Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Hólmfríður Gísladóttir og Atli Ísleifsson skrifa 27. september 2021 06:47 Olaf Scholz, kanslaraefni Sósíaldemókrata, fagnar sigri en enn er ekkert fast í hendi. epa Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. Þá fengu Græningjar metfjölda atkvæða, 14,8 prósent. Um leið og ljóst varð að Sósíaldemókratar myndu sigra kosningarnar sagði Olaf Scholz, leiðtogi flokksins, að hann hefði nú klárt umboð til að stjórna. Það mun þó ekki liggja fyrir hver tekur við af Angelu Merkel fyrr en stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Þetta hafa Kristilegir demókratar minnt á og segja ekki nóg að ná „tölfræðilegum“ meirihluta, heldur muni stjórn landsins velta á viðræðum, sem gætu jafnvel staðið fram að jólum. Scholz lýsti því yfir í morgun að hann vilji mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Þingmönnum á þýska þinginu fjölgar úr 709 í 735 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Er ljóst að ný ríkisstjórn þarf að njóta stuðnings 368 þingmanna. Sósíaldemókratar (SPD) virðast hafa tryggt sér 206 þingmenn, Kristilegir demókratar 196 þingmenn, Græningjar 118 þingmenn, Frjálslyndir (FDP) 92 þingmenn, Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 83 þingmenn, Vinstriflokkurinn (Die Linke) 39 þingmenn og Bandalag kjósenda í Suður-Slésvík (SSW) einn þingmann. Ekki var einungis kosið til þings heldur fóru einnig fram sveitarstjórnarkosningar. Í höfuðborginni Berlín hafa Sósíaldemókratar einnig ástæðu til að fagna, en ljóst er að Franziska Giffey, frambjóðandi þeirra, verður næsti borgarstjóri. Hún verður fyrsta konan til að gegna embættinu. BBC fjallar ítarlega um niðurstöður kosninganna. Fréttin hefur verið uppfærð. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Þá fengu Græningjar metfjölda atkvæða, 14,8 prósent. Um leið og ljóst varð að Sósíaldemókratar myndu sigra kosningarnar sagði Olaf Scholz, leiðtogi flokksins, að hann hefði nú klárt umboð til að stjórna. Það mun þó ekki liggja fyrir hver tekur við af Angelu Merkel fyrr en stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Þetta hafa Kristilegir demókratar minnt á og segja ekki nóg að ná „tölfræðilegum“ meirihluta, heldur muni stjórn landsins velta á viðræðum, sem gætu jafnvel staðið fram að jólum. Scholz lýsti því yfir í morgun að hann vilji mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Þingmönnum á þýska þinginu fjölgar úr 709 í 735 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Er ljóst að ný ríkisstjórn þarf að njóta stuðnings 368 þingmanna. Sósíaldemókratar (SPD) virðast hafa tryggt sér 206 þingmenn, Kristilegir demókratar 196 þingmenn, Græningjar 118 þingmenn, Frjálslyndir (FDP) 92 þingmenn, Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 83 þingmenn, Vinstriflokkurinn (Die Linke) 39 þingmenn og Bandalag kjósenda í Suður-Slésvík (SSW) einn þingmann. Ekki var einungis kosið til þings heldur fóru einnig fram sveitarstjórnarkosningar. Í höfuðborginni Berlín hafa Sósíaldemókratar einnig ástæðu til að fagna, en ljóst er að Franziska Giffey, frambjóðandi þeirra, verður næsti borgarstjóri. Hún verður fyrsta konan til að gegna embættinu. BBC fjallar ítarlega um niðurstöður kosninganna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9%
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20