Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2021 13:37 BBC News, Reuters, SVT í Svíþjóð og Deutche Welle í Þýskalandi eru meðal þeirra sem slá því upp að Íslendingar séu fyrst Evrópuþjóða með meirihluta kvenna á þingi. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. Uppfært: Eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi varð hreyfing á jöfnunarþingsætum sem varð til þess að kynjahlutföll á nýju þingi riðluðust. Varð niðurstaðan sú að karlar eru enn í meirihluta, 33 á móti þrjátíu konum. Að ofan og neðan má því lesa upphaflegu fréttina. 33 konur voru kjörnar á þing í kosningunum í nótt og þrjátíu karlar. Var um nokkra fjölgun frá fyrri kosningum að ræða þar sem 24 konur voru kjörnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópuríki þar sem meira en helmingur þingmanna eru konur. Áður höfðu Svíar komist næst því með 47 prósent kvenna. Í fréttum BBC og Reuters segir meðal annars að ólíkt sumum ríkjum þá eru Íslendingar ekki með ákvæði í lögum um kynjakvóta á þingi, þó að einstaka flokkar séu með kröfur um lágmarksfjölda kvenna á framboðslistum. Alls eiga nú 33 konur sæti á Alþingi.Vísir Breska ríkisútvarpið segir ennfremur að Ísland hafi lengi verið talið vera í hópi fremstu ríkja þegar kemur að kynjajafnrétti. Þannig skipaði Ísland efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti þegar nýjasta skýrslan var birt í mars síðastliðinn – tólfta árið í röð. Er sömuleiðis rifjað upp að Ísland varð árið 1980 fyrsta ríkið í heiminum til að gera konu að forseta í lýðræðislega kjörnum kosningum. Fimm ríki í heiminum eru nú með konur í meirihluta á þingi. Í Rúanda eru 61,3 prósent þingmanna konur. Á Kúbu er hlutfallið 53,4 prósent, í Níkaragva 50,6 prósent, og bæði í Mexíkó og Sameinuðu arabísku fuurstadæmunum slétt fimmtíu prósent. Alþingiskosningar 2021 Jafnréttismál Tengdar fréttir Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira
Uppfært: Eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi varð hreyfing á jöfnunarþingsætum sem varð til þess að kynjahlutföll á nýju þingi riðluðust. Varð niðurstaðan sú að karlar eru enn í meirihluta, 33 á móti þrjátíu konum. Að ofan og neðan má því lesa upphaflegu fréttina. 33 konur voru kjörnar á þing í kosningunum í nótt og þrjátíu karlar. Var um nokkra fjölgun frá fyrri kosningum að ræða þar sem 24 konur voru kjörnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópuríki þar sem meira en helmingur þingmanna eru konur. Áður höfðu Svíar komist næst því með 47 prósent kvenna. Í fréttum BBC og Reuters segir meðal annars að ólíkt sumum ríkjum þá eru Íslendingar ekki með ákvæði í lögum um kynjakvóta á þingi, þó að einstaka flokkar séu með kröfur um lágmarksfjölda kvenna á framboðslistum. Alls eiga nú 33 konur sæti á Alþingi.Vísir Breska ríkisútvarpið segir ennfremur að Ísland hafi lengi verið talið vera í hópi fremstu ríkja þegar kemur að kynjajafnrétti. Þannig skipaði Ísland efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti þegar nýjasta skýrslan var birt í mars síðastliðinn – tólfta árið í röð. Er sömuleiðis rifjað upp að Ísland varð árið 1980 fyrsta ríkið í heiminum til að gera konu að forseta í lýðræðislega kjörnum kosningum. Fimm ríki í heiminum eru nú með konur í meirihluta á þingi. Í Rúanda eru 61,3 prósent þingmanna konur. Á Kúbu er hlutfallið 53,4 prósent, í Níkaragva 50,6 prósent, og bæði í Mexíkó og Sameinuðu arabísku fuurstadæmunum slétt fimmtíu prósent.
Alþingiskosningar 2021 Jafnréttismál Tengdar fréttir Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira
Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19