Sterki læknaneminn er kominn inn á HM í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 10:00 Eygló Fanndal Sturludóttir bregður á leik í mótslok. Lyftingasamband Íslands Ungar íslenskar lyftingakonur halda áfram að standa sig vel á Evrópumeistaramóti unglinga í lyftingum í Rovaniemi í Finnlandi. Tvær þeirra hafa tryggt sér þátttökurétt á HM í Úsbekistan í desember. Hin tvítuga Eygló Fanndal Sturludóttir náði sjötta sæti í 71 kílóa flokki tuttugu ára og yngri en hún setti um leið fjölda Íslandsmeta. Eygló Fanndal byrjaði ekki vel. Hún var að keppa í fyrsta sinn síðan í mars og tvær fyrstu lyfturnar hennar í snörun mistókust. Hún sýndi hins vegar mikinn karakter með því að drífa upp 89 kíló í þriðju tilraun og setti þar með Íslandsmet í þremur flokkum. Þetta var það mesta hjá íslenskri konu í 71 kílóa flokki hjá meistaraflokki, 23 ára yngri og tuttugu ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) Eygló var þar með komin í gang og lyfti hún síðan 108 kílóum í jafnhendingu sem var einnig Íslandsmet í öllum þremur flokkum. Um leið hafði hún sett Íslandsmet í samanlögðu í flokkunum þremur þar sem alls fóru 197 kíló á loft hjá henni. Þessi árangur skilaði Eygló sjötta sætinu á mótinu og alls 247,39 Sinclair stigum. Með þeim stigafjölda hefur Eygló náð B-lágmörkum á Heimsmeistaramótið í Úsbekistan í desember. Eygló hefur keppt í lyftingum frá því hún var sautján ára eða frá árinu 2018 og hefur sífellt farið fram. Hún tók sér árs pásu frá keppnum eftir jólamótið 2019 en kom sterk inn á Norðurlandamóti Youth og Junior 2020 og gerði sér lítið fyrir og vann þá sinn þyngdarflokk. Eygló Fanndal stundar nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og það er örugglega erfitt að finna sterkari læknanema á Íslandi í dag en einmitt hana. Á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands kemur fram að Eygló sé að stefna á hæsta samanlagðan árangur sem íslensk kona hefur lyft á móti en hæsti samanlagði árangur er nú 201 kíló. Eygló nálgaðist það met á þessu móti og fær vonandi annað tækifæri til þess á heimsmeistaramótinu. Bæði Eygló og ætla sér stóra hluti eins og kom fram á Instagram síðu Lyftingarsambands Íslands. „Við erum hvergi nærri hættar og stefnum á að keppa á fleiri mótum á árinu og á næstu árum,“ er haft eftir þeim þar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Hin tvítuga Eygló Fanndal Sturludóttir náði sjötta sæti í 71 kílóa flokki tuttugu ára og yngri en hún setti um leið fjölda Íslandsmeta. Eygló Fanndal byrjaði ekki vel. Hún var að keppa í fyrsta sinn síðan í mars og tvær fyrstu lyfturnar hennar í snörun mistókust. Hún sýndi hins vegar mikinn karakter með því að drífa upp 89 kíló í þriðju tilraun og setti þar með Íslandsmet í þremur flokkum. Þetta var það mesta hjá íslenskri konu í 71 kílóa flokki hjá meistaraflokki, 23 ára yngri og tuttugu ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) Eygló var þar með komin í gang og lyfti hún síðan 108 kílóum í jafnhendingu sem var einnig Íslandsmet í öllum þremur flokkum. Um leið hafði hún sett Íslandsmet í samanlögðu í flokkunum þremur þar sem alls fóru 197 kíló á loft hjá henni. Þessi árangur skilaði Eygló sjötta sætinu á mótinu og alls 247,39 Sinclair stigum. Með þeim stigafjölda hefur Eygló náð B-lágmörkum á Heimsmeistaramótið í Úsbekistan í desember. Eygló hefur keppt í lyftingum frá því hún var sautján ára eða frá árinu 2018 og hefur sífellt farið fram. Hún tók sér árs pásu frá keppnum eftir jólamótið 2019 en kom sterk inn á Norðurlandamóti Youth og Junior 2020 og gerði sér lítið fyrir og vann þá sinn þyngdarflokk. Eygló Fanndal stundar nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og það er örugglega erfitt að finna sterkari læknanema á Íslandi í dag en einmitt hana. Á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands kemur fram að Eygló sé að stefna á hæsta samanlagðan árangur sem íslensk kona hefur lyft á móti en hæsti samanlagði árangur er nú 201 kíló. Eygló nálgaðist það met á þessu móti og fær vonandi annað tækifæri til þess á heimsmeistaramótinu. Bæði Eygló og ætla sér stóra hluti eins og kom fram á Instagram síðu Lyftingarsambands Íslands. „Við erum hvergi nærri hættar og stefnum á að keppa á fleiri mótum á árinu og á næstu árum,“ er haft eftir þeim þar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira