Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2021 10:32 Lenia Rún kom inn sem jöfnunarþingmaður í Reykjavík Norður á síðustu stundu. Fyrir vikið komst Brynjar Níelsson ekki á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. Lenya er yngsti kjörni þingmaður sögunnar en hún er 21 árs og 269 daga gömul. Hún bætir met Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur sem var 21 árs og 303 daga þegar hún var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Lenya var á kosningavöku Pírata í nótt. „Svo kom ég bara heim og ákvað að fara að sofa klukkan fimm og setja símann á airplane-mode. Ég hugsaði bara, ég vakna þegar ég vakna,“ segir Lenya. „Þetta var bara alltof spennandi og of taugatrekkjandi.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að ná inn á þing. Enn þá að meðtaka þetta „Ég ætla ekki að ljúga. Þegar við töluðum saman í gær þá var ég ekki að búast við þessu, var að gera ráð fyrir að verða varaþingmaður. Ég var alls ekki búin að sjá fyrir mér að verða þingmaður og er enn þá aðeins að meðtaka þetta.“ Lenya er á þriðja ári í lögfræðinámi við Háskóla Íslands. Hún hefur verið virk í stúdentapólitíkinni hjá Vöku. Þá hefur hún bæði búið á Íslandi og í Kúrdistan en þaðan eru foreldrar hennar. „Ég ólst upp í Breiðholtinu fyrstu fjögur árin en svo fluttum við í Salahverfið,“ segir Lenya. Þar hefur hún búið fyrir utan árin 2013-2016 þegar fjölskyldan bjó í Kúrdistan. Ætlar að vaða í afglæpavæðingu Hún segist brenna fyrir ýmiss málefni. „Að sjálfsögðu, það er ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram. Ég held ég gæti verið góður fultrúi þeirra hópa sem fá svo sjaldan áheyrn. Eins og unga fólkið, útlendingar og innflytjendur.“ Hún segir mjög mikla vinnu fram undan. „Ég veit ekki hvar ég myndi byrja. Auðvitað afglæpavæðingin, við erum komin svo langt með þessa vinnu en við gætum klárað það á þessu kjörtímabili, strax núna í haust.“ Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Lenya er yngsti kjörni þingmaður sögunnar en hún er 21 árs og 269 daga gömul. Hún bætir met Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur sem var 21 árs og 303 daga þegar hún var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Lenya var á kosningavöku Pírata í nótt. „Svo kom ég bara heim og ákvað að fara að sofa klukkan fimm og setja símann á airplane-mode. Ég hugsaði bara, ég vakna þegar ég vakna,“ segir Lenya. „Þetta var bara alltof spennandi og of taugatrekkjandi.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að ná inn á þing. Enn þá að meðtaka þetta „Ég ætla ekki að ljúga. Þegar við töluðum saman í gær þá var ég ekki að búast við þessu, var að gera ráð fyrir að verða varaþingmaður. Ég var alls ekki búin að sjá fyrir mér að verða þingmaður og er enn þá aðeins að meðtaka þetta.“ Lenya er á þriðja ári í lögfræðinámi við Háskóla Íslands. Hún hefur verið virk í stúdentapólitíkinni hjá Vöku. Þá hefur hún bæði búið á Íslandi og í Kúrdistan en þaðan eru foreldrar hennar. „Ég ólst upp í Breiðholtinu fyrstu fjögur árin en svo fluttum við í Salahverfið,“ segir Lenya. Þar hefur hún búið fyrir utan árin 2013-2016 þegar fjölskyldan bjó í Kúrdistan. Ætlar að vaða í afglæpavæðingu Hún segist brenna fyrir ýmiss málefni. „Að sjálfsögðu, það er ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram. Ég held ég gæti verið góður fultrúi þeirra hópa sem fá svo sjaldan áheyrn. Eins og unga fólkið, útlendingar og innflytjendur.“ Hún segir mjög mikla vinnu fram undan. „Ég veit ekki hvar ég myndi byrja. Auðvitað afglæpavæðingin, við erum komin svo langt með þessa vinnu en við gætum klárað það á þessu kjörtímabili, strax núna í haust.“
Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira