Ofbeldismaður sem hótaði að hringja inn sprengjuhótun færi kærasta hans í flug á sér engar málsbætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2021 14:40 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjaness. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu sinni og börnum þeirra hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi. Héraðsdómur segir ljóst að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili mannsins og konunnar og að hann eigi sér engar málsbætur. Maðurinn hótaði því meðal annars að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans væri í flug til útlanda. Dómur í málinu féll í mánuðinum en í honum má sjá að maðurinn er ákærður í fjölda ákæruliða. Meðal annars fyrir að hafa ítrekað,endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, tekið hana hálstaki, ógnað henni með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana, ýtt henni, gripið í og togað í hana, kastað til og brotið innanstokksmuni, brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og með því að hóta henni og aðilum henni tengdum, m.a. lífláti og líkamsmeiðingum. Sendi konunni mynd af öxi Sem fyrr segir var maðurinn meðal annars ákærður fyrir að hóta því að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans færi í flug til útlanda, en hún starfaði á þeim tíma sem flugfreyja hjá ótilgreindu flugfélagi. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir margs konar aðrar hótanir, meðal annars fyrir að hafa sent konunni mynd af öxi og eftirfarandi skilaboð. „[...]Segir mer ekki að eg se alki. Eigi við vandamal að striða. Eða þurfi hjalp fra eh folki. Annars fer exinn i hofuðið a ollum [...]“ Einnig var maðurinn ákærður og sakfelldur fyrir að hafa ekið mjög hratt á malarvegi með sambýliskonu og ung börn þeirra innanborðs og hótað því að drepa þau með akstrinum. Er þetta aðeins brot af þeim ákæruliðum sem koma fram í máli mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi aðeins verið sýknaður af litlum hluta ákærunnar í málinu. Ákærði var að lokum sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi, líkamsárás, brot á barnaverndarlögum og lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum. Er dómari í málinu harðorðir í garð mannsins í niðurstöðu kafla dómsins. Skapaði ógnarástand Segir í dóminum að fullyrða megi að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili þeirra, vegna hegðunar og framkomu mannsins, aðallega í garð sambýliskonu sinnar. Ástandið hafi ógnað á alvarlegan hátt lífi og heilsu hennar og með því í raun einnig barnanna, þar sem þau eru ung að árum. Líf og heilsa þeirra hafi að stærstum hluta byggt á umönnum móður þeirra. Dómari í málinu sagði manninn eiga sér engar málsbætur.Vísir/Vilhelm Segir í dómi héraðdóms að maðurinn eigi sér í raun engar málsbætur, hegðun hans hafi verið undir engum kringumstæðum réttlætanleg og raunar langt frá því, eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi, auk þess sem hann þarf að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 1,8 milljónir í miskabætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Fréttir af flugi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Dómur í málinu féll í mánuðinum en í honum má sjá að maðurinn er ákærður í fjölda ákæruliða. Meðal annars fyrir að hafa ítrekað,endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, tekið hana hálstaki, ógnað henni með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana, ýtt henni, gripið í og togað í hana, kastað til og brotið innanstokksmuni, brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og með því að hóta henni og aðilum henni tengdum, m.a. lífláti og líkamsmeiðingum. Sendi konunni mynd af öxi Sem fyrr segir var maðurinn meðal annars ákærður fyrir að hóta því að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans færi í flug til útlanda, en hún starfaði á þeim tíma sem flugfreyja hjá ótilgreindu flugfélagi. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir margs konar aðrar hótanir, meðal annars fyrir að hafa sent konunni mynd af öxi og eftirfarandi skilaboð. „[...]Segir mer ekki að eg se alki. Eigi við vandamal að striða. Eða þurfi hjalp fra eh folki. Annars fer exinn i hofuðið a ollum [...]“ Einnig var maðurinn ákærður og sakfelldur fyrir að hafa ekið mjög hratt á malarvegi með sambýliskonu og ung börn þeirra innanborðs og hótað því að drepa þau með akstrinum. Er þetta aðeins brot af þeim ákæruliðum sem koma fram í máli mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi aðeins verið sýknaður af litlum hluta ákærunnar í málinu. Ákærði var að lokum sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi, líkamsárás, brot á barnaverndarlögum og lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum. Er dómari í málinu harðorðir í garð mannsins í niðurstöðu kafla dómsins. Skapaði ógnarástand Segir í dóminum að fullyrða megi að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili þeirra, vegna hegðunar og framkomu mannsins, aðallega í garð sambýliskonu sinnar. Ástandið hafi ógnað á alvarlegan hátt lífi og heilsu hennar og með því í raun einnig barnanna, þar sem þau eru ung að árum. Líf og heilsa þeirra hafi að stærstum hluta byggt á umönnum móður þeirra. Dómari í málinu sagði manninn eiga sér engar málsbætur.Vísir/Vilhelm Segir í dómi héraðdóms að maðurinn eigi sér í raun engar málsbætur, hegðun hans hafi verið undir engum kringumstæðum réttlætanleg og raunar langt frá því, eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi, auk þess sem hann þarf að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 1,8 milljónir í miskabætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Fréttir af flugi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira