Trúðaskortur leikur Norður-Íra grátt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 10:07 Verulegur skortur hefur verið á trúðum á Norður-Írlandi undanfarið. Trúðar kalla eftir því að fleiri skrái sig í trúðaskólann. Getty/Allen J. Schaben „Það felst mun meira í því að vera trúður en að setja á sig rautt nef og klæða sig í stórar pokabuxur.“ Þetta segir trúðurinn David Duffy, annar eigenda Sirkus Duffys, í samtali við breska ríkisútvarpið. Hann kallar eftir því að fleiri Norður-Írar gerist trúðar. Að sögn Duffys myndaðist alvarlegur trúðaskortur á Norður-Írlandi þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir starfandi trúða sneru aftur til heimalanda sinna þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir í byrjun árs 2020 og sneru ekki aftur. En hvað þarf til þess að fólk teljist góðir trúðar? „Fólk þarf að vera tilbúið til að vera berskjaldað,“ segir Noeleen Fries Neuman, betur þekkt sem trúðurinn Silly Tilly. „Það vilja ekki allir láta hlæja að sér en versta martröð þeirra sem eru trúðar er að enginn hlæi að þeim. Þú verður að geta gert grín að sjálfum þér, þetta snýst ekki um að gera grín að öðrum.“ Í faraldrinum gripu Noeleen og eiginmaður hennar Henrik, sem er betur þekktur sem trúðurinn Jarl, til örþrifaráðs og reistu sirkustjald í garðinum sínum. Það gerði hjónunum kleift að æfa sig í trúðalátunum. Parið kynntist að sjálfsögðu á alþjóðlegu trúðamóti og gifti sig árið 2017: þemað í brúðkaupinu var auðvitað trúðaþema. Faraldurinn hefur reynst trúðinum Duffy illa og sirkusinn hans hefur verið lokaður í meira en 500 daga. Stjórnvöld á Norður-Írlandi hafa boðað slakanir á samkomutakmörkunum og mun sirkusinn hans því fljótlega geta ferðast aftur um landið en vegna þess hve margir norðurírskir trúðar hafa leitað á önnur mið, þar sem takmarkanir eru minni, er verulegur skortur á trúðum. „Vegna þess að allir sirkusarnir í Evrópu og á Englandi hafa verið starfandi undanfarna sex mánuði hefur mikill meirihluti evrópsku trúðanna snúið aftur til vinnu. Þangað til í síðustu viku gátum við ekki einu sinni fengið landvistarleyfi fyrir trúða sem koma frá öðrum löndum en innan Evrópu,“ segir Duffy. „Þess vegna reynum við nú að ná til fólks hérna heima, sem gæti hugsað sér að prófa trúðslætin.“ Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Þetta segir trúðurinn David Duffy, annar eigenda Sirkus Duffys, í samtali við breska ríkisútvarpið. Hann kallar eftir því að fleiri Norður-Írar gerist trúðar. Að sögn Duffys myndaðist alvarlegur trúðaskortur á Norður-Írlandi þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir starfandi trúða sneru aftur til heimalanda sinna þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir í byrjun árs 2020 og sneru ekki aftur. En hvað þarf til þess að fólk teljist góðir trúðar? „Fólk þarf að vera tilbúið til að vera berskjaldað,“ segir Noeleen Fries Neuman, betur þekkt sem trúðurinn Silly Tilly. „Það vilja ekki allir láta hlæja að sér en versta martröð þeirra sem eru trúðar er að enginn hlæi að þeim. Þú verður að geta gert grín að sjálfum þér, þetta snýst ekki um að gera grín að öðrum.“ Í faraldrinum gripu Noeleen og eiginmaður hennar Henrik, sem er betur þekktur sem trúðurinn Jarl, til örþrifaráðs og reistu sirkustjald í garðinum sínum. Það gerði hjónunum kleift að æfa sig í trúðalátunum. Parið kynntist að sjálfsögðu á alþjóðlegu trúðamóti og gifti sig árið 2017: þemað í brúðkaupinu var auðvitað trúðaþema. Faraldurinn hefur reynst trúðinum Duffy illa og sirkusinn hans hefur verið lokaður í meira en 500 daga. Stjórnvöld á Norður-Írlandi hafa boðað slakanir á samkomutakmörkunum og mun sirkusinn hans því fljótlega geta ferðast aftur um landið en vegna þess hve margir norðurírskir trúðar hafa leitað á önnur mið, þar sem takmarkanir eru minni, er verulegur skortur á trúðum. „Vegna þess að allir sirkusarnir í Evrópu og á Englandi hafa verið starfandi undanfarna sex mánuði hefur mikill meirihluti evrópsku trúðanna snúið aftur til vinnu. Þangað til í síðustu viku gátum við ekki einu sinni fengið landvistarleyfi fyrir trúða sem koma frá öðrum löndum en innan Evrópu,“ segir Duffy. „Þess vegna reynum við nú að ná til fólks hérna heima, sem gæti hugsað sér að prófa trúðslætin.“
Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira