Bryndís segist elska hunda Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2021 16:22 Bryndís segir skrif Vilhjálms þar sem hann segir hana hafa flaðrað upp um sig eins og hundstík, ekki svaraverð en hún svarar nú samt, með sínum hætti, á Facebook-síðu sinni þar sem hún birtir fjölda mynda af hundum og tilkynnir að hún elski hunda. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður skrifaði pistil sem birtist í gær þar sem hann gagnrýndi það harkalega að Bryndís Haraldsdóttir hafi á sínum tíma verið færð upp fyrir hann á lista Sjálfstæðismanna í Kraganum. Vilhjálmur sparar sig hvergi í skrifum sínum, segir að Bryndís hafi ekki einu sinni sagt takk fyrir að hafa haldið friðinn og það sem meira er, hún hafi hringt í sig niðurlægðan eftir að hafa verið fallinn af Alþingi í þá snemmbúnum kosningum, bullað og látið eins og fífl. „Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ Skrif Vilhjálms, svo afgerandi sem þau eru, hafa eins og við mátti búast, vakið mikla athygli. Bryndís segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um þessi skrif. „Ég tel þau ekki svara verð,“ segir hún í samtali við Vísi. En hún bendir á að hún hafi verið að setja inn færslu á Facebook og þar megi finna, með óbeinum hætti, svör við pistlinum. En margir hafa fært skrif Vilhjálms í tal við sig. Þar segist Bryndís þakklát öllum þeim sem treysta sér til góðra verka. „Að starfa á vettvangi stjórnmála í bráðum 20 ár hefur gefið mér einstakt tækifæri til að starfa með fjölda fólks, bæði flokkssystkinum en líka fólki úr öðrum flokkum. Ég er þakklát fyrir það samstarf og þá staðreynd að það hefur almennt gengið mjög vel. Ég mun hér eftir sem hingað til leggja mig fram í störfum mínum, trúa á sjálfan mig og vanda mig í samskiptum við annað fólk,“ skrifar Bryndís sem birtir með myndir af sér þar sem hún er að kjassa hunda. Skilaboðin ættu ekki að fara fram hjá neinum sem þekkja forsöguna. „Og já ég elska hunda,“ bætir Bryndís við orð sín, og lætur broskall fylgja. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Dýr Suðvesturkjördæmi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Vilhjálmur sparar sig hvergi í skrifum sínum, segir að Bryndís hafi ekki einu sinni sagt takk fyrir að hafa haldið friðinn og það sem meira er, hún hafi hringt í sig niðurlægðan eftir að hafa verið fallinn af Alþingi í þá snemmbúnum kosningum, bullað og látið eins og fífl. „Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ Skrif Vilhjálms, svo afgerandi sem þau eru, hafa eins og við mátti búast, vakið mikla athygli. Bryndís segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um þessi skrif. „Ég tel þau ekki svara verð,“ segir hún í samtali við Vísi. En hún bendir á að hún hafi verið að setja inn færslu á Facebook og þar megi finna, með óbeinum hætti, svör við pistlinum. En margir hafa fært skrif Vilhjálms í tal við sig. Þar segist Bryndís þakklát öllum þeim sem treysta sér til góðra verka. „Að starfa á vettvangi stjórnmála í bráðum 20 ár hefur gefið mér einstakt tækifæri til að starfa með fjölda fólks, bæði flokkssystkinum en líka fólki úr öðrum flokkum. Ég er þakklát fyrir það samstarf og þá staðreynd að það hefur almennt gengið mjög vel. Ég mun hér eftir sem hingað til leggja mig fram í störfum mínum, trúa á sjálfan mig og vanda mig í samskiptum við annað fólk,“ skrifar Bryndís sem birtir með myndir af sér þar sem hún er að kjassa hunda. Skilaboðin ættu ekki að fara fram hjá neinum sem þekkja forsöguna. „Og já ég elska hunda,“ bætir Bryndís við orð sín, og lætur broskall fylgja.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Dýr Suðvesturkjördæmi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira