Hinn 35 ára gamli Ilya Sachkov stofnaði Group IB með Dmitry Volkov árið 2003 en það er eitt helsta netöryggisfyrirtæki Rússlands. Samhliða því að hann var handtekinn gerðu lögregluþjónar húsleit á skrifstofum fyrirtækisins í Mosvku og Pétursborg, samkvæmt frétt Reuters.
Fréttaveitan segir rússneska fjölmiðla hafa heimildir fyrir því að Sachkov sé sakaður um að hafa starfað með ótilgreindri erlendri leyniþjónustu. Þá er hann sagður hafna þeim ásökunum.
Global IB sérhæfir sig í rannsóknum á netglæpum og starfar meðal annars með bönkum, orkufyrirtækjum og samskiptafyrirtækjum um allan heim. Þar að auki hefur fyrirtækið átt í samstarfi með Interpol og löggæslustofnunum í Rússlandi.
Undanfarna mánuði hafa nokkrir Rússar sem komið hafa að þróun ofur-hljóðfrárra eldflauga verið handteknir vegna gruns um landráð.
Moscow Times segir sjaldgæft að saksóknarar veiti miklar upplýsingar um mál sem snúa að lándráði. Slík dómsmál séu oft ríkisleyndarmál og fari fram fyrir luktum dyrum.