Árni Páll kemur nýr inn í stjórn ESA Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2021 12:09 Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá árinu 2018. Facebook Ísland, Liechtenstein og Noregur tilkynntu í dag skipun á nýrri stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Stjórnina munu skipa Arne Røksund af hálfu Noregs, sem jafnframt verður forseti ESA, Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, af hálfu Íslands og Stefan Barriga af hálfu Liechtenstein. Í tilkynningu frá EFTA segir að þeir taki til starfa í ársbyrjun 2022 og eru skipaðir til fjögurra ára. Högni S. Kristjánsson hefur verið fulltrúi Íslands í stjórninni síðustu fjögur ár. „Arne Røksund gegnir nú starfi ráðuneytisstjóra norska varnarmálaráðuneytisins, sem hann hefur gegnt síðan í mars 2017. Á árunum 2014-2017 var hann staðgengill ráðuneytisstjóra viðskipta-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytisins. Røksund var um nokkurt skeið í norska hernum, með stöðu aðmíráls í konunglega norska flotanum. Hann er með doktorsgráðu í sagnfræði. Hann tekur við af Bente Angell-Hansen, sem hefur gegnt starfi forseta ESA síðan 1. janúar 2017. Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá 1. febrúar 2018. Hann er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og nam Evrópurétt við College of Europe. Hann starfaði í utanríkisþjónustunni að Evrópu-, viðskipta- og öryggis- og varnarmálum á árunum 1992-1998 og sinnti síðan lögmennsku, þar til hann tók sæti á Alþingi árið 2007. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra (2009-2010), efnahags- og viðskiptaráðherra (2010-2011) og var formaður Samfylkingarinnar 2013-2016. Árni Páll tekur við af Högna S. Kristjánssyni. Stefan Barriga hefur verið staðgengill sendiherra Liechtenstein gagnvart Evrópusambandinu frá ágúst 2016. Hann var áður staðgengill sendiherra í fastanefnd Liechtenstein hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og hefur einnig starfað sem lögfræðilegur ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Liechtenstein. Hann hefur svo og unnið störf á vettvangi mannréttindamála. Stefán Barriga tekur við af Frank J. Büchel,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Utanríkismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í tilkynningu frá EFTA segir að þeir taki til starfa í ársbyrjun 2022 og eru skipaðir til fjögurra ára. Högni S. Kristjánsson hefur verið fulltrúi Íslands í stjórninni síðustu fjögur ár. „Arne Røksund gegnir nú starfi ráðuneytisstjóra norska varnarmálaráðuneytisins, sem hann hefur gegnt síðan í mars 2017. Á árunum 2014-2017 var hann staðgengill ráðuneytisstjóra viðskipta-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytisins. Røksund var um nokkurt skeið í norska hernum, með stöðu aðmíráls í konunglega norska flotanum. Hann er með doktorsgráðu í sagnfræði. Hann tekur við af Bente Angell-Hansen, sem hefur gegnt starfi forseta ESA síðan 1. janúar 2017. Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá 1. febrúar 2018. Hann er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og nam Evrópurétt við College of Europe. Hann starfaði í utanríkisþjónustunni að Evrópu-, viðskipta- og öryggis- og varnarmálum á árunum 1992-1998 og sinnti síðan lögmennsku, þar til hann tók sæti á Alþingi árið 2007. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra (2009-2010), efnahags- og viðskiptaráðherra (2010-2011) og var formaður Samfylkingarinnar 2013-2016. Árni Páll tekur við af Högna S. Kristjánssyni. Stefan Barriga hefur verið staðgengill sendiherra Liechtenstein gagnvart Evrópusambandinu frá ágúst 2016. Hann var áður staðgengill sendiherra í fastanefnd Liechtenstein hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og hefur einnig starfað sem lögfræðilegur ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Liechtenstein. Hann hefur svo og unnið störf á vettvangi mannréttindamála. Stefán Barriga tekur við af Frank J. Büchel,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Utanríkismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira