Stefnir í spennandi baráttu um nýjan leiðtoga kennara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2021 14:00 Anna María Gunnarsdóttir býður fram krafta sína til formennsku hjá Kennarasambandi Íslands. Aðsend Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, gefur kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Anna María tilkynnti þetta á Facebook í gærkvöld. Anna María hefur gegnt embætti varaformanns KÍ síðan 2018 en kjörtímabilið rennur út í apríl á næsta ári. Þar áður sinnti Anna María trúnaðarstörfum fyrir Félag framhaldsskólakennara. Anna María var íslenskukennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1994-2018 og í Fjölbrautaskóla Suðurlands 1992-1994. Formannskosningar Kennarasambandsins fara fram í byrjun nóvember og formannsskipti verða á þingi sambandsins í apríl á næsta ári. Frestur til að bjóða sig fram rennur úr 4. okótber. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur, hefur sömuleiðis ákveðið að bjóða sig fram til formennsku hjá sambandinu. Hún hefur vakið mikla athygli undanfarið í sambandi við ásakanir á hendur landsliðsmönnum í knattspyrnu um kynferðisofbeldi og haldið málstað þolenda á lofti. Á neðan má sjá færslu Önnu Maríu á Facebook í heild. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis formanns Kennarasambands Íslands. Ég vil þakka þeim sem hafa hvatt mig til þess að bjóða mig fram. Frá 2018 hef ég starfað sem varaformaður sambandsins og þar áður starfaði ég sem kennari um árabil og einnig með og fyrir Félag framhaldsskólakennara. Ég hef fundið mig vel í þessu starfi og sinnt fjölmörgum áríðandi verkefnum fyrir kennara og vil gefa kost á mér til að gera það áfram. Að mínu mati er afar mikilvægt að fylgja fast eftir ýmsum umbótamálum sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu. Ég vil nefna þrennt sérstaklega: Í fyrsta lagi þarf að fjármagna og fylgja eftir aðgerðaáætlun menntastefnu sem meðal annars á að tryggja áframhald aðgerða til að fjölga kennaranemum, veita skólum fjármagn og frelsi til innleiðingar stefnunnar á eigin forsendum og byggja upp skólaþjónustu og stuðning á landsvísu. Í öðru lagi þarf að bæta kjör kennara og uppræta þá djúpu kynbundnu misskiptingu sem til staðar er á íslenskum vinnumarkaði og í samfélaginu öllu. Í þriðja lagi vil ég halda áfram að þróa starfsemi Kennarasambands Íslands og efla þjónustu við félagsfólk. Síðustu þrjú ár hef ég unnið í teymi með fráfarandi formanni og við höfum unnið með öllum helstu hagaðilum Kennarasambandsins. Mikil breyting hefur orðið til batnaðar í samstarfi sambandsins með ytri aðilum. Ég vil byggja ofan á þann grunn og eiga í traustu og málefnalegu samstarfi við stjórnvöld, háskólana, erlenda samstarfsaðila, önnur stéttarfélög, menntamálastofnun, ríkissáttasemjara og fleiri. Nái ég kjöri mun ég leggja mig fram um að styðja við nýjan varaformann, búa til öflugt teymi okkar beggja sem og stuðla að góðu samstarfi okkar við stjórn og starfsfólk sambandsins. Formaður Kennarasambands Íslands þarf að vera talsmaður alls félagsfólks, láta sig varða hagsmuni allra aðildarfélaga og vera málsvari skólafólks í heild. Ég mun leggja mig sérstaklega fram í því hlutverki. Það sem sameinar okkur öll er margfalt fleira en það sem sundrar. Það eru grundvallarhagsmunir okkar allra að á Íslandi sé mjög öflug stétt kennara og stjórnenda sem geri til sín og annarra miklar faglegar kröfur. Ég mun leggja mig fram um að gæta hagsmuna leikskólans, grunnskólans, framhaldsskólans og tónlistarskólans. Þá tel ég mikinn mannauð felast í kennurum á eftirlaunum í faglegu og félagslegu ljósi. Þann auð vil ég taka þátt í að virkja. Eins þarf að halda áfram að auka tengsl við kennaranema því rödd þeirra er sterk er kemur að mótun menntakerfis til framtíðar. Það er fágætt dauðafæri í íslenskum menntamálum um þessar mundir. Það er mikilvægt að nýta færið vel. Fái ég stuðning til þess treysti ég mér til að leiða starfsemi Kennarasambandsins næstu árin á farsælan og uppbyggilegan hátt. Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hanna Björg fer í framboð Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. 11. september 2021 21:22 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Anna María hefur gegnt embætti varaformanns KÍ síðan 2018 en kjörtímabilið rennur út í apríl á næsta ári. Þar áður sinnti Anna María trúnaðarstörfum fyrir Félag framhaldsskólakennara. Anna María var íslenskukennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1994-2018 og í Fjölbrautaskóla Suðurlands 1992-1994. Formannskosningar Kennarasambandsins fara fram í byrjun nóvember og formannsskipti verða á þingi sambandsins í apríl á næsta ári. Frestur til að bjóða sig fram rennur úr 4. okótber. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur, hefur sömuleiðis ákveðið að bjóða sig fram til formennsku hjá sambandinu. Hún hefur vakið mikla athygli undanfarið í sambandi við ásakanir á hendur landsliðsmönnum í knattspyrnu um kynferðisofbeldi og haldið málstað þolenda á lofti. Á neðan má sjá færslu Önnu Maríu á Facebook í heild. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis formanns Kennarasambands Íslands. Ég vil þakka þeim sem hafa hvatt mig til þess að bjóða mig fram. Frá 2018 hef ég starfað sem varaformaður sambandsins og þar áður starfaði ég sem kennari um árabil og einnig með og fyrir Félag framhaldsskólakennara. Ég hef fundið mig vel í þessu starfi og sinnt fjölmörgum áríðandi verkefnum fyrir kennara og vil gefa kost á mér til að gera það áfram. Að mínu mati er afar mikilvægt að fylgja fast eftir ýmsum umbótamálum sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu. Ég vil nefna þrennt sérstaklega: Í fyrsta lagi þarf að fjármagna og fylgja eftir aðgerðaáætlun menntastefnu sem meðal annars á að tryggja áframhald aðgerða til að fjölga kennaranemum, veita skólum fjármagn og frelsi til innleiðingar stefnunnar á eigin forsendum og byggja upp skólaþjónustu og stuðning á landsvísu. Í öðru lagi þarf að bæta kjör kennara og uppræta þá djúpu kynbundnu misskiptingu sem til staðar er á íslenskum vinnumarkaði og í samfélaginu öllu. Í þriðja lagi vil ég halda áfram að þróa starfsemi Kennarasambands Íslands og efla þjónustu við félagsfólk. Síðustu þrjú ár hef ég unnið í teymi með fráfarandi formanni og við höfum unnið með öllum helstu hagaðilum Kennarasambandsins. Mikil breyting hefur orðið til batnaðar í samstarfi sambandsins með ytri aðilum. Ég vil byggja ofan á þann grunn og eiga í traustu og málefnalegu samstarfi við stjórnvöld, háskólana, erlenda samstarfsaðila, önnur stéttarfélög, menntamálastofnun, ríkissáttasemjara og fleiri. Nái ég kjöri mun ég leggja mig fram um að styðja við nýjan varaformann, búa til öflugt teymi okkar beggja sem og stuðla að góðu samstarfi okkar við stjórn og starfsfólk sambandsins. Formaður Kennarasambands Íslands þarf að vera talsmaður alls félagsfólks, láta sig varða hagsmuni allra aðildarfélaga og vera málsvari skólafólks í heild. Ég mun leggja mig sérstaklega fram í því hlutverki. Það sem sameinar okkur öll er margfalt fleira en það sem sundrar. Það eru grundvallarhagsmunir okkar allra að á Íslandi sé mjög öflug stétt kennara og stjórnenda sem geri til sín og annarra miklar faglegar kröfur. Ég mun leggja mig fram um að gæta hagsmuna