Lemgo komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur á Val Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 20:31 Lemgo er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Martin Rose/Getty Images Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo eru komnir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta eftir sex marka sigur á Val ytra í kvöld, lokatölur 27-21. Bjarki Már lék ekki með Lemgo í kvöld vegna meiðsla. Lemgo leiddi eftir fyrri leik liðanna en aðeins munaði einu marki á liðunum er þau mættust að Hlíðarenda, lokatölur þá 27-26. Leikur kvöldsins þróaðist nokkuð svipað en mjótt var á munum allt þangað til flautað var til hálfleiks, þá var staðan jöfn 11-11 og allt í járnum. Valsmenn hófu síðari hálfleik af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin áður en heimamenn rönkuðu við sér. Þeir komust svo yfir, 16-15, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Eftir það náðu heimamenn öllum völdum á vellinum og voru komnir fimm mörkum yfir þegar aðeins stundarfjórðungur var til leiksloka. Reyndist það banabiti Valsmanna í kvöld en Lemgo vann leikinn á endanum með sex mörkum, 27-21, og þar með einvígið 54-47. Gruppenphase European League. Here we come!#tbvlemgolippe #ehfel #handball #GemeinsamStark pic.twitter.com/1McH0YCo3A— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) September 28, 2021 Bobby Schagen var markahæstur í liði Lemgo með sex mörk, þar á eftir kom Jonathan Carlsbogard með fimm. Þá varði Peter Johannesson 12 skot í marki heimamanna. Hjá Valsmönnum var Þorgils Svölu Baldursson markahæstur með fjögur mörk, þar á eftir komu Vignir Stefánsson, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smári Jónsson með þrjú mörk hver. Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot í marki gestanna. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Lemgo 26-27 | Grátlegt tap eftir hetjulega baráttu Vals Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. 21. september 2021 21:59 Sjáðu myndirnar: Björgvin Páll fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Nú fer fram leikur Vals og þýska liðsins Lemgo um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Bjarki Már Elísson leikur með þýska liðinu, en hann fékk heldur óblíðar móttökur frá samherja sínum í íslenska landsliðinu. 21. september 2021 19:57 Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. 22. september 2021 13:01 Snorri Steinn fékk rúmlega 150 þúsund króna sekt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fékk sekt fyrir framkomu sína eftir leikinn gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku. 27. september 2021 16:26 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Lemgo leiddi eftir fyrri leik liðanna en aðeins munaði einu marki á liðunum er þau mættust að Hlíðarenda, lokatölur þá 27-26. Leikur kvöldsins þróaðist nokkuð svipað en mjótt var á munum allt þangað til flautað var til hálfleiks, þá var staðan jöfn 11-11 og allt í járnum. Valsmenn hófu síðari hálfleik af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin áður en heimamenn rönkuðu við sér. Þeir komust svo yfir, 16-15, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Eftir það náðu heimamenn öllum völdum á vellinum og voru komnir fimm mörkum yfir þegar aðeins stundarfjórðungur var til leiksloka. Reyndist það banabiti Valsmanna í kvöld en Lemgo vann leikinn á endanum með sex mörkum, 27-21, og þar með einvígið 54-47. Gruppenphase European League. Here we come!#tbvlemgolippe #ehfel #handball #GemeinsamStark pic.twitter.com/1McH0YCo3A— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) September 28, 2021 Bobby Schagen var markahæstur í liði Lemgo með sex mörk, þar á eftir kom Jonathan Carlsbogard með fimm. Þá varði Peter Johannesson 12 skot í marki heimamanna. Hjá Valsmönnum var Þorgils Svölu Baldursson markahæstur með fjögur mörk, þar á eftir komu Vignir Stefánsson, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smári Jónsson með þrjú mörk hver. Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot í marki gestanna.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Lemgo 26-27 | Grátlegt tap eftir hetjulega baráttu Vals Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. 21. september 2021 21:59 Sjáðu myndirnar: Björgvin Páll fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Nú fer fram leikur Vals og þýska liðsins Lemgo um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Bjarki Már Elísson leikur með þýska liðinu, en hann fékk heldur óblíðar móttökur frá samherja sínum í íslenska landsliðinu. 21. september 2021 19:57 Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. 22. september 2021 13:01 Snorri Steinn fékk rúmlega 150 þúsund króna sekt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fékk sekt fyrir framkomu sína eftir leikinn gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku. 27. september 2021 16:26 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Lemgo 26-27 | Grátlegt tap eftir hetjulega baráttu Vals Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. 21. september 2021 21:59
Sjáðu myndirnar: Björgvin Páll fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Nú fer fram leikur Vals og þýska liðsins Lemgo um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Bjarki Már Elísson leikur með þýska liðinu, en hann fékk heldur óblíðar móttökur frá samherja sínum í íslenska landsliðinu. 21. september 2021 19:57
Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. 22. september 2021 13:01
Snorri Steinn fékk rúmlega 150 þúsund króna sekt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fékk sekt fyrir framkomu sína eftir leikinn gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku. 27. september 2021 16:26