Þá hafa fjórir flokkar farið fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi þar sem afar mjótt var á munum á milli VG og Miðflokksins í því kjördæmi.
Einnig tökum við stöðuna á stjórnamyndunar viðræðum flokkanna þriggja sem nú eru í ríkisstjórn en þingflokkar hittust hver í sínu lagi í morgun til að ræða málin.
Að auki fjöllum við um Kauphöllina en hækkanir þar í morgun gefa til kynna að fjárfestar taki úrslitum kosninganna vel.