leikskólans, grunnskólans, framhaldsskólans og tónlistarskólans. Þá tel ég mikinn mannauð felast í kennurum á eftirlaunum í faglegu og félagslegu ljósi. Þann auð vil ég taka þátt í að virkja. Eins þarf að halda áfram að auka tengsl við kennaranema því rödd þeirra er sterk er kemur að mótun menntakerfis til framtíðar. Það er fágætt dauðafæri í íslenskum menntamálum um þessar mundir. Það er mikilvægt að nýta færið vel. Fái ég stuðning til þess treysti ég mér til að leiða starfsemi Kennarasambandsins næstu árin á farsælan og uppbyggilegan hátt.
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis formanns Kennarasambands Íslands. Ég vil þakka þeim sem hafa hvatt mig til þess að bjóða mig fram. Frá 2018 hef ég starfað sem varaformaður sambandsins og þar áður starfaði ég sem kennari um árabil og einnig með og fyrir Félag framhaldsskólakennara. Ég hef fundið mig vel í þessu starfi og sinnt fjölmörgum áríðandi verkefnum fyrir kennara og vil gefa kost á mér til að gera það áfram. Að mínu mati er afar mikilvægt að fylgja fast eftir ýmsum umbótamálum sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu. Ég vil nefna þrennt sérstaklega: Í fyrsta lagi þarf að fjármagna og fylgja eftir aðgerðaáætlun menntastefnu sem meðal annars á að tryggja áframhald aðgerða til að fjölga kennaranemum, veita skólum fjármagn og frelsi til innleiðingar stefnunnar á eigin forsendum og byggja upp skólaþjónustu og stuðning á landsvísu. Í öðru lagi þarf að bæta kjör kennara og uppræta þá djúpu kynbundnu misskiptingu sem til staðar er á íslenskum vinnumarkaði og í samfélaginu öllu. Í þriðja lagi vil ég halda áfram að þróa starfsemi Kennarasambands Íslands og efla þjónustu við félagsfólk. Síðustu þrjú ár hef ég unnið í teymi með fráfarandi formanni og við höfum unnið með öllum helstu hagaðilum Kennarasambandsins. Mikil breyting hefur orðið til batnaðar í samstarfi sambandsins með ytri aðilum. Ég vil byggja ofan á þann grunn og eiga í traustu og málefnalegu samstarfi við stjórnvöld, háskólana, erlenda samstarfsaðila, önnur stéttarfélög, menntamálastofnun, ríkissáttasemjara og fleiri. Nái ég kjöri mun ég leggja mig fram um að styðja við nýjan varaformann, búa til öflugt teymi okkar beggja sem og stuðla að góðu samstarfi okkar við stjórn og starfsfólk sambandsins. Formaður Kennarasambands Íslands þarf að vera talsmaður alls félagsfólks, láta sig varða hagsmuni allra aðildarfélaga og vera málsvari skólafólks í heild. Ég mun leggja mig sérstaklega fram í því hlutverki. Það sem sameinar okkur öll er margfalt fleira en það sem sundrar. Það eru grundvallarhagsmunir okkar allra að á Íslandi sé mjög öflug stétt kennara og stjórnenda sem geri til sín og annarra miklar faglegar kröfur. Ég mun leggja mig fram um að gæta hagsmuna leikskólans, grunnskólans, framhaldsskólans og tónlistarskólans. Þá tel ég mikinn mannauð felast í kennurum á eftirlaunum í faglegu og félagslegu ljósi. Þann auð vil ég taka þátt í að virkja. Eins þarf að halda áfram að auka tengsl við kennaranema því rödd þeirra er sterk er kemur að mótun menntakerfis til framtíðar. Það er fágætt dauðafæri í íslenskum menntamálum um þessar mundir. Það er mikilvægt að nýta færið vel. Fái ég stuðning til þess treysti ég mér til að leiða starfsemi Kennarasambandsins næstu árin á farsælan og uppbyggilegan hátt.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hanna Björg fer í framboð Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. 11. september 2021 21:22 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Hanna Björg fer í framboð Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. 11. september 2021 21:22