Finnst miður að sjá leiðtogana halda grímulausar kosningavökur Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 11:59 pplýsingafundur Almannavarna vegna Covid Foto: Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalækni finnst miður að sjá leiðtoga landsins standa fyrir kosningavökum þar sem sóttvarnareglur voru ekki virtar. Margir hafa fengið skilaboð eftir að einn greindist smitaður sem sótti kosningavöku Framsóknarflokksins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa tölu á hversu margir þurfa að fara í sóttkví eða sýnatöku vegna kosningavöku Framsóknar. Miðast hafi verið við gestalista til að senda út boð, en hann ítrekar að allir sem sóttu vökuna ættu að fara varlega og í sýnatöku, hvort sem þeir voru á gesta lista eða ekki. Fáir voru sjáanlegir með grímur á kosningavökum flokkanna um liðan helgi, en samkvæmt reglum á að nota grímu innandyra ef ekki er hægt að tryggja eins metra nándarreglu. Hvernig finnst þér þá að sjá fólkið sem á að leiða halda kosningavöku þar sem þetta er ekki virt? „Mér finnst það bara alltaf erfitt þegar ekki er farið eftir þessum reglum. Maður sér það víða að fólk er farið að slaka verulega á. Á íþróttaviðburðum til dæmis. Það er greinilega ekkert farið eftir því, jafnvel í miklum þrengslum. Mér finnst bara mjög miður að fólk skuli ekki fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Þetta er í rauninni eina sem við erum með í gangi núna til að hefta útbreiðslu veirunnar og það er mjög mikilvægt að það sé áfram farið eftir því þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu. Í þrengslum innan um ókunnuga aðila eru tilmæli um að nota grímur. Ef þær eru notaðar rétt þá koma þær að gagni og við erum ekkert búin í þessum faraldri og ég hvet fólk til að halda áfram að fara eftir reglum og passa sig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 22 greindust með veiruna í gær en Þórólfur segir að það geti tekið upp undir viku að sjá afleiðingar þessarar kosningahelgar. Átta eru nú á sjúkrahúsi, þar af eitt barn sem áður hefur verið greint frá. Einn er á gjörgæslu, en þeir voru þrír í gær. Núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir rennur út 6. október. Þórólfur er ekki farinn að huga að tillögum þar. Viðræður um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf standa yfir. Þangað til ný ríkisstjórn tekur við mun Þórólfur áfram skila minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa tölu á hversu margir þurfa að fara í sóttkví eða sýnatöku vegna kosningavöku Framsóknar. Miðast hafi verið við gestalista til að senda út boð, en hann ítrekar að allir sem sóttu vökuna ættu að fara varlega og í sýnatöku, hvort sem þeir voru á gesta lista eða ekki. Fáir voru sjáanlegir með grímur á kosningavökum flokkanna um liðan helgi, en samkvæmt reglum á að nota grímu innandyra ef ekki er hægt að tryggja eins metra nándarreglu. Hvernig finnst þér þá að sjá fólkið sem á að leiða halda kosningavöku þar sem þetta er ekki virt? „Mér finnst það bara alltaf erfitt þegar ekki er farið eftir þessum reglum. Maður sér það víða að fólk er farið að slaka verulega á. Á íþróttaviðburðum til dæmis. Það er greinilega ekkert farið eftir því, jafnvel í miklum þrengslum. Mér finnst bara mjög miður að fólk skuli ekki fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Þetta er í rauninni eina sem við erum með í gangi núna til að hefta útbreiðslu veirunnar og það er mjög mikilvægt að það sé áfram farið eftir því þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu. Í þrengslum innan um ókunnuga aðila eru tilmæli um að nota grímur. Ef þær eru notaðar rétt þá koma þær að gagni og við erum ekkert búin í þessum faraldri og ég hvet fólk til að halda áfram að fara eftir reglum og passa sig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 22 greindust með veiruna í gær en Þórólfur segir að það geti tekið upp undir viku að sjá afleiðingar þessarar kosningahelgar. Átta eru nú á sjúkrahúsi, þar af eitt barn sem áður hefur verið greint frá. Einn er á gjörgæslu, en þeir voru þrír í gær. Núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir rennur út 6. október. Þórólfur er ekki farinn að huga að tillögum þar. Viðræður um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf standa yfir. Þangað til ný ríkisstjórn tekur við mun Þórólfur áfram skila minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09