Segir ekkert pláss fyrir óbólusetta leikmenn í NBA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 18:00 Kareem Abdul-Jabbar er goðsögn í lifandi lífi. Sylvain Gaboury/Getty Images Goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar segir að NBA-deildin í körfubolta eigi að setja skýr fyrirmæli varðandi bólusetningar leikmanna og starfmanna félaga deildarinnar. Kareem var í viðtali hjá hinu virta tímariti Rolling Stone þar sem hann sagði skoðun sína á bólusetningum. Hann er mjög hlynntur þeim og telur þær grundvöll þess að NBA-deildin geti farið fram á sem eðlilegastan hátt. Um 90 prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets, er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Hann mætti ekki á svokallaðan „Fjölmiðladag“ hjá Nets í gær. Þá vildi hann lítið tjá sig um málið en ef hann neitar að láta bólusetja sig er ljóst að hann má ekki spila nema helming leikja Nets í vetur eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. „NBA-deildin ætti að krefjast þess að allir leikmenn og starfslið allra félaga deildarinnar séu bólusett ellegar verði þau ekki lengur hluti af félaginu.“ „Það er ekkert pláss fyrir leikmenn sem eru tilbúnir að leggja heilsu og líf liðsfélaga sinna, stuðningsfólks og starfsliðs félagsins að veði því þeir neita að átta sig á alvarleika málsins eða rannsaka það nægilega vel,“ sagði Jabbar í viðtalinu við Rolling Stone. Kareem speaks out(via @sullduggery) pic.twitter.com/KBWWXtGdhT— Bleacher Report (@BleacherReport) September 26, 2021 „Fyrir mér eru þeir ekki að haga sér eins og góðir liðsfélagar eða góðir borgarar. Þetta er stríð sem við erum öll saman í. Grímur og bóluefni eru þau vopn sem við getum öll gripið til,“ bætti Jabbar við. Hinn 74 ára gamli Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tvo áratugi, frá 1969 til 1989. Varð hann sex sinnum NBA-meistari, tvívegis valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins, sex sinnum var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar ásamt fjölda annarra verðlauna. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Kareem var í viðtali hjá hinu virta tímariti Rolling Stone þar sem hann sagði skoðun sína á bólusetningum. Hann er mjög hlynntur þeim og telur þær grundvöll þess að NBA-deildin geti farið fram á sem eðlilegastan hátt. Um 90 prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets, er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Hann mætti ekki á svokallaðan „Fjölmiðladag“ hjá Nets í gær. Þá vildi hann lítið tjá sig um málið en ef hann neitar að láta bólusetja sig er ljóst að hann má ekki spila nema helming leikja Nets í vetur eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. „NBA-deildin ætti að krefjast þess að allir leikmenn og starfslið allra félaga deildarinnar séu bólusett ellegar verði þau ekki lengur hluti af félaginu.“ „Það er ekkert pláss fyrir leikmenn sem eru tilbúnir að leggja heilsu og líf liðsfélaga sinna, stuðningsfólks og starfsliðs félagsins að veði því þeir neita að átta sig á alvarleika málsins eða rannsaka það nægilega vel,“ sagði Jabbar í viðtalinu við Rolling Stone. Kareem speaks out(via @sullduggery) pic.twitter.com/KBWWXtGdhT— Bleacher Report (@BleacherReport) September 26, 2021 „Fyrir mér eru þeir ekki að haga sér eins og góðir liðsfélagar eða góðir borgarar. Þetta er stríð sem við erum öll saman í. Grímur og bóluefni eru þau vopn sem við getum öll gripið til,“ bætti Jabbar við. Hinn 74 ára gamli Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tvo áratugi, frá 1969 til 1989. Varð hann sex sinnum NBA-meistari, tvívegis valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins, sex sinnum var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar ásamt fjölda annarra verðlauna. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira