Felldi Real Madrid með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 12:00 Sebastien Thill sést hér sýna húðflúrið á Estadio Santiago Bernabeu í gærkvöldi. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Sebastien Thill og Sheriff Tiraspol eru leikmaður og lið sem fáir bjuggust við að ættu fyrirsagnirnar eftir Liverpool, PSG og Real Madrid kvöld í Meistaradeildinni. Svo var þó raunin í gærkvöldi. Sebastien Thill tryggði Sheriff Tiraspol 2-1 útisigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu og varð um leið fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg sem nær að skora í Meistaradeildinni. „Þetta er besta og mikilvægasta markið mitt á ferlinum. Á því er enginn vafi,“ sagði Sebastien Thill eftir leikinn. Sheriff Tiraspol's hero Sebastien Thill has gone from Champions League dreamer to toppling Real Madrid | @mcgrathmike https://t.co/070El17P9K— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 29, 2021 Thill var á láni hjá rússneska félaginu FC Tambov á síðustu leiktíð en liðið varð gjaldþrota í maí. „Allt liðið sýndi svo mikið hugrekki í leik sínum og ég var hafði nógu mikla heppni með mér til að ná að skora þokkalegasta mark,“ sagði Thill. „Við misstum algjörlega stjórn á okkur eftir leikinn. Það eru fullt af erlendum leikmönnum í liðnu og við erum að koma alls staðar af úr heiminum. Það er okkar styrkur,“ sagði Thill. Sebastien Thill er 27 ára gamall og hafði aldrei spilað í Meistaradeildinni fyrir þetta tímabil. Hans ferill hefur verið nær eingöngu í Lúxemborg fyrir utan síðasta tímabil í Rússlandi og þetta í Moldóvu. Sheriff's Sébastien Thill = 1st player from Luxembourg to score in the #UCL era pic.twitter.com/gsA0KsxDbf— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Hann hafði aðeins náð að skora eitt mark í sextán landsleikjum fyrir Lúxemborg. Markið kom í fyrsta leik en hann hefur ekki skorað í síðustu fimmtán. Thill hefur hins vegar alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni og það má sjá á húðflúri á fæti hans. Húðflúrið komst í fréttirnar eftir afrek Thill í gærkvöldi. Það eru ekki allir sem eru með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum eins og sjá má hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Húðflúr Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Sebastien Thill tryggði Sheriff Tiraspol 2-1 útisigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu og varð um leið fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg sem nær að skora í Meistaradeildinni. „Þetta er besta og mikilvægasta markið mitt á ferlinum. Á því er enginn vafi,“ sagði Sebastien Thill eftir leikinn. Sheriff Tiraspol's hero Sebastien Thill has gone from Champions League dreamer to toppling Real Madrid | @mcgrathmike https://t.co/070El17P9K— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 29, 2021 Thill var á láni hjá rússneska félaginu FC Tambov á síðustu leiktíð en liðið varð gjaldþrota í maí. „Allt liðið sýndi svo mikið hugrekki í leik sínum og ég var hafði nógu mikla heppni með mér til að ná að skora þokkalegasta mark,“ sagði Thill. „Við misstum algjörlega stjórn á okkur eftir leikinn. Það eru fullt af erlendum leikmönnum í liðnu og við erum að koma alls staðar af úr heiminum. Það er okkar styrkur,“ sagði Thill. Sebastien Thill er 27 ára gamall og hafði aldrei spilað í Meistaradeildinni fyrir þetta tímabil. Hans ferill hefur verið nær eingöngu í Lúxemborg fyrir utan síðasta tímabil í Rússlandi og þetta í Moldóvu. Sheriff's Sébastien Thill = 1st player from Luxembourg to score in the #UCL era pic.twitter.com/gsA0KsxDbf— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Hann hafði aðeins náð að skora eitt mark í sextán landsleikjum fyrir Lúxemborg. Markið kom í fyrsta leik en hann hefur ekki skorað í síðustu fimmtán. Thill hefur hins vegar alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni og það má sjá á húðflúri á fæti hans. Húðflúrið komst í fréttirnar eftir afrek Thill í gærkvöldi. Það eru ekki allir sem eru með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum eins og sjá má hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Húðflúr Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira