Þetta kemur fram í tilkynning frá Origo. Jón lauk mastersgráðu frá háskólanum CBS í Kaupmannahöfn í upplýsingastjórnun.
„Sérfræðiþekking starfsfólks Origo gerir okkur Netveituna í raun ráðgjafaeiningu þar sem við leysum fjarskipta- og netöryggisþarfir viðskiptavina. Mér finnst mjög spennandi að fara með reynslu úr fjarskiptaheiminum enn dýpra í upplýsingatæknina og netöryggið með Origo. Samstarf við Syndis gerir okkur svo kleift að bjóða uppá heildstæðar lausnir í upplýsingatækni svo viðskiptavinir geti dafnað í sinni eigin starfssemi,“ segir Jón í tilkynningunni.