Menning

Yrsa til­nefnd til bók­mennta­verð­launa á Bret­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Yrsa hefur einu sinni unnið til Petrona verðlaunanna, árið 2015 fyrir bókina Rakið.
Yrsa hefur einu sinni unnið til Petrona verðlaunanna, árið 2015 fyrir bókina Rakið. Aðsend

Bókin Gatið eftir rithöfundinn Yrsu Sigurðardóttur hefur veri ð tilnefnd til Petrona verðlaunanna í Bretlandi, sem veitt eru bestu norrænu glæpasögunni. Yrsa hefur hlotið verðlaunin áður, árið 2015 fyrir Rakið og var tilnefnd til verðlaunanna fyrir Aflausn í fyrra.

Gatið kom út árið 2017 og fjallar um umsvifamikinn fjárfesti sem finnst látinn í Gálgahrauni, aldargömlum aftökustað sem sést til frá Bessastöðum. Bókin fékk mikið lof þegar hún kom út og sagði gagnrýnandi Financial Times að bókin væri æsispennandi. Þá væru „íslenskar nætur hvergi eins ógnvekjandi og í óhugnanlegum sögum Yrsu Sigurðardóttur.“

Auk Yrsu eru Anne Holt, Jørn Lier Horst og Thomas Enger, Håkan Nesser, Mikael Niemi og Agnes Ravatn tilnefnd til verðlaunanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.