Innlent

22 greindust með kórónu­veiruna í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Um 11.800 manns hafa greinst með kórónuveriruna innanlands frá upphafi faraldursins.
Um 11.800 manns hafa greinst með kórónuveriruna innanlands frá upphafi faraldursins. Vísir/Vilhelm

22 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. Tólf voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is.

349 eru nú í einangrun vegna Covid-19, en voru 355 í gær. 874 eru nú í sóttkví, en voru 855 í gær. 553 eru nú í skimunarsóttkví.

Átta eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en voru níu í gær. Einn er á gjörgæslu, en þeir voru þrír í gær.

Ekkert smit kom upp á landamærunum í gær.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 114,0, en var 115,1 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 6,5, líkt og í gær.

Tekin voru 977 einkennasýni í gær, 1.143 sýni á landsmærum og þá greindust 523 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.

Alls hafa 11.781 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 33 andlát verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×