tíu prósentustigum. Alls koma 25 nýir inn á Alþingi Íslendinga.Vísir Flokkur fólksins eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem hrósar sigri Gengi Flokks fólksins var einnig eftirtektarvert. Flokkurinn náði inn sex þingmönnum sem er tveimur fleiri en hann fékk í kosningunum árið 2017. Í raun bætir hann hins vegar við sig fjórum mönnum því þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason skiptu úr Flokki fólksins yfir í Miðflokkinn eftir Klaustursmálið svonefnda. Stjórnarandstaðan reið að öðru leyti ekki feitum hesti frá kosningunum og færðist fylgi aðeins innbyrðis á milli miðjuflokkanna þriggja. Píratar héldu sínum sex mönnum, Viðreisn bætti við sig einum þingmanni, fer úr fjórum í fimm, en Samfylkingin tapaði einum manni, fer úr sjö þingmönnum í sex. Miðflokkurinn tapaði fjórum þingmönnum frá Alþingiskosningunum árið 2017 en í raun sex eftir liðstyrkinn sem hann fékk frá Flokki fólksins á kjörtímabilinu. Sósíalistaflokkurinn náði engum manni inn á þing þrátt fyrir að hafa í flestum könnunum mælst með yfir fimm prósent fylgi. Flokkurinn fékk á endanum aðeins 4,1% á landsvísu. Töluverð endurnýjun verður á næsta þingi því 25 þingmenn koma nýir inn. Þeim til viðbótar má nefna Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, Viðreisn, og Þórarinn Inga Pétursson, Framsóknarflokki, sem tóku bæði sæti á þingi á miðju kjörtímabili. Þorgbjörg Sigríður tók sæti Þorsteins Víglundssonar sem hætti á þingi á miðju kjörtímabili, en Þórarinn Ingi tók sæti Þórunnar Egilsdóttur sem lést. Framsóknarflokkur: Ingibjörg Ólöf Ísaksen, Líneik Anna Sævardóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Willum Þór Þórsson, Ágúst Bjarni Garðarsson. Viðreisn: Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, Hanna Katrín Friðriksdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson. Sjálfstæðisflokkur: Njáll Trausti Friðbertsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Haraldur Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Diljá Mist Einarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Birgir Ármannsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Ásmundur Friðriksson, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Óli Björn Kárason. Flokkur fólksins: Jakob Frímann Magnússon, Eyjólfur Ármannsson, Tómas A. Tómasson, Inga Sæland, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson. Miðflokkur: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson. Píratar: Halldóra Mogensen, Andrés Ingi Jónsson, Gísli Rafn Ólafsson, Björn Leví Gunnarsson, Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Samfylkingin: Logi Einarsson, Helga Vala Helgadóttir, Kristrún Frostadóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Oddný G. Harðardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir. Vinstri græn: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Bjarni Jónsson, Katrín Jakobsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Svona leit Alþingi Íslendinga út eftir að lokatölur voru birtar í morgun. Niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var hins vegar kynnt síðdegis í dag sem hafði svo mikil áhrif á jöfningarþingsætin.Vísir/Hjalti Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. Miðflokkur og Samfylkingin missa sína þingmenn í kjördæminu. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Vinstri græn missa sinn kjördæmakjörna þingmann Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna, náði þó að tryggja sér sæti á þingi sem uppbótarþingmaður þegar lokatölur voru komnar úr öllum kjördæmum. 26. september 2021 07:38 Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu þremur mönnum inn á þing í kjördæminu, þar af tvo jöfnunarþingmenn. 26. september 2021 04:55 Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Það gerði Samfylkingin líka á meðan Vinstri græn töpuðu öðrum þingmanni sínum. 26. september 2021 04:41 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Lokatölur voru birtar klukkan rétt rúmlega níu í morgun, en miklar breytingar urðu á jöfnunarþingmönnum í flestum kjördæmum eftir að ákvörðun var tekin um að ráðast var í endurtalningu í Norðvesturkjördæmi og uppfærðar niðurstöður talningar kynntar síðdegis í dag. Meirihluti stjórnarflokkanna þriggja stækkar úr 33 þingmönnum í 37. Þegar sitjandi ríkisstjórn var stofnuð hafði hún 35 sæti á þingi en tveir þingmenn Vinstri grænna yfirgáfu þingflokkinn á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn eftir kosningarnar með sextán þingmenn, jafnmarga og hann hafði á síðasta kjörtímabili. Vinstri græn tapa þremur frá kosningunum 2017 en einum ef miðað er við þingflokkinn eins og hann var við lok kjörtímabilsins. Flokkurinn verður með átta menn á nýju þingi. Stóri sigurvegari kosninganna er Framsóknarflokkurinn sem bætir við sig fimm þingmönnum, fer úr átta þingmönnum í þrettán. Í Norðausturkjördæmi bætti flokkurinn við sig einum þingmanni en um tíu prósentustigum. Alls koma 25 nýir inn á Alþingi Íslendinga.Vísir Flokkur fólksins eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem hrósar sigri Gengi Flokks fólksins var einnig eftirtektarvert. Flokkurinn náði inn sex þingmönnum sem er tveimur fleiri en hann fékk í kosningunum árið 2017. Í raun bætir hann hins vegar við sig fjórum mönnum því þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason skiptu úr Flokki fólksins yfir í Miðflokkinn eftir Klaustursmálið svonefnda. Stjórnarandstaðan reið að öðru leyti ekki feitum hesti frá kosningunum og færðist fylgi aðeins innbyrðis á milli miðjuflokkanna þriggja. Píratar héldu sínum sex mönnum, Viðreisn bætti við sig einum þingmanni, fer úr fjórum í fimm, en Samfylkingin tapaði einum manni, fer úr sjö þingmönnum í sex. Miðflokkurinn tapaði fjórum þingmönnum frá Alþingiskosningunum árið 2017 en í raun sex eftir liðstyrkinn sem hann fékk frá Flokki fólksins á kjörtímabilinu. Sósíalistaflokkurinn náði engum manni inn á þing þrátt fyrir að hafa í flestum könnunum mælst með yfir fimm prósent fylgi. Flokkurinn fékk á endanum aðeins 4,1% á landsvísu. Töluverð endurnýjun verður á næsta þingi því 25 þingmenn koma nýir inn. Þeim til viðbótar má nefna Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, Viðreisn, og Þórarinn Inga Pétursson, Framsóknarflokki, sem tóku bæði sæti á þingi á miðju kjörtímabili. Þorgbjörg Sigríður tók sæti Þorsteins Víglundssonar sem hætti á þingi á miðju kjörtímabili, en Þórarinn Ingi tók sæti Þórunnar Egilsdóttur sem lést. Framsóknarflokkur: Ingibjörg Ólöf Ísaksen, Líneik Anna Sævardóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Willum Þór Þórsson, Ágúst Bjarni Garðarsson. Viðreisn: Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, Hanna Katrín Friðriksdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson. Sjálfstæðisflokkur: Njáll Trausti Friðbertsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Haraldur Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Diljá Mist Einarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Birgir Ármannsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Ásmundur Friðriksson, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Óli Björn Kárason. Flokkur fólksins: Jakob Frímann Magnússon, Eyjólfur Ármannsson, Tómas A. Tómasson, Inga Sæland, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson. Miðflokkur: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson. Píratar: Halldóra Mogensen, Andrés Ingi Jónsson, Gísli Rafn Ólafsson, Björn Leví Gunnarsson, Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Samfylkingin: Logi Einarsson, Helga Vala Helgadóttir, Kristrún Frostadóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Oddný G. Harðardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir. Vinstri græn: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Bjarni Jónsson, Katrín Jakobsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Svona leit Alþingi Íslendinga út eftir að lokatölur voru birtar í morgun. Niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var hins vegar kynnt síðdegis í dag sem hafði svo mikil áhrif á jöfningarþingsætin.Vísir/Hjalti Fréttin hefur verið uppfærð.
Framsóknarflokkur: Ingibjörg Ólöf Ísaksen, Líneik Anna Sævardóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Willum Þór Þórsson, Ágúst Bjarni Garðarsson. Viðreisn: Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, Hanna Katrín Friðriksdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson. Sjálfstæðisflokkur: Njáll Trausti Friðbertsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Haraldur Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Diljá Mist Einarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Birgir Ármannsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Ásmundur Friðriksson, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Óli Björn Kárason. Flokkur fólksins: Jakob Frímann Magnússon, Eyjólfur Ármannsson, Tómas A. Tómasson, Inga Sæland, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson. Miðflokkur: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson. Píratar: Halldóra Mogensen, Andrés Ingi Jónsson, Gísli Rafn Ólafsson, Björn Leví Gunnarsson, Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Samfylkingin: Logi Einarsson, Helga Vala Helgadóttir, Kristrún Frostadóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Oddný G. Harðardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir. Vinstri græn: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Bjarni Jónsson, Katrín Jakobsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59
Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. Miðflokkur og Samfylkingin missa sína þingmenn í kjördæminu. 26. september 2021 08:02
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Vinstri græn missa sinn kjördæmakjörna þingmann Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna, náði þó að tryggja sér sæti á þingi sem uppbótarþingmaður þegar lokatölur voru komnar úr öllum kjördæmum. 26. september 2021 07:38
Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu þremur mönnum inn á þing í kjördæminu, þar af tvo jöfnunarþingmenn. 26. september 2021 04:55
Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Það gerði Samfylkingin líka á meðan Vinstri græn töpuðu öðrum þingmanni sínum. 26. september 2021 04:41